Síldarglaðningur á aðventunni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 14:00 Á diskinum er kryddlegin síld og síldartartar með soðnu eggi, kartöflum, rúgbrauði, þurrkuðum beltisþara, loðnuhrognum, dilli og svo brennivínsstaup. Vísir/Ernir „Ég hef alltaf verið talsmaður fisksins og oft algerlega skipt kjöti út á aðventunni fyrir fisk,“ segir Sveinn Kjartansson, matreiðslumeistari á Aalto Bistro í Norræna húsinu. Hann segir uppistöðuna í sinni matreiðslu þar vera fiskmeti og grænmeti í svipuðum hlutföllum. „Í sambandi við fiskinn legg ég áherslu á þetta klassíska sem er náttúrlega síldin, líka lax í ýmsu formi og svo humar,“ lýsir hann. Sveinn útbjó fyrir okkur annars vegar síldarrétt og hinsvegar laxarétt, einfalda fallega og holla. Hér eru leiðbeiningar frá honum um gerð þeirra. Síldarglaðningurinn Hráefni: Marinerað síldarflak Egg Soðin kartafla Rauðlaukur Rúgbrauð Þurrkaður beltisþari Loðnuhrogn Dill Valhnetur Rósapipar Harðsjóðið eggið og kælið. Takið það í sundur og þvoið hvítuna þannig að hún sé alveg hrein. Skerið kartöfluna í bita og ristið hana í ofni, ásamt valhnetunum. Skerið rúgbrauðið í teninga. Leggið marinerað síldarflakið á disk. Berið fram með bökuðum kartöfluteningum og valhnetum sem stráð er á diskinn, skerið rúgbrauðið í teninga og stráið þeim einnig á diskinn. Takið harðsoðið egg og skerið eggjahvítuna í teninga og setjið á diskinn á milli kartöflunnar og brauðsins. Setjið eggjarauðuna heila á diskinn og loðnuhrognin ofan á og einnig inn á milli kartaflnanna og eggjanna. Myljið rósapipar yfir ásamt þurrkuðum beltisþara í flögum og fersku dilli. Setjið snaps í glas og berið fram með.Sveinn, vert á Aalto Bistro í Norræna húsinu, segir fisk og grænmeti til helminga uppistöðuna í sinni matargerð.Síldartartar 400 g kryddlegin síld í bitum 1 rautt chilli 4 stilkar kóríander Smá bútur engifer 1 rauðlaukur Safi úr ½ límónu Nýmulinn pipar. Saxið síldina frekar fínt, saxið chilli, engifer og kóríander saman við. Kreistið límónusafann saman við, piprið og blandið saman og látið standa í ca. 40 mínútur í kæli fyrir neyslu.Brauð með reyktum laxi og laxafrauði, skreytt með agúrkum, spínati, salatblöðum, soðnu eggi og fræjum. Vísir/ErnirLax á brauði Hráefni: Gróft brauð Reyktur lax í sneiðum Soðinn lax Rjómasletta Ferskar jurtir að eigin vali Reyktur lax í sneiðum er lagður á gróft brauð Þar ofan á er sett laxafrauð sem gert er á eftirfarandi hátt: Soðinn lax og reyktur lax eru maukaðir í matvinnsluvél. Út í maukið er sett smávegis af léttþeyttum rjóma og smávegis af ferskum jurtum sem fyrir hendi eru. Hrært létt. Brauðið er svo skreytt eftir smekk hvers og eins. Greinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira
„Ég hef alltaf verið talsmaður fisksins og oft algerlega skipt kjöti út á aðventunni fyrir fisk,“ segir Sveinn Kjartansson, matreiðslumeistari á Aalto Bistro í Norræna húsinu. Hann segir uppistöðuna í sinni matreiðslu þar vera fiskmeti og grænmeti í svipuðum hlutföllum. „Í sambandi við fiskinn legg ég áherslu á þetta klassíska sem er náttúrlega síldin, líka lax í ýmsu formi og svo humar,“ lýsir hann. Sveinn útbjó fyrir okkur annars vegar síldarrétt og hinsvegar laxarétt, einfalda fallega og holla. Hér eru leiðbeiningar frá honum um gerð þeirra. Síldarglaðningurinn Hráefni: Marinerað síldarflak Egg Soðin kartafla Rauðlaukur Rúgbrauð Þurrkaður beltisþari Loðnuhrogn Dill Valhnetur Rósapipar Harðsjóðið eggið og kælið. Takið það í sundur og þvoið hvítuna þannig að hún sé alveg hrein. Skerið kartöfluna í bita og ristið hana í ofni, ásamt valhnetunum. Skerið rúgbrauðið í teninga. Leggið marinerað síldarflakið á disk. Berið fram með bökuðum kartöfluteningum og valhnetum sem stráð er á diskinn, skerið rúgbrauðið í teninga og stráið þeim einnig á diskinn. Takið harðsoðið egg og skerið eggjahvítuna í teninga og setjið á diskinn á milli kartöflunnar og brauðsins. Setjið eggjarauðuna heila á diskinn og loðnuhrognin ofan á og einnig inn á milli kartaflnanna og eggjanna. Myljið rósapipar yfir ásamt þurrkuðum beltisþara í flögum og fersku dilli. Setjið snaps í glas og berið fram með.Sveinn, vert á Aalto Bistro í Norræna húsinu, segir fisk og grænmeti til helminga uppistöðuna í sinni matargerð.Síldartartar 400 g kryddlegin síld í bitum 1 rautt chilli 4 stilkar kóríander Smá bútur engifer 1 rauðlaukur Safi úr ½ límónu Nýmulinn pipar. Saxið síldina frekar fínt, saxið chilli, engifer og kóríander saman við. Kreistið límónusafann saman við, piprið og blandið saman og látið standa í ca. 40 mínútur í kæli fyrir neyslu.Brauð með reyktum laxi og laxafrauði, skreytt með agúrkum, spínati, salatblöðum, soðnu eggi og fræjum. Vísir/ErnirLax á brauði Hráefni: Gróft brauð Reyktur lax í sneiðum Soðinn lax Rjómasletta Ferskar jurtir að eigin vali Reyktur lax í sneiðum er lagður á gróft brauð Þar ofan á er sett laxafrauð sem gert er á eftirfarandi hátt: Soðinn lax og reyktur lax eru maukaðir í matvinnsluvél. Út í maukið er sett smávegis af léttþeyttum rjóma og smávegis af ferskum jurtum sem fyrir hendi eru. Hrært létt. Brauðið er svo skreytt eftir smekk hvers og eins. Greinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira