Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Snæfell 100-57 | Stórsigur Stólanna Haukur Skúlason í Síkinu á Sauðárkróki skrifar 10. nóvember 2016 20:45 Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Tindastóls. vísir/eyþór Tindastóll vann stórsigur á ungliðahreyfingu Stykkishólms, betur þekkt undir nafninu Snæfell, í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll byrjaði leikinn af krafti og greinilegt að ekkert vanmat var í gangi. Snæfellingar höfðu lítil svör og munurinn í hálfleik kominn í 28 stig, staðan 49-21. Munurinn var slíkur í hálfleik að aldrei var spurning hvernig leikurinn færi. Snæfell stigu þó á bensíngjöfina í síðari hálfleik en það skipti þó litlu máli. Tindastólsliðið byrjaði leikinn af krafti og náðu strax góðu forskoti. Svo hefur einnig verið gott og gaman fyrir Costa þjálfara að geta leyft öllum leikmönnum að fá nokkrar mínútur inni á vellinum.Af hverju vann Tindastóll? Liðið er einfaldlega miklu betra en ungt lið Snæfells. Tindastóll byrjaði leikinn af krafti og setti tóninn strax í byrjun og vanmátu ekki liðið frá Stykkishólmi. TIndastóll notaði breidd bekkjarins vel og allir fengu að spila, það voru því alltaf kraftmiklar lappir inn á vellinum fyrir Tindastól. Snæfellingar gáfust aldrei upp og reyndu eins og þeir gátu. Það var hins vegar ekki nóg og ekki hjálpaði til að þeirra besti maður, Sefton Barrett, var á annarri löppinni. Snæfellingar eru hins vegar greinilega ekki að tjalda til einnar nætur og þeirra áætlun að byggja upp gott lið í framtíðinni.Bestu menn vallarins Tindastólsliðið var frekar jafnt heilt yfir í dag þó nokkrir standi uppúr í tölfræðiþáttum. Pétur skilaði 10 stoðsendingum, Björgvin 10 fráköstum og svo var Chris með 16 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Erfitt er að finna bestu menn Snæfellsliðsins, aðeins tveir þeirra náðu tveggja stafa tölum í stigaskori, Viktor með 11 og Maciej með 10.Hvað gekk illa? Tindastólsliðinu gekk illa að hafa fulla stjórn á leiknum þegar Pétur Rúnar var utan vallar, leikurinn varð þá tilviljanakenndur og lítið flæði var í sóknarleiknum. Mamadou Samb skoraði 24 stig en tók ekki nema 8 fráköst sem er einfaldlega ekki nóg gegn smávöxnu liði andstæðinganna. Honum voru mislagðar hendur allt of oft og alveg spurning hvort hann henti í þessa frábæru deild sem Dominos deildin er. Sefton Barrett á að vera aðal maðurinn í þessu Snæfellsliði. Það gekk hins vegar ekki upp í kvöld þar sem hann skilaði aðeins 4 stigum, 5 fráköstum og 1 stoðsendingu. Honum til varnar þá var hann greinilega meiddur en betur má ef duga skal.Helgi Rafn: Þeir voru vængbrotnir „Það þarf að vinna þessa leiki,“ sagði Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastólsliðsins, aðspurður um hvort að þetta hafi verið skyldusigur. „Þeir voru vængbrotnir, með meiddan Kana en við mættum sannarlega klárir í dag". Helga Rafni var því næst bent á að hann var eini leikmaður Tindastóls á leikskýrslu í kvöld sem ekki fékk villu. „Ég er orðinn svo prúður,“ svaraði Helgi glottandi út í annað.Ingi Þór: Við hættum aldrei, sama hver staðan er „Við lentum undir frá fyrstu sekúndu, þeir voru mjög aggressívir og byrjuðu af krafti minnugir hvernig leikurinn gegn Keflavík hófst. Við náðum ekki að spila þá vörn sem við vildum og vorum seinir til,“ sagði Ingi Þór Steindórsson, þjálfari Snæfells. „Við byrjuðum þriðja leikhluta af krafti og höfum unga stráka sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig. Við hættum aldrei, sama hver staðan er. Okkar markmið eru að vera betri í dag en í gær og svo framvegis. Við viljum nýta allar þær 40 mínútur sem við fáum í vetur til að leggja inn í reynslubankann,“ sagði Ingi Þór. Sefton Barrett var langt frá sínu besta hjá Snæfelli í kvöld og skoraði aðeins 4 stig á 26 mínútum. „Hann var á öðrum fæti, en það er engin afsökun. Ef menn eru í búning þá þurfum við að fá meira framlag frá honum,“ sagði Ingi Þór.Jose Costa: Mest ánægður með einbeitingu leikmann frá byrjun „Ég var mest ánægður með einbeitingu leikmann frá byrjun, þeir létu ekki stöðuna í deildinni trufla sig. Það fengu allir að spila og láta reyna á það sem æft er alla vikuna,“ sagði Jose Costa, þjálfari Tindastóls, þegar hann var spurður um hvað hefði glatt hann í kvöld. Sefton Barrett, leikmaður Snæfells var hljóðlátur í kvöld en hann hitti aðeins úr 1 af 8 skotum sínum í leiknum. „Við lögðum áherslu á að stoppa hann, Björgvin spilaði mjög góða vörn á hann og í fyrri hálfleik skoraði hann aðeins úr vítum,“ sagði Jose Costa. Pape Seck var ekki á leikskýrslu Tindastóls í kvöld en sögusagnir eru um að hann hafi leikið sinn síðasta leik fyrir liðið. „Hann komst ekki í liðið og ég veit ekki hvað verður gert varðandi hann,“ sagði Jose Costa og vildi lítið gefa upp um framtíð hans. Dominos-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Sjá meira
Tindastóll vann stórsigur á ungliðahreyfingu Stykkishólms, betur þekkt undir nafninu Snæfell, í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll byrjaði leikinn af krafti og greinilegt að ekkert vanmat var í gangi. Snæfellingar höfðu lítil svör og munurinn í hálfleik kominn í 28 stig, staðan 49-21. Munurinn var slíkur í hálfleik að aldrei var spurning hvernig leikurinn færi. Snæfell stigu þó á bensíngjöfina í síðari hálfleik en það skipti þó litlu máli. Tindastólsliðið byrjaði leikinn af krafti og náðu strax góðu forskoti. Svo hefur einnig verið gott og gaman fyrir Costa þjálfara að geta leyft öllum leikmönnum að fá nokkrar mínútur inni á vellinum.Af hverju vann Tindastóll? Liðið er einfaldlega miklu betra en ungt lið Snæfells. Tindastóll byrjaði leikinn af krafti og setti tóninn strax í byrjun og vanmátu ekki liðið frá Stykkishólmi. TIndastóll notaði breidd bekkjarins vel og allir fengu að spila, það voru því alltaf kraftmiklar lappir inn á vellinum fyrir Tindastól. Snæfellingar gáfust aldrei upp og reyndu eins og þeir gátu. Það var hins vegar ekki nóg og ekki hjálpaði til að þeirra besti maður, Sefton Barrett, var á annarri löppinni. Snæfellingar eru hins vegar greinilega ekki að tjalda til einnar nætur og þeirra áætlun að byggja upp gott lið í framtíðinni.Bestu menn vallarins Tindastólsliðið var frekar jafnt heilt yfir í dag þó nokkrir standi uppúr í tölfræðiþáttum. Pétur skilaði 10 stoðsendingum, Björgvin 10 fráköstum og svo var Chris með 16 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Erfitt er að finna bestu menn Snæfellsliðsins, aðeins tveir þeirra náðu tveggja stafa tölum í stigaskori, Viktor með 11 og Maciej með 10.Hvað gekk illa? Tindastólsliðinu gekk illa að hafa fulla stjórn á leiknum þegar Pétur Rúnar var utan vallar, leikurinn varð þá tilviljanakenndur og lítið flæði var í sóknarleiknum. Mamadou Samb skoraði 24 stig en tók ekki nema 8 fráköst sem er einfaldlega ekki nóg gegn smávöxnu liði andstæðinganna. Honum voru mislagðar hendur allt of oft og alveg spurning hvort hann henti í þessa frábæru deild sem Dominos deildin er. Sefton Barrett á að vera aðal maðurinn í þessu Snæfellsliði. Það gekk hins vegar ekki upp í kvöld þar sem hann skilaði aðeins 4 stigum, 5 fráköstum og 1 stoðsendingu. Honum til varnar þá var hann greinilega meiddur en betur má ef duga skal.Helgi Rafn: Þeir voru vængbrotnir „Það þarf að vinna þessa leiki,“ sagði Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastólsliðsins, aðspurður um hvort að þetta hafi verið skyldusigur. „Þeir voru vængbrotnir, með meiddan Kana en við mættum sannarlega klárir í dag". Helga Rafni var því næst bent á að hann var eini leikmaður Tindastóls á leikskýrslu í kvöld sem ekki fékk villu. „Ég er orðinn svo prúður,“ svaraði Helgi glottandi út í annað.Ingi Þór: Við hættum aldrei, sama hver staðan er „Við lentum undir frá fyrstu sekúndu, þeir voru mjög aggressívir og byrjuðu af krafti minnugir hvernig leikurinn gegn Keflavík hófst. Við náðum ekki að spila þá vörn sem við vildum og vorum seinir til,“ sagði Ingi Þór Steindórsson, þjálfari Snæfells. „Við byrjuðum þriðja leikhluta af krafti og höfum unga stráka sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig. Við hættum aldrei, sama hver staðan er. Okkar markmið eru að vera betri í dag en í gær og svo framvegis. Við viljum nýta allar þær 40 mínútur sem við fáum í vetur til að leggja inn í reynslubankann,“ sagði Ingi Þór. Sefton Barrett var langt frá sínu besta hjá Snæfelli í kvöld og skoraði aðeins 4 stig á 26 mínútum. „Hann var á öðrum fæti, en það er engin afsökun. Ef menn eru í búning þá þurfum við að fá meira framlag frá honum,“ sagði Ingi Þór.Jose Costa: Mest ánægður með einbeitingu leikmann frá byrjun „Ég var mest ánægður með einbeitingu leikmann frá byrjun, þeir létu ekki stöðuna í deildinni trufla sig. Það fengu allir að spila og láta reyna á það sem æft er alla vikuna,“ sagði Jose Costa, þjálfari Tindastóls, þegar hann var spurður um hvað hefði glatt hann í kvöld. Sefton Barrett, leikmaður Snæfells var hljóðlátur í kvöld en hann hitti aðeins úr 1 af 8 skotum sínum í leiknum. „Við lögðum áherslu á að stoppa hann, Björgvin spilaði mjög góða vörn á hann og í fyrri hálfleik skoraði hann aðeins úr vítum,“ sagði Jose Costa. Pape Seck var ekki á leikskýrslu Tindastóls í kvöld en sögusagnir eru um að hann hafi leikið sinn síðasta leik fyrir liðið. „Hann komst ekki í liðið og ég veit ekki hvað verður gert varðandi hann,“ sagði Jose Costa og vildi lítið gefa upp um framtíð hans.
Dominos-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Sjá meira