Glys og glamúr um hátíðarnar Sólveig Gísladóttir skrifar 26. nóvember 2016 12:00 Sigurlaug Dröfn farðaði Tönju Ýr Ástþórsdóttur, ungfrú Ísland árið 2013. Mynd/Eyþór Förðunarmeistarinn Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir, annar eigandi Reyjavik Makeup School, sýnir útfærslu af hátíðarförðun. Hún ákvað að gera mjúka glysförðun með dökkum vörum í gylltum og fjólubleikum tónum. Hér lýsir hún aðferðinni og þeim vörum sem hún notaði.Falleg förðun að hætti Sigurlaugar Drafnar.Augu Sigurlaug byrjar á augunum þar þar sem augnskuggi sem hrynur niður getur skemmt húðförðunina. „Ég notaði blöndu af Paint pot frá MAC og einnig glimmer augnskuggagrunn frá NYX sem heitir Base with pearl. Þetta er hvítur glimmergrunnur sem ég nota rosalega lítið af og blanda honum vel inn í húðina svo hann verði glær með glimmeri. Því næst byrjaði ég að mynda skygginguna með ljósfjólubláum augnskugga, bleikum, plómulituðum og dökk fjólubláum. Hægt er að finna svona litatóna í öllum merkjum.“ Sigurlaug byrjaði á því að mynda stórt C með ljósbleikum og fjóluláum lit upp á augnbeinið. „Síðan byrjaði ég að dýpka skygginguna með hinum litunum. Ég fer aldrei jafn hátt með dökku litina eins og þá ljósustu því ég vil sjá ljósan fallegan blæ á augnbeininu þegar fyrirsætan opnar augun. Oft er gott að miða við glóbuslínuna og blanda litnum rétt fyrir ofan hana á beininu.“ Á augnlokið sjálft notaði hún lit sem er í miklu uppáhaldi en er ekki fáanlegur á Íslandi, Golden Peach frá Tom Ford.Húð Sigurlaug notaði farðagrunn frá Smashbox, Photo finish clear. Því næst nýjan farða frá Make Up Store sem heitir Sculpt Excellence sem Sigurlaug segir að þekji vel. Að lokum notaði hún Finish Loose Powder frá Chanel létt yfir andlitið til að festa farðann. „Undir augun notaði ég Naked Skin Concealer frá UD og svo Reflex Cover til að birta undir augunum en það er eitthvað sem ég nota alltaf í allar farðanir og get ekki verið án. Síðan setti ég Laura Mercier Translucent Setting Powder rétt undir til að festa hyljarann en mjög lítið af því.“ Í skyggingu notaði hún Highlight & Contour pro palette frá NYX og blandaði svo saman tveimur kinnalitum, Coral Lace frá Make Up store og Ombre Blush frá NYX í litnum Soft Flush. „Ég blandaði svo saman tveimur highlightum úr Strobe of Genius Illuminating pallettunni frá NYX en sú palletta er í mjög miklu uppáhaldi núna og hægt að blanda saman mismunandi tónum af highlighterum.“Augnhár og varir Sigurlaug notaði gerviaugnhár frá Tanja Ýr lashes, í stílnum Reykjavík frá 3D collection. „Á varirnar notaði ég varalit frá MAC sem heitir Rebel og dökkan blýant til að móta varirnar,” lýsir Sigurlaug.Lokaútlit Sigurlaug lauk verkinum með því að spreyja yfir andlitið með setting spray frá UD og örlitlu af FIX+. „Það er mjög mikilvægt svo ekki sjáist púðuráferð auk þess sem FIX+ ýkir highlighterinn á kinnbeinunum.“ Hárið var að lokum stíliserað með ROD 4 keilujárninu frá HH Simonsen sem er í uppáhaldi hjá Sigurlaugu. Jól Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Á jólunum er gleði og gaman Jól Gilsbakkaþula Jól Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Nótur fyrir píanó Jól Sósan má ekki klikka Jól Jólaguðspjallið Jól
Förðunarmeistarinn Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir, annar eigandi Reyjavik Makeup School, sýnir útfærslu af hátíðarförðun. Hún ákvað að gera mjúka glysförðun með dökkum vörum í gylltum og fjólubleikum tónum. Hér lýsir hún aðferðinni og þeim vörum sem hún notaði.Falleg förðun að hætti Sigurlaugar Drafnar.Augu Sigurlaug byrjar á augunum þar þar sem augnskuggi sem hrynur niður getur skemmt húðförðunina. „Ég notaði blöndu af Paint pot frá MAC og einnig glimmer augnskuggagrunn frá NYX sem heitir Base with pearl. Þetta er hvítur glimmergrunnur sem ég nota rosalega lítið af og blanda honum vel inn í húðina svo hann verði glær með glimmeri. Því næst byrjaði ég að mynda skygginguna með ljósfjólubláum augnskugga, bleikum, plómulituðum og dökk fjólubláum. Hægt er að finna svona litatóna í öllum merkjum.“ Sigurlaug byrjaði á því að mynda stórt C með ljósbleikum og fjóluláum lit upp á augnbeinið. „Síðan byrjaði ég að dýpka skygginguna með hinum litunum. Ég fer aldrei jafn hátt með dökku litina eins og þá ljósustu því ég vil sjá ljósan fallegan blæ á augnbeininu þegar fyrirsætan opnar augun. Oft er gott að miða við glóbuslínuna og blanda litnum rétt fyrir ofan hana á beininu.“ Á augnlokið sjálft notaði hún lit sem er í miklu uppáhaldi en er ekki fáanlegur á Íslandi, Golden Peach frá Tom Ford.Húð Sigurlaug notaði farðagrunn frá Smashbox, Photo finish clear. Því næst nýjan farða frá Make Up Store sem heitir Sculpt Excellence sem Sigurlaug segir að þekji vel. Að lokum notaði hún Finish Loose Powder frá Chanel létt yfir andlitið til að festa farðann. „Undir augun notaði ég Naked Skin Concealer frá UD og svo Reflex Cover til að birta undir augunum en það er eitthvað sem ég nota alltaf í allar farðanir og get ekki verið án. Síðan setti ég Laura Mercier Translucent Setting Powder rétt undir til að festa hyljarann en mjög lítið af því.“ Í skyggingu notaði hún Highlight & Contour pro palette frá NYX og blandaði svo saman tveimur kinnalitum, Coral Lace frá Make Up store og Ombre Blush frá NYX í litnum Soft Flush. „Ég blandaði svo saman tveimur highlightum úr Strobe of Genius Illuminating pallettunni frá NYX en sú palletta er í mjög miklu uppáhaldi núna og hægt að blanda saman mismunandi tónum af highlighterum.“Augnhár og varir Sigurlaug notaði gerviaugnhár frá Tanja Ýr lashes, í stílnum Reykjavík frá 3D collection. „Á varirnar notaði ég varalit frá MAC sem heitir Rebel og dökkan blýant til að móta varirnar,” lýsir Sigurlaug.Lokaútlit Sigurlaug lauk verkinum með því að spreyja yfir andlitið með setting spray frá UD og örlitlu af FIX+. „Það er mjög mikilvægt svo ekki sjáist púðuráferð auk þess sem FIX+ ýkir highlighterinn á kinnbeinunum.“ Hárið var að lokum stíliserað með ROD 4 keilujárninu frá HH Simonsen sem er í uppáhaldi hjá Sigurlaugu.
Jól Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Á jólunum er gleði og gaman Jól Gilsbakkaþula Jól Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Nótur fyrir píanó Jól Sósan má ekki klikka Jól Jólaguðspjallið Jól