Allir eiga sinn jólasokk 30. nóvember 2016 10:30 Helga er mikið jólabarn og skreytir hún heimili sitt fallega fyrir jólin. VÍSIR/ANTON BRINK Öll börn, barnabörn og tengdabörn Helgu Guðjónsdóttur eiga fallegan útsaumaðan jólasokk með nafninu sínu á. Jólasokkarnir eru dæmigert amerískt jólaskraut með pallíettum og útsaumi og eru fylltir með tróði. Þeir eru svo hengdir á arin, vegg eða út í glugga. „Á Þorláksmessukvöld er sett í sokkana ný nærföt, sokkar eða annað sem hægt er að vera í á aðfangadag, yfirleitt gjöf sem hægt er að nýta á einhvern hátt en ekkert sælgæti eða slíkt, það fá allir nóg af því á eftir,“ segir Helga og brosir.Jólasokkana sá Helga fyrst þegar hún fór til Halifax fyrir um tuttugu árum, þótti þeir sniðugir og keypti tvo. „Ég gerði þá auðvitað snarvitlaust, notaði ekkert tróð og var ekkert að lesa leiðbeiningarnar en svo fór ég seinna meir að lesa mér til og lærði að gera þetta eins og á að gera. Ég set allar pallíettur á og geri allan útsaum, svo sauma ég nafn þess sem á að fá sokkinn þannig að hver á sinn jólasokk. Núna er ég komin hringinn, búin að gera sokk fyrir alla, og þarf eiginlega að fara að búa til nýjan jólasokk handa þeim sem fengu fyrstir.“ Helga er mikil handavinnukona og hefur meðal annars gert jóladúka undir jólatré, póstpoka og skraut undir hnífapörin. „Jólatréð mitt er svo einungis skreytt með litlu bólstruðu skrauti í stíl við jólasokkana auk litlu óróanna frá Georg Jensen.“ Aðspurð hvort hún sé jólabarn segist Helga svo sannarlega vera það. „Til dæmis er ég fædd á jóladag. Ég elska jólin og þau eru eiginlega heilög hjá mér. Við förum alltaf í stórt jólaboð sem mamma mín heldur fyrir alla stórfjölskylduna. Svo koma margir vina minna hingað á jóladagskvöld og sitja hjá mér fram eftir nóttu í huggulegheitum. Það hefur verið hefð í mörg ár sem er mér ómetanleg. Þá slaka ég á og jólin eru komin.“Helga leggur glæsilega á borð um jólin. Skraut á disk og hnífapörum gerði hún sjálf.Jólatré Helgu er skreytt með litlu bólstr- uðu skrauti auk óróa frá Georg Jensen.Allir sokkarnir eru merktir með nafni.Jólasokkana sem Helga gerir er fallegt að hengja upp á arin, vegg eða glugga. Föndur Jólaskraut Mest lesið Þarf ekki að vera neitt ótrúlega flókið Jól Jólaneglurnar verða vínrauðar Jól Sönn jól eru góðar tilfinningar Jólin Þetta er sannkallað jólaþorp Jól Brotið blað um jól Jólin Létt jólaútgáfa af Mokka Jólin Eyrnakonfekt á aðventunni Jól Kraftaverkasveinn á svölunum Jól Skreytir tréð fyrsta sunnudag í aðventu Jól Herbert Guðmunds: Pekingönd ómissandi á aðfangadagskvöld Jól
Öll börn, barnabörn og tengdabörn Helgu Guðjónsdóttur eiga fallegan útsaumaðan jólasokk með nafninu sínu á. Jólasokkarnir eru dæmigert amerískt jólaskraut með pallíettum og útsaumi og eru fylltir með tróði. Þeir eru svo hengdir á arin, vegg eða út í glugga. „Á Þorláksmessukvöld er sett í sokkana ný nærföt, sokkar eða annað sem hægt er að vera í á aðfangadag, yfirleitt gjöf sem hægt er að nýta á einhvern hátt en ekkert sælgæti eða slíkt, það fá allir nóg af því á eftir,“ segir Helga og brosir.Jólasokkana sá Helga fyrst þegar hún fór til Halifax fyrir um tuttugu árum, þótti þeir sniðugir og keypti tvo. „Ég gerði þá auðvitað snarvitlaust, notaði ekkert tróð og var ekkert að lesa leiðbeiningarnar en svo fór ég seinna meir að lesa mér til og lærði að gera þetta eins og á að gera. Ég set allar pallíettur á og geri allan útsaum, svo sauma ég nafn þess sem á að fá sokkinn þannig að hver á sinn jólasokk. Núna er ég komin hringinn, búin að gera sokk fyrir alla, og þarf eiginlega að fara að búa til nýjan jólasokk handa þeim sem fengu fyrstir.“ Helga er mikil handavinnukona og hefur meðal annars gert jóladúka undir jólatré, póstpoka og skraut undir hnífapörin. „Jólatréð mitt er svo einungis skreytt með litlu bólstruðu skrauti í stíl við jólasokkana auk litlu óróanna frá Georg Jensen.“ Aðspurð hvort hún sé jólabarn segist Helga svo sannarlega vera það. „Til dæmis er ég fædd á jóladag. Ég elska jólin og þau eru eiginlega heilög hjá mér. Við förum alltaf í stórt jólaboð sem mamma mín heldur fyrir alla stórfjölskylduna. Svo koma margir vina minna hingað á jóladagskvöld og sitja hjá mér fram eftir nóttu í huggulegheitum. Það hefur verið hefð í mörg ár sem er mér ómetanleg. Þá slaka ég á og jólin eru komin.“Helga leggur glæsilega á borð um jólin. Skraut á disk og hnífapörum gerði hún sjálf.Jólatré Helgu er skreytt með litlu bólstr- uðu skrauti auk óróa frá Georg Jensen.Allir sokkarnir eru merktir með nafni.Jólasokkana sem Helga gerir er fallegt að hengja upp á arin, vegg eða glugga.
Föndur Jólaskraut Mest lesið Þarf ekki að vera neitt ótrúlega flókið Jól Jólaneglurnar verða vínrauðar Jól Sönn jól eru góðar tilfinningar Jólin Þetta er sannkallað jólaþorp Jól Brotið blað um jól Jólin Létt jólaútgáfa af Mokka Jólin Eyrnakonfekt á aðventunni Jól Kraftaverkasveinn á svölunum Jól Skreytir tréð fyrsta sunnudag í aðventu Jól Herbert Guðmunds: Pekingönd ómissandi á aðfangadagskvöld Jól