Heimir: Held að FH geti ekki fengið Gary Martin á viðráðanlegu verði Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2016 13:30 Heimir Guðjónsson er að leita að frekari styrk. vísir/anton brink Guðmundur Karl Guðmundsson, sem var fyrirliði Fjölnis í Pepsi-deild karla á síðustu leiktíð, samdi í dag við Íslandsmeistara FH í dag til tveggja ára. Hann er annar útispilarinn sem meistararnir fá til sín á eftir Veigari Páli Gunnarssyni. „Mér hefur alltaf fundist hann góður leikmaður. Hann getur leyst margar stöður, er með góðar fyrirgjafir og góður skotmaður bæði með hægri og vinstri. Við teljum að hann geti styrkt okkur, það er ekki spurning,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, við Vísi eftir undirskriftina í dag. Sjá einnig: Guðmundur Karl: Skrýtið að fara frá Fjölni Guðmundur Karl er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á miðju, í bakverði og úti á kanti, en hver verður hans staða hjá Hafnafjarðarliðinu? „Það á eftir að koma í ljós en auðvitað höfum við það bakvið eyrað að það er gott að vera með leikmenn í liðinu sem geta leyst fleiri en eina stöðu. Við byrjum að æfa á morgun og þá fá menn tækifæri til að sanna sig,“ sagði Heimir. Þetta er annað árið í röð sem FH fær fyrirliða Fjölnis til sín. Þarf Heimir ekki að fylgjast vel með því hvern Ágúst Gylfason lætur næst hafa bandið í Grafarvoginum? „Þetta er góð spurning. Ég þarf að fylgjast vel með því næsta sumar,“ sagði Heimir og brosti. FH er aðeins búið að fá til sín tvo útileikmenn; Veigar Pál og Guðmund Karl, og markvörðinn Vigni Jóhannesson sem verður á bekknum í baráttu við Gunnar Nielsen. Er eitthvað meira á teikniborðinu hjá FH? „Við erum alltaf að vinna í einhverju. Við höfum ekki misst af neinu sem að við vildum fá. Við erum alltaf að leita og við ætlum að styrkja okkur, það er alveg klárt,“ sagði Heimir. Gary Martin, framherji Víkings, hefur verið sterklega orðaður við FH undanfarnar vikur en ólíklegt þykir að hann verði áfram í Fossvoginum. Í viðtali í Akraborginni sagði Gary sjálfur að það væri erfitt fyrir hann að hafna Íslandsmeisturunum. „Mér finnst Gary Martin mjög góður leikmaður en hann er með samning við Víking. Ef FH ætlar að fá Gary Martin þá held ég að sú upphæð yrði ekki viðráðanleg fyrir Fimleikafélagið,“ sagði Heimir Guðjónsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðmundur Karl og Vignir sömdu við FH Fyrirliði Fjölnis og markvörður Selfyssinga gengu í raðir Íslandsmeistaranna í dag. 11. nóvember 2016 11:00 Gary tók á sig launalækkun til að fara til Noregs: „Það snýst ekki allt um peninga“ Enski framherjinn er eftirsóttur en hann er ekki að flýta sér að yfirgefa Ísland þar sem hann ætlar að búa í framtíðinni. 10. nóvember 2016 09:45 Guðmundur Karl: Skrýtið að fara frá Fjölni Vill fá nýja áskorun og ætlar að sanna sig hjá FH. 11. nóvember 2016 11:35 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Guðmundur Karl Guðmundsson, sem var fyrirliði Fjölnis í Pepsi-deild karla á síðustu leiktíð, samdi í dag við Íslandsmeistara FH í dag til tveggja ára. Hann er annar útispilarinn sem meistararnir fá til sín á eftir Veigari Páli Gunnarssyni. „Mér hefur alltaf fundist hann góður leikmaður. Hann getur leyst margar stöður, er með góðar fyrirgjafir og góður skotmaður bæði með hægri og vinstri. Við teljum að hann geti styrkt okkur, það er ekki spurning,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, við Vísi eftir undirskriftina í dag. Sjá einnig: Guðmundur Karl: Skrýtið að fara frá Fjölni Guðmundur Karl er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á miðju, í bakverði og úti á kanti, en hver verður hans staða hjá Hafnafjarðarliðinu? „Það á eftir að koma í ljós en auðvitað höfum við það bakvið eyrað að það er gott að vera með leikmenn í liðinu sem geta leyst fleiri en eina stöðu. Við byrjum að æfa á morgun og þá fá menn tækifæri til að sanna sig,“ sagði Heimir. Þetta er annað árið í röð sem FH fær fyrirliða Fjölnis til sín. Þarf Heimir ekki að fylgjast vel með því hvern Ágúst Gylfason lætur næst hafa bandið í Grafarvoginum? „Þetta er góð spurning. Ég þarf að fylgjast vel með því næsta sumar,“ sagði Heimir og brosti. FH er aðeins búið að fá til sín tvo útileikmenn; Veigar Pál og Guðmund Karl, og markvörðinn Vigni Jóhannesson sem verður á bekknum í baráttu við Gunnar Nielsen. Er eitthvað meira á teikniborðinu hjá FH? „Við erum alltaf að vinna í einhverju. Við höfum ekki misst af neinu sem að við vildum fá. Við erum alltaf að leita og við ætlum að styrkja okkur, það er alveg klárt,“ sagði Heimir. Gary Martin, framherji Víkings, hefur verið sterklega orðaður við FH undanfarnar vikur en ólíklegt þykir að hann verði áfram í Fossvoginum. Í viðtali í Akraborginni sagði Gary sjálfur að það væri erfitt fyrir hann að hafna Íslandsmeisturunum. „Mér finnst Gary Martin mjög góður leikmaður en hann er með samning við Víking. Ef FH ætlar að fá Gary Martin þá held ég að sú upphæð yrði ekki viðráðanleg fyrir Fimleikafélagið,“ sagði Heimir Guðjónsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðmundur Karl og Vignir sömdu við FH Fyrirliði Fjölnis og markvörður Selfyssinga gengu í raðir Íslandsmeistaranna í dag. 11. nóvember 2016 11:00 Gary tók á sig launalækkun til að fara til Noregs: „Það snýst ekki allt um peninga“ Enski framherjinn er eftirsóttur en hann er ekki að flýta sér að yfirgefa Ísland þar sem hann ætlar að búa í framtíðinni. 10. nóvember 2016 09:45 Guðmundur Karl: Skrýtið að fara frá Fjölni Vill fá nýja áskorun og ætlar að sanna sig hjá FH. 11. nóvember 2016 11:35 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Guðmundur Karl og Vignir sömdu við FH Fyrirliði Fjölnis og markvörður Selfyssinga gengu í raðir Íslandsmeistaranna í dag. 11. nóvember 2016 11:00
Gary tók á sig launalækkun til að fara til Noregs: „Það snýst ekki allt um peninga“ Enski framherjinn er eftirsóttur en hann er ekki að flýta sér að yfirgefa Ísland þar sem hann ætlar að búa í framtíðinni. 10. nóvember 2016 09:45
Guðmundur Karl: Skrýtið að fara frá Fjölni Vill fá nýja áskorun og ætlar að sanna sig hjá FH. 11. nóvember 2016 11:35