Notaði rjúpuna sem kodda í snjóbyrginu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. nóvember 2016 06:00 Fjölskylda Friðriks Rúnars tók á móti honum við Landspítalann í Fossvogi eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með hann. vísir/friðrik þór Ein fjölmennasta leitaraðgerð Landsbjargar frá upphafi fór fram um helgina þegar 450 björgunarsveitarmenn, frá nær öllum landshornum, leituðu Friðriks Rúnars Garðarssonar sem skilaði sér ekki til byggða eftir rjúpnaveiði á Einarsstöðum á Héraði á föstudagskvöld. Friðrik fannst heill á húfi í gærmorgunn. Álíka mannmargar leitir hafa allar spannað lengra leitartímabil. „Það bættist um metri af snjó við á meðan við vorum að leita. Landið var erfitt yfirferðar sökum þess auk þess að mikið var um bratta, kjarr og kletta,“ segir Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, formaður svæðisstjórnar á Austurlandi. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð á Egilstöðum fyrir leitarmenn en þar gistu á annað hundrað manns. „Það var strax tekin ákvörðun um að hefja fjölmenna leit og sífellt bætt í til að tryggja á svæðinu væri óþreytt fólk að leita,“ segir Þorsteinn Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Meðan það er von þá leitum við og menn voru ekki vonlitlir á að hann finndist á lífi.“ Friðrik var vel útbúinn að öðru leiti en því að hann skorti fjarksiptatæki til að láta vita af sér. Hann gróf sig í fönn í tvær nætur. Með honum í för var Labrador hundur en þeir héldu hita á hvor öðrum í mesta kuldanum. „Þetta var allur tilfinningaskalinn,“ segir Garðar Sigurvaldason faðir Friðriks Rúnars. Garðar var í Reykjavík þegar hann fékk fréttir af leitinni á föstudegi en flaug austur morguninn eftir. „Maður var agalega kvíðinn, listarlaus og ómögulegur. Hugur manns flakkaði frá fullkominni björgun yfir í það að maður myndi ekki sjá hann aftur.“ Garðar var í stjórnstöðinni á Egilsstöðum þegar fréttin um fund sonar hans barst þangað. „Maður hafði ímyndað sér hræðilega hluti og gríðarlega ógnvekjandi verkefni framundan. Sem betur fer snerist það í eintóma hamingju. Ég nánast „flikk flakkaði“ afturábak, öskraði og veinaði,“ segir Garðar. Það sem snart Garðar mest var að vinir sonar hans flykktust á Egilsstaði. Menn komu frá Dalvík, Akureyri, Selfossi, Vestmannaeyjum, Reykjavík að ógleymdum þyrluskíðamönnum úr Skíðadal. „Það var áberandi hve samstaðan var ofboðslega mikil og allir lögðust á eitt að veita andlegan stuðning.“ Markmið fararinnar var að veiða rjúpu og það tókst. „Hann veiddi eina rjúpu sem hann notaði sem kodda í báðum snjóbyrgjunum,“ segir Garðar að lokum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Veiðimanni á rjúpu bjargað Tengdar fréttir „Ég brotnaði aldrei niður eða svoleiðis“ 440 björgunarsveitarmenn af nær öllu landinu tóku þátt í leitinni að Friðriki Rúnari Garðarssyni sem týndist við rjúpnaveiðar á föstudag. 20. nóvember 2016 18:30 Ólýsanleg tilfinning að sjá ljósin á vélsleðanum Friðrik Rúnar Friðriksson fannst í morgun eftir að hafa orðið viðskila við vini sína á rjúpnaveiðum á föstudag. 20. nóvember 2016 15:34 Bróðir Friðriks Rúnars: „Takk allir“ Stefán segist vera þakklátur öllum sem tóku þátt í leitinni að Friðriki, sem fannst í dag eftir umfangsmikla leit. 20. nóvember 2016 21:18 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Ein fjölmennasta leitaraðgerð Landsbjargar frá upphafi fór fram um helgina þegar 450 björgunarsveitarmenn, frá nær öllum landshornum, leituðu Friðriks Rúnars Garðarssonar sem skilaði sér ekki til byggða eftir rjúpnaveiði á Einarsstöðum á Héraði á föstudagskvöld. Friðrik fannst heill á húfi í gærmorgunn. Álíka mannmargar leitir hafa allar spannað lengra leitartímabil. „Það bættist um metri af snjó við á meðan við vorum að leita. Landið var erfitt yfirferðar sökum þess auk þess að mikið var um bratta, kjarr og kletta,“ segir Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, formaður svæðisstjórnar á Austurlandi. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð á Egilstöðum fyrir leitarmenn en þar gistu á annað hundrað manns. „Það var strax tekin ákvörðun um að hefja fjölmenna leit og sífellt bætt í til að tryggja á svæðinu væri óþreytt fólk að leita,“ segir Þorsteinn Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Meðan það er von þá leitum við og menn voru ekki vonlitlir á að hann finndist á lífi.“ Friðrik var vel útbúinn að öðru leiti en því að hann skorti fjarksiptatæki til að láta vita af sér. Hann gróf sig í fönn í tvær nætur. Með honum í för var Labrador hundur en þeir héldu hita á hvor öðrum í mesta kuldanum. „Þetta var allur tilfinningaskalinn,“ segir Garðar Sigurvaldason faðir Friðriks Rúnars. Garðar var í Reykjavík þegar hann fékk fréttir af leitinni á föstudegi en flaug austur morguninn eftir. „Maður var agalega kvíðinn, listarlaus og ómögulegur. Hugur manns flakkaði frá fullkominni björgun yfir í það að maður myndi ekki sjá hann aftur.“ Garðar var í stjórnstöðinni á Egilsstöðum þegar fréttin um fund sonar hans barst þangað. „Maður hafði ímyndað sér hræðilega hluti og gríðarlega ógnvekjandi verkefni framundan. Sem betur fer snerist það í eintóma hamingju. Ég nánast „flikk flakkaði“ afturábak, öskraði og veinaði,“ segir Garðar. Það sem snart Garðar mest var að vinir sonar hans flykktust á Egilsstaði. Menn komu frá Dalvík, Akureyri, Selfossi, Vestmannaeyjum, Reykjavík að ógleymdum þyrluskíðamönnum úr Skíðadal. „Það var áberandi hve samstaðan var ofboðslega mikil og allir lögðust á eitt að veita andlegan stuðning.“ Markmið fararinnar var að veiða rjúpu og það tókst. „Hann veiddi eina rjúpu sem hann notaði sem kodda í báðum snjóbyrgjunum,“ segir Garðar að lokum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Veiðimanni á rjúpu bjargað Tengdar fréttir „Ég brotnaði aldrei niður eða svoleiðis“ 440 björgunarsveitarmenn af nær öllu landinu tóku þátt í leitinni að Friðriki Rúnari Garðarssyni sem týndist við rjúpnaveiðar á föstudag. 20. nóvember 2016 18:30 Ólýsanleg tilfinning að sjá ljósin á vélsleðanum Friðrik Rúnar Friðriksson fannst í morgun eftir að hafa orðið viðskila við vini sína á rjúpnaveiðum á föstudag. 20. nóvember 2016 15:34 Bróðir Friðriks Rúnars: „Takk allir“ Stefán segist vera þakklátur öllum sem tóku þátt í leitinni að Friðriki, sem fannst í dag eftir umfangsmikla leit. 20. nóvember 2016 21:18 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
„Ég brotnaði aldrei niður eða svoleiðis“ 440 björgunarsveitarmenn af nær öllu landinu tóku þátt í leitinni að Friðriki Rúnari Garðarssyni sem týndist við rjúpnaveiðar á föstudag. 20. nóvember 2016 18:30
Ólýsanleg tilfinning að sjá ljósin á vélsleðanum Friðrik Rúnar Friðriksson fannst í morgun eftir að hafa orðið viðskila við vini sína á rjúpnaveiðum á föstudag. 20. nóvember 2016 15:34
Bróðir Friðriks Rúnars: „Takk allir“ Stefán segist vera þakklátur öllum sem tóku þátt í leitinni að Friðriki, sem fannst í dag eftir umfangsmikla leit. 20. nóvember 2016 21:18
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent