Afþakkar 600 þúsund króna launahækkun og gagnrýnir kjararáð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Gunnar I. Birgisson segir Alþingi hljóta að breyta niðurstöðu kjararáðs. „Þetta er ekki til eftirbreytni þannig að það var fljótafgreitt af minni hálfu,“ segir Gunnar I. Birgisson, sem afþakkað hefur mikla launahækkun sem bæjarstjóri í Fjallabyggð. Samkvæmt ákvörðun kjararáðs um 44 prósenta hækkun á þingfararkaupi áttu mánaðarlaun Gunnars að hækka um 600 þúsund krónur þar sem bæjarstjóralaunin taka mið af þingfararkaupinu. „Mér finnst þessi úrskurður vægast sagt sérkennilegur. Og það var bæði mín hugsun og niðurstaða að taka þetta ekki. Ég náttúrlega þekki ekki forsendurnar sem þetta fólk vinnur eftir en þetta er algerlega úr takti,“ segir Gunnar, sem tekur þó skýrt fram að hann hafi verið fylgjandi því að hækka laun alþingismanna. „En þetta er kannski of mikið í lagt. Menn hljóta að breyta þessu eitthvað, ég trúi ekki öðru. Ég veit bara ekki hvaða heimildir þingið hefur til að gera það en mér finnst þetta út úr kortinu,“ segir bæjarstjórinn. „Ég bara veit það ekki, ég hef nú ekkert verið að auglýsa þetta,“ svarar Gunnar aðspurður um viðbrögðin við ákvörðun hans. „Ég tilkynnti það bara launafulltrúanum að vera ekki að bæta þessu á mín laun.“ Laun annarra starfsmanna í Fjallabyggð og þóknanir bæjarfulltrúa eru ekki tengd þingfararkaupi. Í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær var frestað afgreiðslu tillögu minnihluta Samfylkingar og Vinstri grænna um að nýjasta ákvörðun kjararáðs hafi ekki áhrif á launakjör bæjarfulltrúa í Hafnarfirði. „Það eru kaldar kveðjur til almennra launþega sem ekki hafa fengið viðlíka hækkanir á sínum launakjörum,“ bókaði minnihlutinn vegna frestunar meirihlutans sem vill bíða eftir útspili frá Alþingi eins og mörg sveitarfélög. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
„Þetta er ekki til eftirbreytni þannig að það var fljótafgreitt af minni hálfu,“ segir Gunnar I. Birgisson, sem afþakkað hefur mikla launahækkun sem bæjarstjóri í Fjallabyggð. Samkvæmt ákvörðun kjararáðs um 44 prósenta hækkun á þingfararkaupi áttu mánaðarlaun Gunnars að hækka um 600 þúsund krónur þar sem bæjarstjóralaunin taka mið af þingfararkaupinu. „Mér finnst þessi úrskurður vægast sagt sérkennilegur. Og það var bæði mín hugsun og niðurstaða að taka þetta ekki. Ég náttúrlega þekki ekki forsendurnar sem þetta fólk vinnur eftir en þetta er algerlega úr takti,“ segir Gunnar, sem tekur þó skýrt fram að hann hafi verið fylgjandi því að hækka laun alþingismanna. „En þetta er kannski of mikið í lagt. Menn hljóta að breyta þessu eitthvað, ég trúi ekki öðru. Ég veit bara ekki hvaða heimildir þingið hefur til að gera það en mér finnst þetta út úr kortinu,“ segir bæjarstjórinn. „Ég bara veit það ekki, ég hef nú ekkert verið að auglýsa þetta,“ svarar Gunnar aðspurður um viðbrögðin við ákvörðun hans. „Ég tilkynnti það bara launafulltrúanum að vera ekki að bæta þessu á mín laun.“ Laun annarra starfsmanna í Fjallabyggð og þóknanir bæjarfulltrúa eru ekki tengd þingfararkaupi. Í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær var frestað afgreiðslu tillögu minnihluta Samfylkingar og Vinstri grænna um að nýjasta ákvörðun kjararáðs hafi ekki áhrif á launakjör bæjarfulltrúa í Hafnarfirði. „Það eru kaldar kveðjur til almennra launþega sem ekki hafa fengið viðlíka hækkanir á sínum launakjörum,“ bókaði minnihlutinn vegna frestunar meirihlutans sem vill bíða eftir útspili frá Alþingi eins og mörg sveitarfélög. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira