Enski boltinn

Stjórnarmaður Man. Utd átti sinn þátt í að koma Donald Trump til valda

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ed Glazer er lengst til vinstri.
Ed Glazer er lengst til vinstri. vísir/getty
Ed Glazer, einn sona Malcolms Glazer heitins sem var eigandi Manchester United, studdi Donald Trump í framboði hans til forseta Bandaríkjanna en Trump var kosinn til embættisins í gær.

Glazer er annar tveggja stjórnarformanna NFL-liðsins Tampa Bay Buccaneers en hann tók sæti í stjórn Manchester United árið 2006 þegar faðir hans keypti enska félagið.

Glazer kaus Donald Trump og studdi kosningabaráttu hans með fjárframlagi upp á 44.614 dollurum eða því sem nemur fimm milljónum íslenskra króna.

Hann er þriðja stærsta nafnið í NFL-deildinni sem hefur opinberlega sagt að hann studdi Trump til forseta með fjárframlagi en það gerðu einnig eigendur Houston Texans og New York Jets.

Þó það hljómi furðulega studdi hann einnig Hillary Clinton en þó með mun minna fjárframlagi. Hann sendi henni 4.360 dali eða 480.000 krónur. Hillary fékk einnig 2.175 dali frá Tom Werner, stjórnarformanni Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×