Fyrirsjáanleg markasúpa í Meistaradeildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. desember 2016 06:00 Lionel Messi. Vísir/Getty Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta lauk á miðvikudagskvöldið og er nú vitað hvaða 16 lið halda áfram keppni eftir áramót, hvaða átta falla niður í Evrópudeildina og vegferð hvaða átta liða er lokið í Evrópu þetta tímabilið. Riðlakeppnin að þessu sinni var mikil skemmtun og nóg af mörkum en sparkspekingar spyrja sig nú hvort gæðin séu nógu mikil og hvort bilið á milli liðanna sé að breikka. Í heildina eru spilaðir 96 leikir í sex umferðum í Meistaradeildinni og að þessu sinni voru skoruð fleiri en fjögur mörk í 33 leikjum eða í 35 prósent leikjanna. Tíu af þessum 33 leikjum enduðu með jafntefli en þrettán af þessum 33 markasúpum enduðu með algjöru rústi þar sem sigurliðið vann með fjórum mörkum eða fleiri. Sjaldan hafa nefnilega sést jafn miklir yfirburðir í leikjum og í Meistaradeildinni í ár. Spennan var ekki mikil en meira og minna var allt ráðið fyrir lokaumferðina. Eins og síðustu ár var lítið um óvænt tíðindi í riðlakeppninni þar sem stóru strákarnir fara alltaf áfram. Bilið virðist vera að breikka á milli stóru liðanna og þeirra minni en ótrúlega tölur sáust í riðlakeppninni að þessu sinni eins og 7-0 sigur Barcelona á Celtic. Það var alls ekkert einsdæmi. Meistaradeildin er að verða svolítið fyrirsjáanleg þar sem stærstu og ríkustu liðin komast nær alltaf upp úr riðlakeppninni og síðan lengst í útsláttarkeppninni. Sem betur fer er til lið eins og Atlético Madrid sem heldur fótboltarómantíkinni á lífi. Næst á dagskrá í Meistaradeildinni eru 16 liða úrslitin en til að gefa einhverja mynd af hversu fyrirsjáanleg þau eru er fínt að skoða aðeins hvernig undanúrslitin hafa verið síðustu fimmtán ár. Fjórtán mismunandi lið frá sjö mismunandi löndum spiluðu einn eða fleiri leiki í undanúrslitum frá 2001-2006. Næstu fimm árin, frá 2006-2011, spiluðu ellefu lið frá fimm löndum að minnsta kosti einn leik í undanúrslitum Áfram minnkaði fjölbreytnin því síðustu fimm ár, frá 2011-2016, hafa átta lið frá fjórum löndum spilað í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Lið frá Frakklandi hafa ekki komist í undanúrslit síðustu fimm ár og lið frá Portúgal og Hollandi hafa ekki komist svo langt í rúman áratug. Það er vonandi að þetta breytist á næstu árum en þangað til lítur Fréttablaðið aðeins yfir farinn veg í riðlakeppninni þetta tímabilið og verðlaunar það besta auk þess að afhenda ein skammarverðlaun.JBan OblakVísir/Getty Besti markvörðurinnJBan Oblak, Atlético Madrid Slóveninn er smám saman að vinna sér sess á meðal bestu markvarða heims. Það er eins og með framherjana hjá Atlético; liðið er alltaf klárt með næsta markvörð þegar einhver fer. Frá De Gea í Courtois í Oblak, ekki slæmt. Atlético vann riðilinn með Bayern München í og hirti 15 stig af 18 mögulegum. Liðið skoraði ekki nema sjö mörk en Oblak með trausta Atlético-vörnina fyrir framan sig hirti boltann aðeins tvisvar sinnum úr netinu.Besti varnarmaðurinnAdil Rami, Sevilla Franski miðvörðurinn spilaði eins og kóngur í hjarta varnarinnar hjá Sevilla sem hélt hreinu fimm sinnum og fékk á sig öll þrjú mörkin í riðlinum í einum og sama leiknum gegn Juventus í fimmtu leikviku en spænska liðið fylgir gömlu konunni í 16 liða úrslitin. Rami vann 37 bolta í og við teiginn, átti þrjár lykiltæklingar, hreinsaði boltann þrettán sinnum frá marki og varði tvö skot. Þá kláraði hann 83 prósent sendinga sinna.Riyah MahrezVísir/Getty Besti miðjumaðurinnRiyah Mahrez, Leicester Fáir nýliðar í Meistaradeildinni hafa staðið sig betur en Leicester. Fáir nýliðar á meðal leikmanna hafa haft jafn mikil áhrif á lið sem er nýliði og Alsíringurinn Mahrez. Hann skoraði fjögur mörk og lagði upp eitt en Leicester skoraði varla mark til að byrja með í keppninni nema hann ætti þar hlut að máli.Besti framherjinnLionel Messi, Barcelona Það kemur kannski ekkert mikið á óvart að mögulega besti fótboltamaður sögunnar hafi staðið sig best í riðlakeppninni. Hann er sjálfur búinn að setja viðmiðið hátt fyrir löngu en ekki verður annað sagt en að hann hafi staðið undir öllum sínum gæðakröfum. Messi skoraði tíu mörk í fimm leikjum, öll með vinstri fæti og níu innan teigs auk þess sem hann lagði upp tvö mörk fyrir Börsunga sem rústuðu sínum riðli í baráttu við Manchester City. Messi skoraði helming marka Barcelona í riðlinum og þurfti aðeins fimmtán tilraunir á markið til þess. Þá kláraði hann 80 prósent sendinga sinna.André Silva.Vísir/GettyNýja stjarnanAndré Silva, Porto Það hefur aldrei þótt einhver svakalegur gæðastimpill að vera framherji frá Portúgal, landi miðjumannanna og miðvarðanna. Þessi 21 árs gamli strákur gæti verið að breyta þeirri ímynd en hann fór á kostum með Porto sem hafnaði í öðru sæti í G-riðli á eftir Englandsmeisturum Leicester. Silva skoraði fjögur mörk og lagði upp önnur tvö á leið portúgalska liðsins í 16 liða úrslitin.Vísir/GettyBesti leikurinnMan. City - Barcelona 3-1 Það var mikið af skemmtilegum leikjum fyrir fótboltaáhugamenn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þetta tímabilið. Til dæmis má nefna tólf marka ruglið í Dortmund þar sem heimamenn unnu Legía Varsjá. 8-4. Ef horft er til gæða fótboltans, leiks þar sem ekki var hægt að líta af skjánum, kemur aðeins einn til greina. Það er 3-1 sigur Manchester City gegn Barcelona á Etihad-vellinum. Sá leikur er það sem Meistaradeildin snýst um.Vísir/Getty SkammarverðlauninBesiktas Það er auðvelt að benda á eitt af þeim sjö liðum sem unnu ekki leik í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og þá sérstaklega Club Brugge og Dinamo Zagreb sem fengu ekki eitt stig í riðlakeppninni. Kökuna fær þó tyrkneska liðið Besiktas sem fór til Kænugarðs í lokaumferðinni og mætti Dynamo Kiev. Úkraínumennirnir voru ekki búnir að vinna leik og áttu ekki möguleika á að komast áfram en Besiktas vissi að sigur gæti komið því áfram ef Napoli ynni Benfica. Jú, Napoli vann Benfica en Besiktas varð sér til skammar með því að tapa, 6-0, gegn botnliðinu og missa tvo menn út af með rautt. Góða skemmtun í Evrópudeildinni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Sjá meira
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta lauk á miðvikudagskvöldið og er nú vitað hvaða 16 lið halda áfram keppni eftir áramót, hvaða átta falla niður í Evrópudeildina og vegferð hvaða átta liða er lokið í Evrópu þetta tímabilið. Riðlakeppnin að þessu sinni var mikil skemmtun og nóg af mörkum en sparkspekingar spyrja sig nú hvort gæðin séu nógu mikil og hvort bilið á milli liðanna sé að breikka. Í heildina eru spilaðir 96 leikir í sex umferðum í Meistaradeildinni og að þessu sinni voru skoruð fleiri en fjögur mörk í 33 leikjum eða í 35 prósent leikjanna. Tíu af þessum 33 leikjum enduðu með jafntefli en þrettán af þessum 33 markasúpum enduðu með algjöru rústi þar sem sigurliðið vann með fjórum mörkum eða fleiri. Sjaldan hafa nefnilega sést jafn miklir yfirburðir í leikjum og í Meistaradeildinni í ár. Spennan var ekki mikil en meira og minna var allt ráðið fyrir lokaumferðina. Eins og síðustu ár var lítið um óvænt tíðindi í riðlakeppninni þar sem stóru strákarnir fara alltaf áfram. Bilið virðist vera að breikka á milli stóru liðanna og þeirra minni en ótrúlega tölur sáust í riðlakeppninni að þessu sinni eins og 7-0 sigur Barcelona á Celtic. Það var alls ekkert einsdæmi. Meistaradeildin er að verða svolítið fyrirsjáanleg þar sem stærstu og ríkustu liðin komast nær alltaf upp úr riðlakeppninni og síðan lengst í útsláttarkeppninni. Sem betur fer er til lið eins og Atlético Madrid sem heldur fótboltarómantíkinni á lífi. Næst á dagskrá í Meistaradeildinni eru 16 liða úrslitin en til að gefa einhverja mynd af hversu fyrirsjáanleg þau eru er fínt að skoða aðeins hvernig undanúrslitin hafa verið síðustu fimmtán ár. Fjórtán mismunandi lið frá sjö mismunandi löndum spiluðu einn eða fleiri leiki í undanúrslitum frá 2001-2006. Næstu fimm árin, frá 2006-2011, spiluðu ellefu lið frá fimm löndum að minnsta kosti einn leik í undanúrslitum Áfram minnkaði fjölbreytnin því síðustu fimm ár, frá 2011-2016, hafa átta lið frá fjórum löndum spilað í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Lið frá Frakklandi hafa ekki komist í undanúrslit síðustu fimm ár og lið frá Portúgal og Hollandi hafa ekki komist svo langt í rúman áratug. Það er vonandi að þetta breytist á næstu árum en þangað til lítur Fréttablaðið aðeins yfir farinn veg í riðlakeppninni þetta tímabilið og verðlaunar það besta auk þess að afhenda ein skammarverðlaun.JBan OblakVísir/Getty Besti markvörðurinnJBan Oblak, Atlético Madrid Slóveninn er smám saman að vinna sér sess á meðal bestu markvarða heims. Það er eins og með framherjana hjá Atlético; liðið er alltaf klárt með næsta markvörð þegar einhver fer. Frá De Gea í Courtois í Oblak, ekki slæmt. Atlético vann riðilinn með Bayern München í og hirti 15 stig af 18 mögulegum. Liðið skoraði ekki nema sjö mörk en Oblak með trausta Atlético-vörnina fyrir framan sig hirti boltann aðeins tvisvar sinnum úr netinu.Besti varnarmaðurinnAdil Rami, Sevilla Franski miðvörðurinn spilaði eins og kóngur í hjarta varnarinnar hjá Sevilla sem hélt hreinu fimm sinnum og fékk á sig öll þrjú mörkin í riðlinum í einum og sama leiknum gegn Juventus í fimmtu leikviku en spænska liðið fylgir gömlu konunni í 16 liða úrslitin. Rami vann 37 bolta í og við teiginn, átti þrjár lykiltæklingar, hreinsaði boltann þrettán sinnum frá marki og varði tvö skot. Þá kláraði hann 83 prósent sendinga sinna.Riyah MahrezVísir/Getty Besti miðjumaðurinnRiyah Mahrez, Leicester Fáir nýliðar í Meistaradeildinni hafa staðið sig betur en Leicester. Fáir nýliðar á meðal leikmanna hafa haft jafn mikil áhrif á lið sem er nýliði og Alsíringurinn Mahrez. Hann skoraði fjögur mörk og lagði upp eitt en Leicester skoraði varla mark til að byrja með í keppninni nema hann ætti þar hlut að máli.Besti framherjinnLionel Messi, Barcelona Það kemur kannski ekkert mikið á óvart að mögulega besti fótboltamaður sögunnar hafi staðið sig best í riðlakeppninni. Hann er sjálfur búinn að setja viðmiðið hátt fyrir löngu en ekki verður annað sagt en að hann hafi staðið undir öllum sínum gæðakröfum. Messi skoraði tíu mörk í fimm leikjum, öll með vinstri fæti og níu innan teigs auk þess sem hann lagði upp tvö mörk fyrir Börsunga sem rústuðu sínum riðli í baráttu við Manchester City. Messi skoraði helming marka Barcelona í riðlinum og þurfti aðeins fimmtán tilraunir á markið til þess. Þá kláraði hann 80 prósent sendinga sinna.André Silva.Vísir/GettyNýja stjarnanAndré Silva, Porto Það hefur aldrei þótt einhver svakalegur gæðastimpill að vera framherji frá Portúgal, landi miðjumannanna og miðvarðanna. Þessi 21 árs gamli strákur gæti verið að breyta þeirri ímynd en hann fór á kostum með Porto sem hafnaði í öðru sæti í G-riðli á eftir Englandsmeisturum Leicester. Silva skoraði fjögur mörk og lagði upp önnur tvö á leið portúgalska liðsins í 16 liða úrslitin.Vísir/GettyBesti leikurinnMan. City - Barcelona 3-1 Það var mikið af skemmtilegum leikjum fyrir fótboltaáhugamenn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þetta tímabilið. Til dæmis má nefna tólf marka ruglið í Dortmund þar sem heimamenn unnu Legía Varsjá. 8-4. Ef horft er til gæða fótboltans, leiks þar sem ekki var hægt að líta af skjánum, kemur aðeins einn til greina. Það er 3-1 sigur Manchester City gegn Barcelona á Etihad-vellinum. Sá leikur er það sem Meistaradeildin snýst um.Vísir/Getty SkammarverðlauninBesiktas Það er auðvelt að benda á eitt af þeim sjö liðum sem unnu ekki leik í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og þá sérstaklega Club Brugge og Dinamo Zagreb sem fengu ekki eitt stig í riðlakeppninni. Kökuna fær þó tyrkneska liðið Besiktas sem fór til Kænugarðs í lokaumferðinni og mætti Dynamo Kiev. Úkraínumennirnir voru ekki búnir að vinna leik og áttu ekki möguleika á að komast áfram en Besiktas vissi að sigur gæti komið því áfram ef Napoli ynni Benfica. Jú, Napoli vann Benfica en Besiktas varð sér til skammar með því að tapa, 6-0, gegn botnliðinu og missa tvo menn út af með rautt. Góða skemmtun í Evrópudeildinni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn