Lífið

The Simpsons bregðast við Trump spádómnum: „Ömurlegt að hafa rétt fyrir sér“

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Frægt er orðið að höfundar The Simpsons spáðu fyrir um forsetatíð Trump í þætti árið 2000.
Frægt er orðið að höfundar The Simpsons spáðu fyrir um forsetatíð Trump í þætti árið 2000. Vísir/Skjáskot
Frægt er orðið að höfundar The Simpsons spáðu fyrir um forsetatíð Donalds Trump í þættinum Bart to the Future, sem var fyrst sýndur í mars árið 2000.

Í þættinum sér Bart framtíðina, þar sem systir hans Lisa er fyrsti gagnkynhneigði kvenforseti Bandaríkjanna. Hennar bíður mikið verk þar sem fyrirrennari hennar í embætti, Donald Trump, skildi ríkissjóð Bandaríkjanna eftir í hræðilegu ástandi og Bandaríkin eru gjaldþrota.

Nú þegar ljóst er að höfundar þáttarinns höfðu rétt fyrir sér, brugðu þeir á það ráð að gangast við spádómnum í nýjasta þættinum, sem sýndur var vestanhafs í gær. Notuðu þeir upphafsatriðið fræga, þar sem Bart skrifar alltaf eitthvað á krítartöflu í byrjun hvers þáttar. Á töflunni í þætti gærkvöldsins  stóð einfaldlega „það er ömurlegt að hafa rétt fyrir sér.“

Einn höfunda þáttanna, Dan Greaney, sagði í viðtali við The Hollywood Reporter í mars síðastliðnum að þættinum hafi ætlað að vera viðvörun til Bandaríkjamanna. 

„Það virtist vera síðasta skrefið áður en botninum væri náð. Þessi hugmynd kom upp því hún var í takt við þá hugmynd að Bandaríkin væru að missa vitið,“ sagði Greaney. 

Sjá einnig: Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump

Þetta er ekki í eina skiptið sem höfundar Simpsons hafa náð að spá fyrir um framtíðina. Fyrir sex árum spáðu þeir fyrir að Bengt Holström myndi hljóta Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2016, sem hann gerði. Þá hjálpuðu þeir einnig við fínpússun á hönnun iPhone, spáðu fyrir um Apple úrin og sögðu að hljómsveitin the Rolling Stones yrði enn á tónleikaferðalagi árið 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×