Innlent

Varað við stormi á morgun

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Gert er ráð fyrir að veðrið nái hámarki síðdegis, en dragi úr vindi annað kvöld.
Gert er ráð fyrir að veðrið nái hámarki síðdegis, en dragi úr vindi annað kvöld. Vísir/Vilhelm
Búist er við stormi við suðausturströndina og á hálendinu á morgun. Búast má við sterkum kviðum undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Gert er ráð fyrir að veðrið nái hámarki síðdegis, en dragi úr vindi annað kvöld. Þetta kemur fram í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Stíf norðaustanátt og víða rigning, en þurrt og bjart suðvestantil. Lægir smám saman þegar líður á daginn og dregur úr úrkomu. Hiti 0 til 7 stig, svalast inn til landsins.

Á sunnudag:

Suðaustan 10-18 og rigning sunnan- og vestantil á landinu og hiti 3 til 7 stig. Hægari og lengst af þurrt um landið norðaustanvert og hiti um og yfir frostmarki. Lægir vestantil á landinu um kvöldið.

Á mánudag og þriðjudag:

Hvöss suðlæg átt og talsverð rigning, en úrkomulítið norðantil. Hiti 0 til 8 stig.

Á miðvikudag:

Útlit fyrir suðvestlæga átt með éljum og kólnandi veðri.

Á fimmtudag:

Líkur á vaxandi norðanátt með snjókomu eða éljum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×