Afþakkar 600 þúsund króna launahækkun og gagnrýnir kjararáð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Gunnar I. Birgisson segir Alþingi hljóta að breyta niðurstöðu kjararáðs. „Þetta er ekki til eftirbreytni þannig að það var fljótafgreitt af minni hálfu,“ segir Gunnar I. Birgisson, sem afþakkað hefur mikla launahækkun sem bæjarstjóri í Fjallabyggð. Samkvæmt ákvörðun kjararáðs um 44 prósenta hækkun á þingfararkaupi áttu mánaðarlaun Gunnars að hækka um 600 þúsund krónur þar sem bæjarstjóralaunin taka mið af þingfararkaupinu. „Mér finnst þessi úrskurður vægast sagt sérkennilegur. Og það var bæði mín hugsun og niðurstaða að taka þetta ekki. Ég náttúrlega þekki ekki forsendurnar sem þetta fólk vinnur eftir en þetta er algerlega úr takti,“ segir Gunnar, sem tekur þó skýrt fram að hann hafi verið fylgjandi því að hækka laun alþingismanna. „En þetta er kannski of mikið í lagt. Menn hljóta að breyta þessu eitthvað, ég trúi ekki öðru. Ég veit bara ekki hvaða heimildir þingið hefur til að gera það en mér finnst þetta út úr kortinu,“ segir bæjarstjórinn. „Ég bara veit það ekki, ég hef nú ekkert verið að auglýsa þetta,“ svarar Gunnar aðspurður um viðbrögðin við ákvörðun hans. „Ég tilkynnti það bara launafulltrúanum að vera ekki að bæta þessu á mín laun.“ Laun annarra starfsmanna í Fjallabyggð og þóknanir bæjarfulltrúa eru ekki tengd þingfararkaupi. Í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær var frestað afgreiðslu tillögu minnihluta Samfylkingar og Vinstri grænna um að nýjasta ákvörðun kjararáðs hafi ekki áhrif á launakjör bæjarfulltrúa í Hafnarfirði. „Það eru kaldar kveðjur til almennra launþega sem ekki hafa fengið viðlíka hækkanir á sínum launakjörum,“ bókaði minnihlutinn vegna frestunar meirihlutans sem vill bíða eftir útspili frá Alþingi eins og mörg sveitarfélög. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Þetta er ekki til eftirbreytni þannig að það var fljótafgreitt af minni hálfu,“ segir Gunnar I. Birgisson, sem afþakkað hefur mikla launahækkun sem bæjarstjóri í Fjallabyggð. Samkvæmt ákvörðun kjararáðs um 44 prósenta hækkun á þingfararkaupi áttu mánaðarlaun Gunnars að hækka um 600 þúsund krónur þar sem bæjarstjóralaunin taka mið af þingfararkaupinu. „Mér finnst þessi úrskurður vægast sagt sérkennilegur. Og það var bæði mín hugsun og niðurstaða að taka þetta ekki. Ég náttúrlega þekki ekki forsendurnar sem þetta fólk vinnur eftir en þetta er algerlega úr takti,“ segir Gunnar, sem tekur þó skýrt fram að hann hafi verið fylgjandi því að hækka laun alþingismanna. „En þetta er kannski of mikið í lagt. Menn hljóta að breyta þessu eitthvað, ég trúi ekki öðru. Ég veit bara ekki hvaða heimildir þingið hefur til að gera það en mér finnst þetta út úr kortinu,“ segir bæjarstjórinn. „Ég bara veit það ekki, ég hef nú ekkert verið að auglýsa þetta,“ svarar Gunnar aðspurður um viðbrögðin við ákvörðun hans. „Ég tilkynnti það bara launafulltrúanum að vera ekki að bæta þessu á mín laun.“ Laun annarra starfsmanna í Fjallabyggð og þóknanir bæjarfulltrúa eru ekki tengd þingfararkaupi. Í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær var frestað afgreiðslu tillögu minnihluta Samfylkingar og Vinstri grænna um að nýjasta ákvörðun kjararáðs hafi ekki áhrif á launakjör bæjarfulltrúa í Hafnarfirði. „Það eru kaldar kveðjur til almennra launþega sem ekki hafa fengið viðlíka hækkanir á sínum launakjörum,“ bókaði minnihlutinn vegna frestunar meirihlutans sem vill bíða eftir útspili frá Alþingi eins og mörg sveitarfélög. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira