Króatinn Josip Pivaric: Erfitt fyrir alla að spila svona leiki Henry Birgir Gunnarsson í Zagreb skrifar 11. nóvember 2016 06:00 Josip Pivaric er landsliðsmaður Króatíu og spilar með Dinamo Zagreb. Vísir/Getty „Við eigum von á erfiðum og jöfnum leik gegn Íslandi. Við stefnum á að stýra umferðinni, vera mikið með boltann og skapa færi sem leiða til þess að við skorum mörk og vinnum leikinn,“ sagði bakvörðurinn Josip Pivaric í viðtali við Fréttablaðið í gær. Þá var hann að mæta á kvöldæfingu hjá króatíska liðinu á Maksimir-vellinum þar sem leikur Króatíu og Íslands verður spilaður. Pivaric verður heldur betur á heimavelli þar enda spilar hann með Dinamo sem spilar sína heimaleiki á Maksimir. Ísland og Króatía eru jöfn með sjö stig á toppi riðilsins og það er því ansi mikið undir í þessum leik. „Við berum mikla virðingu fyrir Íslandi en þar sem við erum á heimavelli þá lítum við þannig á stöðuna að við eigum að vera sigurstranglegri. Það er allt mjög jafnt á milli okkar og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því hversu mikilvægur leikurinn er. Auðvitað er undankeppnin samt ekki búin eftir þennan leik,“ segir Pivaric en hvað þarf króatíska liðið að varast hjá Íslandi? „Helsti styrkur íslenska liðsins er hversu vel liðið vinnur saman. Það leggur líka mikið á sig. Þeir eru sterkir í návígi og vonandi náum við að svara því með hörku á móti. Við vitum hvað þeir geta verið hættulegir í hröðum upphlaupum. Við verðum að stöðva það.“ Eins og áður segir spilar Pivaric flesta sína leiki á þessum velli en hvernig upplifun verður það fyrir hann að spila fyrir framan tóman heimavöll? „Það er erfitt fyrir alla að spila svona leiki. Okkar stuðningsmenn eru alltaf frábærir og því er vont að fá ekki stuðning þeirra. Þeir gefa okkur styrk er á þarf að halda. En við getum ekki notað það sem afsökun. Við verðum að sækja til sigurs.“ Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
„Við eigum von á erfiðum og jöfnum leik gegn Íslandi. Við stefnum á að stýra umferðinni, vera mikið með boltann og skapa færi sem leiða til þess að við skorum mörk og vinnum leikinn,“ sagði bakvörðurinn Josip Pivaric í viðtali við Fréttablaðið í gær. Þá var hann að mæta á kvöldæfingu hjá króatíska liðinu á Maksimir-vellinum þar sem leikur Króatíu og Íslands verður spilaður. Pivaric verður heldur betur á heimavelli þar enda spilar hann með Dinamo sem spilar sína heimaleiki á Maksimir. Ísland og Króatía eru jöfn með sjö stig á toppi riðilsins og það er því ansi mikið undir í þessum leik. „Við berum mikla virðingu fyrir Íslandi en þar sem við erum á heimavelli þá lítum við þannig á stöðuna að við eigum að vera sigurstranglegri. Það er allt mjög jafnt á milli okkar og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því hversu mikilvægur leikurinn er. Auðvitað er undankeppnin samt ekki búin eftir þennan leik,“ segir Pivaric en hvað þarf króatíska liðið að varast hjá Íslandi? „Helsti styrkur íslenska liðsins er hversu vel liðið vinnur saman. Það leggur líka mikið á sig. Þeir eru sterkir í návígi og vonandi náum við að svara því með hörku á móti. Við vitum hvað þeir geta verið hættulegir í hröðum upphlaupum. Við verðum að stöðva það.“ Eins og áður segir spilar Pivaric flesta sína leiki á þessum velli en hvernig upplifun verður það fyrir hann að spila fyrir framan tóman heimavöll? „Það er erfitt fyrir alla að spila svona leiki. Okkar stuðningsmenn eru alltaf frábærir og því er vont að fá ekki stuðning þeirra. Þeir gefa okkur styrk er á þarf að halda. En við getum ekki notað það sem afsökun. Við verðum að sækja til sigurs.“
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira