Stór dagur hjá Ólafíu Þórunni: Ætlar bara að halda sér í núinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2016 06:00 Ólafía Þórunn leitaði ráða hjá sér reyndari kylfingum. MYND/LET/TRISTAN JONES Ólafía Þórunn Kristinsdóttir stígur stórt skref fyrir íslenska kylfinga í dag þegar hún hefur keppni á lokaúrtökumótinu þar sem 157 kylfingar keppa um tuttugu laus sæti á sterkustu atvinnumótaröð kvenna. Í þessum sporum hefur íslensk kona aldrei staðið áður. Ólafía Þórunn spilar fyrsta hringinn á Hills-vellinum og slær hún fyrsta höggið í dag klukkan 14.17 að íslenskum tíma sem er klukkan 9.17 að staðartíma.Reynir að vera afslöppuð „Mér líður bara vel. Ég ætla að fara inn í þetta mót alveg eins og hin tvö stigin. Reyna að vera afslöppuð með engar væntingar, þolinmóð og gera mitt besta,“ segir Ólafía. Hún lék á fimm höggum undir pari á fyrsta úrtökumótinu (5. sæti) og á parinu á öðru stiginu (12. sæti). Hún hefur með árangri sínum á öðru stiginu þegar tryggt sér keppnisrétt á Symetra-mótaröðinni sem er næststerkasta mótaröðin. „Ég mætti snemma á staðinn til að venjast grasinu og hefja hörkuæfingar. Svo núna er komið að því bara að halda æfingunum við og spara kraftana. Þetta er svo rosalega langt mót að það er mjög mikilvægt að hvíla sig síðustu tvo dagana fyrir keppni,“ segir Ólafía. Hún skipulagði tímann vel fram að móti. „Ég fékk ráðleggingar frá nokkrum leikmönnum sem hafa spilað hérna áður og komist inn á mótaröðina. Þær mæltu með því að spila ótrúlega mikið snemma í vikunni og æfa vel. Svo taka bara níu holur síðustu tvo dagana fyrir mótið og léttar æfingar. Þannig að ég er búin að spila fjórum sinnum 18 holur,“ segir Ólafía. Hún talaði bæði við Cheyenne Woods sem var með henni í Wake Forest og svo hitti hún tvo kylfinga á mótum hjá LET. „Það var gott að staðfesta að það sem ég var að gera var besti mögulegi undirbúningurinn,“ segir Ólafía.Vandræði eftir klukkan níu Hún hefur spilað mjög mikið golf síðan hún kom út 21. nóvember síðastliðinn. „Ég er í vandræðum með að halda mér vakandi lengur en til níu á kvöldin. En það er fínt því þá get ég byrjað daginn snemma,“ segir Ólafía og bætir við: „Líkaminn er ágætur, en hefur verið betri. En ég þarf bara að vera dugleg að teygja og gera léttar æfingar. Ég fór líka í nudd,“ sagði Ólafía. Hún þurfti tíma til að venjast öðruvísi grasi en var til dæmis á golfvöllunum á Evrópumótaröðinni. „Hérna er bermúdagras. Það er mjög þétt gras og því öðruvísi að slá úr því. Maður þarf að vera extra ákveðinn,“ segir Ólafía. Hún hefur líka notað tímann til að læra á vellina tvo þar sem lokaúrtökumótið verður að þessu sinni. „Hills-völlurinn er talinn þrengri og flatirnar þar eru pínulitlar. Jones-völlurinn er aðeins opnari og flatirnar með miklu landslagi. Þetta eru báðir skemmtilegir vellir,“ segir Ólafía sem heldur vel utan um allt leikskipulagið sitt. „Ég skrifa niður á hverja einustu síðu mið af teig og punkta svo aukalega niður ef það er eitthvað sem ég þarf að hafa í huga,“ segir Ólafía en taktíkbókin hennar er aldrei langt undan. Ólafía fór heilan hring í kringum hnöttinn á 48 dögum en fékk síðan smá tíma heima á Íslandi. „Það var frábært að komast heim. Ég er reyndar aldrei uppteknari en þegar ég er á Íslandi enda með alveg fulla dagskrá,“ segir Ólafía. Ólafía kynntist ýmsu á mótum sínum í Asíu.Hugsa sem minnst um það „Ég tel alla reynslu vera góða reynslu. Bæði góðu hlutina og slæmu hlutina sem hafa gerst á golfvellinum. Maður lærir af öllu,“ segir Ólafía en hvaða þýðingu hefði það fyrir hana að komast inn á LPGA-mótaröðina í Bandaríkjunum? „Ég reyni að hugsa sem minnst um það núna. Bara að halda mér í núinu og svo sjáum við til,“ sagði Ólafía að lokum. Golf Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir stígur stórt skref fyrir íslenska kylfinga í dag þegar hún hefur keppni á lokaúrtökumótinu þar sem 157 kylfingar keppa um tuttugu laus sæti á sterkustu atvinnumótaröð kvenna. Í þessum sporum hefur íslensk kona aldrei staðið áður. Ólafía Þórunn spilar fyrsta hringinn á Hills-vellinum og slær hún fyrsta höggið í dag klukkan 14.17 að íslenskum tíma sem er klukkan 9.17 að staðartíma.Reynir að vera afslöppuð „Mér líður bara vel. Ég ætla að fara inn í þetta mót alveg eins og hin tvö stigin. Reyna að vera afslöppuð með engar væntingar, þolinmóð og gera mitt besta,“ segir Ólafía. Hún lék á fimm höggum undir pari á fyrsta úrtökumótinu (5. sæti) og á parinu á öðru stiginu (12. sæti). Hún hefur með árangri sínum á öðru stiginu þegar tryggt sér keppnisrétt á Symetra-mótaröðinni sem er næststerkasta mótaröðin. „Ég mætti snemma á staðinn til að venjast grasinu og hefja hörkuæfingar. Svo núna er komið að því bara að halda æfingunum við og spara kraftana. Þetta er svo rosalega langt mót að það er mjög mikilvægt að hvíla sig síðustu tvo dagana fyrir keppni,“ segir Ólafía. Hún skipulagði tímann vel fram að móti. „Ég fékk ráðleggingar frá nokkrum leikmönnum sem hafa spilað hérna áður og komist inn á mótaröðina. Þær mæltu með því að spila ótrúlega mikið snemma í vikunni og æfa vel. Svo taka bara níu holur síðustu tvo dagana fyrir mótið og léttar æfingar. Þannig að ég er búin að spila fjórum sinnum 18 holur,“ segir Ólafía. Hún talaði bæði við Cheyenne Woods sem var með henni í Wake Forest og svo hitti hún tvo kylfinga á mótum hjá LET. „Það var gott að staðfesta að það sem ég var að gera var besti mögulegi undirbúningurinn,“ segir Ólafía.Vandræði eftir klukkan níu Hún hefur spilað mjög mikið golf síðan hún kom út 21. nóvember síðastliðinn. „Ég er í vandræðum með að halda mér vakandi lengur en til níu á kvöldin. En það er fínt því þá get ég byrjað daginn snemma,“ segir Ólafía og bætir við: „Líkaminn er ágætur, en hefur verið betri. En ég þarf bara að vera dugleg að teygja og gera léttar æfingar. Ég fór líka í nudd,“ sagði Ólafía. Hún þurfti tíma til að venjast öðruvísi grasi en var til dæmis á golfvöllunum á Evrópumótaröðinni. „Hérna er bermúdagras. Það er mjög þétt gras og því öðruvísi að slá úr því. Maður þarf að vera extra ákveðinn,“ segir Ólafía. Hún hefur líka notað tímann til að læra á vellina tvo þar sem lokaúrtökumótið verður að þessu sinni. „Hills-völlurinn er talinn þrengri og flatirnar þar eru pínulitlar. Jones-völlurinn er aðeins opnari og flatirnar með miklu landslagi. Þetta eru báðir skemmtilegir vellir,“ segir Ólafía sem heldur vel utan um allt leikskipulagið sitt. „Ég skrifa niður á hverja einustu síðu mið af teig og punkta svo aukalega niður ef það er eitthvað sem ég þarf að hafa í huga,“ segir Ólafía en taktíkbókin hennar er aldrei langt undan. Ólafía fór heilan hring í kringum hnöttinn á 48 dögum en fékk síðan smá tíma heima á Íslandi. „Það var frábært að komast heim. Ég er reyndar aldrei uppteknari en þegar ég er á Íslandi enda með alveg fulla dagskrá,“ segir Ólafía. Ólafía kynntist ýmsu á mótum sínum í Asíu.Hugsa sem minnst um það „Ég tel alla reynslu vera góða reynslu. Bæði góðu hlutina og slæmu hlutina sem hafa gerst á golfvellinum. Maður lærir af öllu,“ segir Ólafía en hvaða þýðingu hefði það fyrir hana að komast inn á LPGA-mótaröðina í Bandaríkjunum? „Ég reyni að hugsa sem minnst um það núna. Bara að halda mér í núinu og svo sjáum við til,“ sagði Ólafía að lokum.
Golf Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira