Spurt er: Hvernig leit Ísland út við landnám? Var það viði vaxið milli fjalls og fjöru, eins og Ari fróði skrifar í Íslendingabók?

Í Landnámabók segir að landið hafi orðið albyggt á sex áratugum.
„Svo allt í einu árið 930 er bara komið fólk allsstaðar,” segir Albína Hulda Pálsdóttir fornleifafræðingur en leitað verður svara um hversu hratt landið byggðist og hvernig landnemarnir dreifðust um landið.

Við kynnumst leyndardómum víkingaskipanna, sjóhæfni þeirra og burðarþoli og hversu hraðskreið þau voru. Rætt verður við skipasmiðinn og stýrimanninn Gunnar Marel Eggertsson, sem siglt hefur á tveimur víkingaskipum yfir úthafið.
Þá verður fjallað um athyglisverðar fornleifarannsóknir á landnámi Skagafjarðar, sem bandarískir háskólar standa fyrir í samvinnu við Byggðasafn Skagfirðinga.
Landnemarnir eru á dagskrá á mánudagskvöld klukkan 19.20, strax að loknum fréttum. Hér má sjá brot úr þættinum.