Getur Conor komist á spjöld sögunnar með sigri á sögulegu bardagakvöldi? Pétur Marinó Jónsson skrifar 12. nóvember 2016 15:45 Eddie Alvarez og Conor McGregor í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Conor McGregor mætir Eddie Alvarez í kvöld á UFC 205. Með sigri getur Conor McGregor gert nokkuð sem engum öðrum hefur áður tekist – að vera meistari í tveimur flokkum á sama tíma. Bardaginn í kvöld er aðalbardaginn á UFC 205 en bardagakvöldið er eitt það besta sem UFC hefur sett saman. Á bardagakvöldinu eru þrír titilbardagar en þrír aðrir fyrrum meistarar berjast. Bardagakvöldið er sögulegt fyrir margar sakir en þetta er í fyrsta sinn sem UFC heldur bardagakvöld í New York eftir að MMA var aftur lögleitt í ríkinu. UFC hefur selt miða fyrir 17 milljónir dollara en í dag eru nákvæmlega 23 ár síðan UFC hélt sitt fyrsta bardagakvöld. Fjaðurvigtarmeistarinn Conor McGregor mætir léttvigtarmeistaranum Eddie Alvarez í aðalbardaga kvöldsins. Eddie Alvarez varð léttvigtarmeistari UFC eftir sigur á Rafael dos Anjos í sumar. Alvarez er mjög harður bardagamaður og barist víðs vegar um heiminn en hann hefur verið kallaður neðanjarðar kóngurinn. Alvarez mun væntanlega reyna að pressa McGregor að búrinu, gefa honum minna pláss til að athafna sig og fara í skrokkinn til að þreyta McGregor. Alvarez vill sennilega gera þetta að ljótum bardaga – ekki ósvipað og hann gerði við Anthony Pettis. Alvarez hefur margoft talað um að McGregor þreytist og hægir á sér eftir 2. lotu og er planið hans sennilega að draga bardagann á langinn. Alvarez hefur tekið minna af áhættum eftir að hann kom í UFC en þegar hann meiðir andstæðinginn kemur gamli hundurinn upp í Alvarez. Þá er voðinn vís fyrir andstæðinga hans og gengur hann berserksgang til að klára andstæðinginn um leið og hann sér að andstæðingurinn er kominn í vanda. Þó Conor McGregor sé talinn sigurstranglegri af veðbönkum verður þetta langt í frá auðveld viðureign fyrir Írann. Það er ástæða fyrir því að Eddie Alvarez er léttvigtarmeistarinn og verður lítið svigrúm fyrir mistök í kvöld. Engum hefur áður tekist að halda tveimur beltum á sama tíma í UFC og myndi sigur hjá Conor McGregor því verða sögulegur. UFC 205 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt og hefst bein útsending kl 3. MMA Tengdar fréttir Conor og Alvarez náðu þyngd Vigtun fyrir UFC 205 bardagakvöldið í New York fór fram í kvöld. 11. nóvember 2016 23:18 Conor í taugastríði við veltivigtarmeistarann Óvenjuleg uppákoma, bæði baksviðs og á Twitter, eftir vigtunina fyrir UFC 205 í New York í gær. 12. nóvember 2016 12:04 Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00 Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Conor McGregor mætti í minkapels á blaðamannafundinn fyrir UFC 205 sem fram fer á laugardagskvöldið en eins og oftast varð allt tryllt. 11. nóvember 2016 09:00 UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30 Conor: Ég vel mér réttu staðina og þess vegna fór ég til Íslands Ítarleg umfjöllun í USA Today tengingar Conor McGregor við Ísland. Írinn klæddist íslensku landsliðstreyjunni á meðan EM stóð í sumar. 11. nóvember 2016 13:00 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Sjá meira
Conor McGregor mætir Eddie Alvarez í kvöld á UFC 205. Með sigri getur Conor McGregor gert nokkuð sem engum öðrum hefur áður tekist – að vera meistari í tveimur flokkum á sama tíma. Bardaginn í kvöld er aðalbardaginn á UFC 205 en bardagakvöldið er eitt það besta sem UFC hefur sett saman. Á bardagakvöldinu eru þrír titilbardagar en þrír aðrir fyrrum meistarar berjast. Bardagakvöldið er sögulegt fyrir margar sakir en þetta er í fyrsta sinn sem UFC heldur bardagakvöld í New York eftir að MMA var aftur lögleitt í ríkinu. UFC hefur selt miða fyrir 17 milljónir dollara en í dag eru nákvæmlega 23 ár síðan UFC hélt sitt fyrsta bardagakvöld. Fjaðurvigtarmeistarinn Conor McGregor mætir léttvigtarmeistaranum Eddie Alvarez í aðalbardaga kvöldsins. Eddie Alvarez varð léttvigtarmeistari UFC eftir sigur á Rafael dos Anjos í sumar. Alvarez er mjög harður bardagamaður og barist víðs vegar um heiminn en hann hefur verið kallaður neðanjarðar kóngurinn. Alvarez mun væntanlega reyna að pressa McGregor að búrinu, gefa honum minna pláss til að athafna sig og fara í skrokkinn til að þreyta McGregor. Alvarez vill sennilega gera þetta að ljótum bardaga – ekki ósvipað og hann gerði við Anthony Pettis. Alvarez hefur margoft talað um að McGregor þreytist og hægir á sér eftir 2. lotu og er planið hans sennilega að draga bardagann á langinn. Alvarez hefur tekið minna af áhættum eftir að hann kom í UFC en þegar hann meiðir andstæðinginn kemur gamli hundurinn upp í Alvarez. Þá er voðinn vís fyrir andstæðinga hans og gengur hann berserksgang til að klára andstæðinginn um leið og hann sér að andstæðingurinn er kominn í vanda. Þó Conor McGregor sé talinn sigurstranglegri af veðbönkum verður þetta langt í frá auðveld viðureign fyrir Írann. Það er ástæða fyrir því að Eddie Alvarez er léttvigtarmeistarinn og verður lítið svigrúm fyrir mistök í kvöld. Engum hefur áður tekist að halda tveimur beltum á sama tíma í UFC og myndi sigur hjá Conor McGregor því verða sögulegur. UFC 205 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt og hefst bein útsending kl 3.
MMA Tengdar fréttir Conor og Alvarez náðu þyngd Vigtun fyrir UFC 205 bardagakvöldið í New York fór fram í kvöld. 11. nóvember 2016 23:18 Conor í taugastríði við veltivigtarmeistarann Óvenjuleg uppákoma, bæði baksviðs og á Twitter, eftir vigtunina fyrir UFC 205 í New York í gær. 12. nóvember 2016 12:04 Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00 Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Conor McGregor mætti í minkapels á blaðamannafundinn fyrir UFC 205 sem fram fer á laugardagskvöldið en eins og oftast varð allt tryllt. 11. nóvember 2016 09:00 UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30 Conor: Ég vel mér réttu staðina og þess vegna fór ég til Íslands Ítarleg umfjöllun í USA Today tengingar Conor McGregor við Ísland. Írinn klæddist íslensku landsliðstreyjunni á meðan EM stóð í sumar. 11. nóvember 2016 13:00 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Sjá meira
Conor og Alvarez náðu þyngd Vigtun fyrir UFC 205 bardagakvöldið í New York fór fram í kvöld. 11. nóvember 2016 23:18
Conor í taugastríði við veltivigtarmeistarann Óvenjuleg uppákoma, bæði baksviðs og á Twitter, eftir vigtunina fyrir UFC 205 í New York í gær. 12. nóvember 2016 12:04
Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00
Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Conor McGregor mætti í minkapels á blaðamannafundinn fyrir UFC 205 sem fram fer á laugardagskvöldið en eins og oftast varð allt tryllt. 11. nóvember 2016 09:00
UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30
Conor: Ég vel mér réttu staðina og þess vegna fór ég til Íslands Ítarleg umfjöllun í USA Today tengingar Conor McGregor við Ísland. Írinn klæddist íslensku landsliðstreyjunni á meðan EM stóð í sumar. 11. nóvember 2016 13:00