Golf

Ólafía: Ég finn mér alltaf eitthvað að gera | Tók gínuáskorunina

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, undirbýr sig þessa dagana fyrir lokaúrtökumót LPGA-mótaraðarinnar en Hörður Magnússon ræddi við Ólafíu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ólafía hefur verið á ferði og flugi undanfarnar vikur og keppt í Abu Dabí, Indlandi og Kína en hún nýtir tímann þessa dagana og hleður batteríin fyrir næsta mót.

„Ég fylgist með tímanum í landinu sem ég er  að fljúga til og reyndi að stýra svefninum eftir því. Svo nýtir maður allt þetta afþreyingarefni sem er í boði í flugvélunum,“ sagði Ólafía sem sagði Taj Mahal-höllina eftirminnilega.

Ólafía sem lærði frumkvöðlafræði í Wake Forest háskólanum í Bandaríkjunum  hefur selt myndir til að safna styrkjum en hún stakk upp á því að taka gínuáskorunina (e. mannequin challenge) að lokum.

Sjón er sögu ríkari en myndbandið frá þessu má sjá hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×