Það er eitthvert ráðleysi í gangi hjá Keflavík Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. desember 2016 06:30 Hjörtur Harðarson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Anton Það er krísa í Keflavík en karlalið félagsins í körfubolta hefur byrjað tímabilið mjög illa. Liðið er aðeins búið að vinna þrjá af fyrstu níu leikjum sínum í Domino’s-deildinni og situr í tíunda sæti deildarinnar. Þann 3. nóvember síðastliðinn vann Keflavík glæsilegan sigur á Tindastóli, 101-79, en síðan hefur liðinu fallið allur ketill í eld. Það er búið að tapa fjórum leikjum í röð og frammistaðan í þessum leikjum hefur yfirhöfuð verið mjög léleg. „Ég veit ekki hvað er í gangi í Keflavík. Það virðist vera eitthvert ráðleysi í gangi,“ segir körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson en hann er hálfhissa á þessu gengi Keflavíkurliðsins.Dregið af leikmönnum „Liðið virðist ekki vera líkt sjálfu sér þessa dagana. Mér finnst vera einkennandi hvað það hefur dregið af mörgum leikmönnum þarna. Ég veit ekki hvort það er sjálfstraust eða hvort menn hafi hreinlega ekki trú á því sem er verið að gera þarna.“ Sigurður Ingimundarson, þjálfari liðsins, varð að draga sig í hlé rétt fyrir tímabilið vegna veikinda og aðstoðarmaður hans, Hjörtur Harðarson, tók við liðinu. Sigurður var svo mættur aftur á bekkinn en í síðasta leik var hann aftur kominn upp í stúku.Teitur Örlygsson á að baki langan og farsælan feril sem bæði leikmaður og þjálfari í úrvalsdeild karla í körfubolta og þekkir boltann vel. Vísir/ValliÞjálfaravesen „Í Haukaleiknum var Siggi að stýra liðinu og Hjörtur talaði svo um að hann væri kominn til baka. Svo í næsta leik sá ég að Siggi var kominn upp í stúku. Þá hætti maður alveg að skilja. Þetta getur ekki heldur verið þægilegt fyrir leikmenn liðsins,“ segir Teitur um þjálfaramálin hjá liðinu.Ekki við Hörð að sakast Keflavík fékk heldur betur innspýtingu er landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson gekk aftur í raðir félagsins. Það hefur engu skilað og liðið hefur tapað öllum þremur leikjunum með Hörð Axel innanborðs mjög stórt. „Ég held að það sé ekki við Hörð Axel að sakast. Ég held að þetta sé eitthvað dýpra sem var að gerjast áður en Hössi kom til liðsins. Þeir verða bara að þjappa sér saman núna. Snúa þessu gengi við saman því það vantar ekki að það eru flottir leikmenn í liðinu.“ Keflavík spilar við Þór á Akureyri í kvöld og getur þá unnið sinn fyrsta leik í deildinni rúman mánuð.Haukar - Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson Domino´s deild karla úrvalsdeild vetur 2017 karfa Dominos-deild karla Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Það er krísa í Keflavík en karlalið félagsins í körfubolta hefur byrjað tímabilið mjög illa. Liðið er aðeins búið að vinna þrjá af fyrstu níu leikjum sínum í Domino’s-deildinni og situr í tíunda sæti deildarinnar. Þann 3. nóvember síðastliðinn vann Keflavík glæsilegan sigur á Tindastóli, 101-79, en síðan hefur liðinu fallið allur ketill í eld. Það er búið að tapa fjórum leikjum í röð og frammistaðan í þessum leikjum hefur yfirhöfuð verið mjög léleg. „Ég veit ekki hvað er í gangi í Keflavík. Það virðist vera eitthvert ráðleysi í gangi,“ segir körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson en hann er hálfhissa á þessu gengi Keflavíkurliðsins.Dregið af leikmönnum „Liðið virðist ekki vera líkt sjálfu sér þessa dagana. Mér finnst vera einkennandi hvað það hefur dregið af mörgum leikmönnum þarna. Ég veit ekki hvort það er sjálfstraust eða hvort menn hafi hreinlega ekki trú á því sem er verið að gera þarna.“ Sigurður Ingimundarson, þjálfari liðsins, varð að draga sig í hlé rétt fyrir tímabilið vegna veikinda og aðstoðarmaður hans, Hjörtur Harðarson, tók við liðinu. Sigurður var svo mættur aftur á bekkinn en í síðasta leik var hann aftur kominn upp í stúku.Teitur Örlygsson á að baki langan og farsælan feril sem bæði leikmaður og þjálfari í úrvalsdeild karla í körfubolta og þekkir boltann vel. Vísir/ValliÞjálfaravesen „Í Haukaleiknum var Siggi að stýra liðinu og Hjörtur talaði svo um að hann væri kominn til baka. Svo í næsta leik sá ég að Siggi var kominn upp í stúku. Þá hætti maður alveg að skilja. Þetta getur ekki heldur verið þægilegt fyrir leikmenn liðsins,“ segir Teitur um þjálfaramálin hjá liðinu.Ekki við Hörð að sakast Keflavík fékk heldur betur innspýtingu er landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson gekk aftur í raðir félagsins. Það hefur engu skilað og liðið hefur tapað öllum þremur leikjunum með Hörð Axel innanborðs mjög stórt. „Ég held að það sé ekki við Hörð Axel að sakast. Ég held að þetta sé eitthvað dýpra sem var að gerjast áður en Hössi kom til liðsins. Þeir verða bara að þjappa sér saman núna. Snúa þessu gengi við saman því það vantar ekki að það eru flottir leikmenn í liðinu.“ Keflavík spilar við Þór á Akureyri í kvöld og getur þá unnið sinn fyrsta leik í deildinni rúman mánuð.Haukar - Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson Domino´s deild karla úrvalsdeild vetur 2017 karfa
Dominos-deild karla Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira