Modric var lykilskipting hjá þeim Henry Birgir Gunnarsson í Zagreb skrifar 14. nóvember 2016 06:30 Luka Modric þakkar Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir leikinn. Vísir/Getty Eyjamaðurinn og landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson reynir oftar en ekki að líta á björtu hliðarnar og það var vissulega margt jákvætt í leik íslenska liðsins á Maksimir-vellinum þó svo liðið hafi gengið þaðan út stigalaust. „Mér fannst vera færi á að vinna Króatana í kvöld. Þeir hafa oft spilað betur en í dag. Það segir eitthvað um völlinn líka. Þó svo þetta hafi ekki verið þeirra dagur þá voru þeir engu að síður mjög erfiðir,“ sagði Heimir skömmu eftir leik en hans lið mætti geysilega vel stemmt til leiksins og þjarmaði að Króötum í upphafi. „Við ætluðum alltaf að byrja sterkt og sýna þeim enga miskunn. Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera fínn en við fengum á okkur óþarfa mark. Flest mörk eru reyndar þannig. Við vorum þokkalega sáttir með okkur í hálfleik. Þeir voru óþægilegir í síðari hálfleik. Fóru að halda boltanum mjög vel. Þetta voru mikil hlaup hjá okkur en hróss til strákanna fyrir að halda okkur inn í leiknum alveg fram á 90. mínútu. Þá vorum við farnir svolítið langt fram og endum með að tapa 2-0 sem er auðvitað ekki gott. Við urðum samt að taka áhættu.“Allt breyttist í síðari hálfleik Íslenska liðið átti í fullu tré og rúmlega við Króatana í fyrri hálfleik og var aðeins minna með boltann. Það breyttist þó allt í síðari hálfleik er Luka Modric kom inn á miðju Króata og tók við stjórn leiksins. „Það er svolítil lykilskipting hjá þeim og við vorum svo sem búnir að undirbúa okkur fyrir hana. Það er samt erfitt að elta svona mikið. Þetta var ekki besti leikur okkar í keppninni en andstæðingurinn var mjög góður,“ segir Heimir en hann gerði ekki breytingar á sínu liði fyrr en 15 mínútur voru eftir af leiknum. „Við vorum að hugsa allan leikinn en fyrri hálfleikur var góður og svo sjáum við í seinni hálfleik hvernig þetta spilast. Við vorum allan tímann inni í leiknum og þeir sköpuðu ekki neitt á meðan við vorum að fá föst leikatriði sem við getum alltaf skorað úr. Það hefðu verið mjög góð úrslit að fá stig hér í þessum leik. Við vildum ekki fórna einhverju of snemma með skiptingum.“ Eins og áður segir var margt jákvætt í leik íslenska liðsins en hvað fannst Heimi vanta upp á hjá liðinu í þessum leik?Frekar ógeðslegur staður „Fyrst og fremst mikið af feilum hjá okkur er við unnum boltann. Slakar sendingar fram á við og héldum boltanum ekki nægilega vel. Við eigum eftir að skoða hvort það var slakt hjá okkur eða svona gott hjá Króötunum. Það var löng leið fram á við er við unnum boltann og við vorum ekki klárir í svæðunum sem við ætluðum að vinna með,“ segir Heimir en honum leið illa með að koma aftur á þennan völl og hann heldur áfram að safna leiðinlegum minningum á Maksimir. „Þetta er frekar ógeðslegur staður,“ sagði Heimir og hló við. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Eyjamaðurinn og landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson reynir oftar en ekki að líta á björtu hliðarnar og það var vissulega margt jákvætt í leik íslenska liðsins á Maksimir-vellinum þó svo liðið hafi gengið þaðan út stigalaust. „Mér fannst vera færi á að vinna Króatana í kvöld. Þeir hafa oft spilað betur en í dag. Það segir eitthvað um völlinn líka. Þó svo þetta hafi ekki verið þeirra dagur þá voru þeir engu að síður mjög erfiðir,“ sagði Heimir skömmu eftir leik en hans lið mætti geysilega vel stemmt til leiksins og þjarmaði að Króötum í upphafi. „Við ætluðum alltaf að byrja sterkt og sýna þeim enga miskunn. Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera fínn en við fengum á okkur óþarfa mark. Flest mörk eru reyndar þannig. Við vorum þokkalega sáttir með okkur í hálfleik. Þeir voru óþægilegir í síðari hálfleik. Fóru að halda boltanum mjög vel. Þetta voru mikil hlaup hjá okkur en hróss til strákanna fyrir að halda okkur inn í leiknum alveg fram á 90. mínútu. Þá vorum við farnir svolítið langt fram og endum með að tapa 2-0 sem er auðvitað ekki gott. Við urðum samt að taka áhættu.“Allt breyttist í síðari hálfleik Íslenska liðið átti í fullu tré og rúmlega við Króatana í fyrri hálfleik og var aðeins minna með boltann. Það breyttist þó allt í síðari hálfleik er Luka Modric kom inn á miðju Króata og tók við stjórn leiksins. „Það er svolítil lykilskipting hjá þeim og við vorum svo sem búnir að undirbúa okkur fyrir hana. Það er samt erfitt að elta svona mikið. Þetta var ekki besti leikur okkar í keppninni en andstæðingurinn var mjög góður,“ segir Heimir en hann gerði ekki breytingar á sínu liði fyrr en 15 mínútur voru eftir af leiknum. „Við vorum að hugsa allan leikinn en fyrri hálfleikur var góður og svo sjáum við í seinni hálfleik hvernig þetta spilast. Við vorum allan tímann inni í leiknum og þeir sköpuðu ekki neitt á meðan við vorum að fá föst leikatriði sem við getum alltaf skorað úr. Það hefðu verið mjög góð úrslit að fá stig hér í þessum leik. Við vildum ekki fórna einhverju of snemma með skiptingum.“ Eins og áður segir var margt jákvætt í leik íslenska liðsins en hvað fannst Heimi vanta upp á hjá liðinu í þessum leik?Frekar ógeðslegur staður „Fyrst og fremst mikið af feilum hjá okkur er við unnum boltann. Slakar sendingar fram á við og héldum boltanum ekki nægilega vel. Við eigum eftir að skoða hvort það var slakt hjá okkur eða svona gott hjá Króötunum. Það var löng leið fram á við er við unnum boltann og við vorum ekki klárir í svæðunum sem við ætluðum að vinna með,“ segir Heimir en honum leið illa með að koma aftur á þennan völl og hann heldur áfram að safna leiðinlegum minningum á Maksimir. „Þetta er frekar ógeðslegur staður,“ sagði Heimir og hló við.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira