Getur Conor komist á spjöld sögunnar með sigri á sögulegu bardagakvöldi? Pétur Marinó Jónsson skrifar 12. nóvember 2016 15:45 Eddie Alvarez og Conor McGregor í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Conor McGregor mætir Eddie Alvarez í kvöld á UFC 205. Með sigri getur Conor McGregor gert nokkuð sem engum öðrum hefur áður tekist – að vera meistari í tveimur flokkum á sama tíma. Bardaginn í kvöld er aðalbardaginn á UFC 205 en bardagakvöldið er eitt það besta sem UFC hefur sett saman. Á bardagakvöldinu eru þrír titilbardagar en þrír aðrir fyrrum meistarar berjast. Bardagakvöldið er sögulegt fyrir margar sakir en þetta er í fyrsta sinn sem UFC heldur bardagakvöld í New York eftir að MMA var aftur lögleitt í ríkinu. UFC hefur selt miða fyrir 17 milljónir dollara en í dag eru nákvæmlega 23 ár síðan UFC hélt sitt fyrsta bardagakvöld. Fjaðurvigtarmeistarinn Conor McGregor mætir léttvigtarmeistaranum Eddie Alvarez í aðalbardaga kvöldsins. Eddie Alvarez varð léttvigtarmeistari UFC eftir sigur á Rafael dos Anjos í sumar. Alvarez er mjög harður bardagamaður og barist víðs vegar um heiminn en hann hefur verið kallaður neðanjarðar kóngurinn. Alvarez mun væntanlega reyna að pressa McGregor að búrinu, gefa honum minna pláss til að athafna sig og fara í skrokkinn til að þreyta McGregor. Alvarez vill sennilega gera þetta að ljótum bardaga – ekki ósvipað og hann gerði við Anthony Pettis. Alvarez hefur margoft talað um að McGregor þreytist og hægir á sér eftir 2. lotu og er planið hans sennilega að draga bardagann á langinn. Alvarez hefur tekið minna af áhættum eftir að hann kom í UFC en þegar hann meiðir andstæðinginn kemur gamli hundurinn upp í Alvarez. Þá er voðinn vís fyrir andstæðinga hans og gengur hann berserksgang til að klára andstæðinginn um leið og hann sér að andstæðingurinn er kominn í vanda. Þó Conor McGregor sé talinn sigurstranglegri af veðbönkum verður þetta langt í frá auðveld viðureign fyrir Írann. Það er ástæða fyrir því að Eddie Alvarez er léttvigtarmeistarinn og verður lítið svigrúm fyrir mistök í kvöld. Engum hefur áður tekist að halda tveimur beltum á sama tíma í UFC og myndi sigur hjá Conor McGregor því verða sögulegur. UFC 205 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt og hefst bein útsending kl 3. MMA Tengdar fréttir Conor og Alvarez náðu þyngd Vigtun fyrir UFC 205 bardagakvöldið í New York fór fram í kvöld. 11. nóvember 2016 23:18 Conor í taugastríði við veltivigtarmeistarann Óvenjuleg uppákoma, bæði baksviðs og á Twitter, eftir vigtunina fyrir UFC 205 í New York í gær. 12. nóvember 2016 12:04 Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00 Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Conor McGregor mætti í minkapels á blaðamannafundinn fyrir UFC 205 sem fram fer á laugardagskvöldið en eins og oftast varð allt tryllt. 11. nóvember 2016 09:00 UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30 Conor: Ég vel mér réttu staðina og þess vegna fór ég til Íslands Ítarleg umfjöllun í USA Today tengingar Conor McGregor við Ísland. Írinn klæddist íslensku landsliðstreyjunni á meðan EM stóð í sumar. 11. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Sjá meira
Conor McGregor mætir Eddie Alvarez í kvöld á UFC 205. Með sigri getur Conor McGregor gert nokkuð sem engum öðrum hefur áður tekist – að vera meistari í tveimur flokkum á sama tíma. Bardaginn í kvöld er aðalbardaginn á UFC 205 en bardagakvöldið er eitt það besta sem UFC hefur sett saman. Á bardagakvöldinu eru þrír titilbardagar en þrír aðrir fyrrum meistarar berjast. Bardagakvöldið er sögulegt fyrir margar sakir en þetta er í fyrsta sinn sem UFC heldur bardagakvöld í New York eftir að MMA var aftur lögleitt í ríkinu. UFC hefur selt miða fyrir 17 milljónir dollara en í dag eru nákvæmlega 23 ár síðan UFC hélt sitt fyrsta bardagakvöld. Fjaðurvigtarmeistarinn Conor McGregor mætir léttvigtarmeistaranum Eddie Alvarez í aðalbardaga kvöldsins. Eddie Alvarez varð léttvigtarmeistari UFC eftir sigur á Rafael dos Anjos í sumar. Alvarez er mjög harður bardagamaður og barist víðs vegar um heiminn en hann hefur verið kallaður neðanjarðar kóngurinn. Alvarez mun væntanlega reyna að pressa McGregor að búrinu, gefa honum minna pláss til að athafna sig og fara í skrokkinn til að þreyta McGregor. Alvarez vill sennilega gera þetta að ljótum bardaga – ekki ósvipað og hann gerði við Anthony Pettis. Alvarez hefur margoft talað um að McGregor þreytist og hægir á sér eftir 2. lotu og er planið hans sennilega að draga bardagann á langinn. Alvarez hefur tekið minna af áhættum eftir að hann kom í UFC en þegar hann meiðir andstæðinginn kemur gamli hundurinn upp í Alvarez. Þá er voðinn vís fyrir andstæðinga hans og gengur hann berserksgang til að klára andstæðinginn um leið og hann sér að andstæðingurinn er kominn í vanda. Þó Conor McGregor sé talinn sigurstranglegri af veðbönkum verður þetta langt í frá auðveld viðureign fyrir Írann. Það er ástæða fyrir því að Eddie Alvarez er léttvigtarmeistarinn og verður lítið svigrúm fyrir mistök í kvöld. Engum hefur áður tekist að halda tveimur beltum á sama tíma í UFC og myndi sigur hjá Conor McGregor því verða sögulegur. UFC 205 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt og hefst bein útsending kl 3.
MMA Tengdar fréttir Conor og Alvarez náðu þyngd Vigtun fyrir UFC 205 bardagakvöldið í New York fór fram í kvöld. 11. nóvember 2016 23:18 Conor í taugastríði við veltivigtarmeistarann Óvenjuleg uppákoma, bæði baksviðs og á Twitter, eftir vigtunina fyrir UFC 205 í New York í gær. 12. nóvember 2016 12:04 Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00 Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Conor McGregor mætti í minkapels á blaðamannafundinn fyrir UFC 205 sem fram fer á laugardagskvöldið en eins og oftast varð allt tryllt. 11. nóvember 2016 09:00 UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30 Conor: Ég vel mér réttu staðina og þess vegna fór ég til Íslands Ítarleg umfjöllun í USA Today tengingar Conor McGregor við Ísland. Írinn klæddist íslensku landsliðstreyjunni á meðan EM stóð í sumar. 11. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Sjá meira
Conor og Alvarez náðu þyngd Vigtun fyrir UFC 205 bardagakvöldið í New York fór fram í kvöld. 11. nóvember 2016 23:18
Conor í taugastríði við veltivigtarmeistarann Óvenjuleg uppákoma, bæði baksviðs og á Twitter, eftir vigtunina fyrir UFC 205 í New York í gær. 12. nóvember 2016 12:04
Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00
Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Conor McGregor mætti í minkapels á blaðamannafundinn fyrir UFC 205 sem fram fer á laugardagskvöldið en eins og oftast varð allt tryllt. 11. nóvember 2016 09:00
UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30
Conor: Ég vel mér réttu staðina og þess vegna fór ég til Íslands Ítarleg umfjöllun í USA Today tengingar Conor McGregor við Ísland. Írinn klæddist íslensku landsliðstreyjunni á meðan EM stóð í sumar. 11. nóvember 2016 13:00