Vill gerast atvinnumaður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. nóvember 2016 06:00 Systur með fimmtán gullverðlaun Eygló Ósk og Jóhanna Gerða Gústafsdætur voru afar sigursælar á Íslandsmeistaramótinu í 25 m laug sem fór fram um helgina. Þær hafa báðar tryggt sér keppnisrétt á HM í 25 m laug sem fer fram í Kanada í næsta mánuði. vísir/ernir Eygló Ósk Gústafsdóttir ætlar að byggja sig upp fyrir Ólympíuleikana í Tókýó sem atvinnumaður í sundi í Evrópu, fremur en að þekkjast boð um námsstyrk í Bandaríkjunum. Þetta staðfesti hún í samtali við Fréttablaðið. „Það er svo margt sem spilaði inn í þessa ákvörðun. En í grunninn tel ég að það hafi ekki verið rétti kosturinn fyrir mig að fara til Bandaríkjanna. Ég tel betra að finna mér stað í Evrópu þar sem ég get einbeitt mér algerlega að sundinu,“ segir Eygló Ósk, sem var valin íþróttamaður ársins í fyrra. Eygló Ósk er 21 árs og hefur verið að fá boð frá bandarískum háskólum í fimm ár. „Ég hef fengið ótal tölvupósta frá hinum ýmsu háskólum,“ segir hún. „En það lá alltaf fyrir hjá mér að klára menntaskólann á Íslandi fyrst. Það kom svo til greina hjá mér að fara til Bandaríkjanna eftir það en ég ákvað að það væri ekki fyrir mig.“Eygló ætlar að gerast atvinnumaður.vísir/ernirByrja á fullu í janúar Eygló Ósk hefur tekið því rólega síðan hún keppti á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Þar komst hún í úrslit í 200 m baksundi og hafði þar með betur í samkeppni við marga fyrrverandi heims- og Ólympíumeistara. En þrátt fyrir að hafa tekið því rólega, ætlar hún ekki að slá slöku við. „Í janúar byrja ég að æfa á fullu og mun ekki hætta fyrr en að Ólympíuleikunum í Tókýó kemur. Ég hef enn rosalega mikinn metnað fyrir því sem ég vil gera en það er líka nauðsynlegt að taka sér hlé þegar tækifæri gefst, ekki síst fyrir andlegu hliðina,“ bætir hún við. Þess ber þó að geta að þrátt fyrir að hafa haft hægt um sig hefur hún æft daglega í sundlauginni.Keppa um peningaverðlaun Næst á dagskrá er að finna sér vettvang þar sem hún verður næstu þrjú og hálfa árið. Í því skyni hefur hún verið að þreifa fyrir sér og prófaði í haust að vera í æfingabúðum í Frakklandi. „Ég dýrka þjálfarann minn á Íslandi og gæti vel hugsað mér að vera áfram hér, ef ég hefði líka stórt keppnislið á bak við mig. En fyrst svo er ekki verður maður að leita annað,“ útskýrir hún. „Fyrst og fremst vil ég finna mér góðan stað þar sem ég get einbeitt mér að sundi án þess að hafa áhyggjur af fjárhagslegu hliðinni. Það er hægt að finna sér keppnislið þar sem maður er á launum og keppa á mótum þar sem peningaverðlaun eru í boði,“ segir hún. „Ég er tilbúin að prófa allt þar sem góð tækifæri eru í boði. En ég ætla að flýta mér hægt og taka mér góðan tíma til að taka endanlega ákvörðun.“ Sund Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir ætlar að byggja sig upp fyrir Ólympíuleikana í Tókýó sem atvinnumaður í sundi í Evrópu, fremur en að þekkjast boð um námsstyrk í Bandaríkjunum. Þetta staðfesti hún í samtali við Fréttablaðið. „Það er svo margt sem spilaði inn í þessa ákvörðun. En í grunninn tel ég að það hafi ekki verið rétti kosturinn fyrir mig að fara til Bandaríkjanna. Ég tel betra að finna mér stað í Evrópu þar sem ég get einbeitt mér algerlega að sundinu,“ segir Eygló Ósk, sem var valin íþróttamaður ársins í fyrra. Eygló Ósk er 21 árs og hefur verið að fá boð frá bandarískum háskólum í fimm ár. „Ég hef fengið ótal tölvupósta frá hinum ýmsu háskólum,“ segir hún. „En það lá alltaf fyrir hjá mér að klára menntaskólann á Íslandi fyrst. Það kom svo til greina hjá mér að fara til Bandaríkjanna eftir það en ég ákvað að það væri ekki fyrir mig.“Eygló ætlar að gerast atvinnumaður.vísir/ernirByrja á fullu í janúar Eygló Ósk hefur tekið því rólega síðan hún keppti á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Þar komst hún í úrslit í 200 m baksundi og hafði þar með betur í samkeppni við marga fyrrverandi heims- og Ólympíumeistara. En þrátt fyrir að hafa tekið því rólega, ætlar hún ekki að slá slöku við. „Í janúar byrja ég að æfa á fullu og mun ekki hætta fyrr en að Ólympíuleikunum í Tókýó kemur. Ég hef enn rosalega mikinn metnað fyrir því sem ég vil gera en það er líka nauðsynlegt að taka sér hlé þegar tækifæri gefst, ekki síst fyrir andlegu hliðina,“ bætir hún við. Þess ber þó að geta að þrátt fyrir að hafa haft hægt um sig hefur hún æft daglega í sundlauginni.Keppa um peningaverðlaun Næst á dagskrá er að finna sér vettvang þar sem hún verður næstu þrjú og hálfa árið. Í því skyni hefur hún verið að þreifa fyrir sér og prófaði í haust að vera í æfingabúðum í Frakklandi. „Ég dýrka þjálfarann minn á Íslandi og gæti vel hugsað mér að vera áfram hér, ef ég hefði líka stórt keppnislið á bak við mig. En fyrst svo er ekki verður maður að leita annað,“ útskýrir hún. „Fyrst og fremst vil ég finna mér góðan stað þar sem ég get einbeitt mér að sundi án þess að hafa áhyggjur af fjárhagslegu hliðinni. Það er hægt að finna sér keppnislið þar sem maður er á launum og keppa á mótum þar sem peningaverðlaun eru í boði,“ segir hún. „Ég er tilbúin að prófa allt þar sem góð tækifæri eru í boði. En ég ætla að flýta mér hægt og taka mér góðan tíma til að taka endanlega ákvörðun.“
Sund Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira