Tækifæri sem verður að nýta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2016 06:00 Heimir vill nýta Möltuleikinn sem best. vísir/epa Íslenska karlalandsliðið leikur í kvöld sinn síðasta leik á mögnuðu knattspyrnuári sem er að baki. Andstæðingurinn verður lið Möltu en leikið verður á Ta'Qali-leikvanginum í bænum Attard. „Við viljum gera vel í lokaleiknum okkar á þessu ári. Þetta hafa verið alls sautján leikir, við höfum því verið mikið saman og okkur langar til að enda árið vel,“ sagði Heimir Hallgrímsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Íslendingar töpuðu um helgina sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018 er strákarnir okkar urðu að játa sig sigraða gegn sterku liði Króatíu ytra, 2-0. Heimir segir að tapleikir sitji aldrei vel í sér. „En við erum samt ekkert búnir að dvelja lengi við þennan leik. Það verður nægur tími til að kryfja hann fyrir næsta mótsleik, sem verður í mars. Nú viljum við einbeita okkur að Möltu.“Langflestir fá mínútur Líklegt er að leikmenn sem hafa staðið að mestu fyrir utan byrjunarlið Íslands fái tækifæri í kvöld. Aron Elís Þrándarson er reyndar ekki leikfær eftir að hafa tognað á æfingu og þá er Gylfi Þór Sigurðsson tæpur vegna meiðsla og mun því líklega ekkert koma við sögu. „Vonandi getum við gefið langflestum leikmönnum mínútur í þessari ferð. Það hefur verið vaninn hjá okkur þegar við eigum vináttulandsleik eftir mótsleik,“ segir Heimir og nefnir tvær ástæður fyrir mikilvægi þess. „Við höfum fyrir það fyrsta lent í bæði leikbönnum og meiðslum eftir EM í sumar. Þá er gott að eiga leikmenn sem hafa spilað með okkur og verið í ákveðnum hlutverkum,“ segir Heimir. „Svo þurfum við líka að hugsa til framtíðar. Við verðum ekki með sama byrjunarliðið endalaust. Nýir menn verða að fá að spila og því nálgumst við þennan leik með það í huga að bæði auka breiddina og hugsa líka til framtíðar.“Þetta er alvöru leikur Þrátt fyrir gott gengi okkar manna í keppnisleikjum síðastliðin ár hafa úrslitin ekki verið jafn góð í vináttulandsleikjum. Heimir segist vilja vinna alla leiki sem liðið fer í en segir þó að aðaláherslan verði á að leikmenn nýti tækifærið og standi sig vel. „Margir hafa nýtt sér vináttulandsleiki til að smokra sér inn í byrjunarliðið í mótsleikjum. Þetta er því stórt tækifæri fyrir okkar leikmenn og menn eiga því að sjálfsögðu að líta á leikinn sem alvöruleik – þó svo að hann heiti vináttulandsleikur,“ sagði Heimir enn fremur. „Auðvitað viljum við vinna alla leiki og lið eru dæmd af úrslitum. En aðalmálið er að frammistaðan verði góð og menn leggi allt sitt í verkefnið. Þegar fram líða stundir verður það það sem mestu máli skiptir. Við viljum því hvort tveggja – góðan leik og sigur.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið leikur í kvöld sinn síðasta leik á mögnuðu knattspyrnuári sem er að baki. Andstæðingurinn verður lið Möltu en leikið verður á Ta'Qali-leikvanginum í bænum Attard. „Við viljum gera vel í lokaleiknum okkar á þessu ári. Þetta hafa verið alls sautján leikir, við höfum því verið mikið saman og okkur langar til að enda árið vel,“ sagði Heimir Hallgrímsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Íslendingar töpuðu um helgina sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018 er strákarnir okkar urðu að játa sig sigraða gegn sterku liði Króatíu ytra, 2-0. Heimir segir að tapleikir sitji aldrei vel í sér. „En við erum samt ekkert búnir að dvelja lengi við þennan leik. Það verður nægur tími til að kryfja hann fyrir næsta mótsleik, sem verður í mars. Nú viljum við einbeita okkur að Möltu.“Langflestir fá mínútur Líklegt er að leikmenn sem hafa staðið að mestu fyrir utan byrjunarlið Íslands fái tækifæri í kvöld. Aron Elís Þrándarson er reyndar ekki leikfær eftir að hafa tognað á æfingu og þá er Gylfi Þór Sigurðsson tæpur vegna meiðsla og mun því líklega ekkert koma við sögu. „Vonandi getum við gefið langflestum leikmönnum mínútur í þessari ferð. Það hefur verið vaninn hjá okkur þegar við eigum vináttulandsleik eftir mótsleik,“ segir Heimir og nefnir tvær ástæður fyrir mikilvægi þess. „Við höfum fyrir það fyrsta lent í bæði leikbönnum og meiðslum eftir EM í sumar. Þá er gott að eiga leikmenn sem hafa spilað með okkur og verið í ákveðnum hlutverkum,“ segir Heimir. „Svo þurfum við líka að hugsa til framtíðar. Við verðum ekki með sama byrjunarliðið endalaust. Nýir menn verða að fá að spila og því nálgumst við þennan leik með það í huga að bæði auka breiddina og hugsa líka til framtíðar.“Þetta er alvöru leikur Þrátt fyrir gott gengi okkar manna í keppnisleikjum síðastliðin ár hafa úrslitin ekki verið jafn góð í vináttulandsleikjum. Heimir segist vilja vinna alla leiki sem liðið fer í en segir þó að aðaláherslan verði á að leikmenn nýti tækifærið og standi sig vel. „Margir hafa nýtt sér vináttulandsleiki til að smokra sér inn í byrjunarliðið í mótsleikjum. Þetta er því stórt tækifæri fyrir okkar leikmenn og menn eiga því að sjálfsögðu að líta á leikinn sem alvöruleik – þó svo að hann heiti vináttulandsleikur,“ sagði Heimir enn fremur. „Auðvitað viljum við vinna alla leiki og lið eru dæmd af úrslitum. En aðalmálið er að frammistaðan verði góð og menn leggi allt sitt í verkefnið. Þegar fram líða stundir verður það það sem mestu máli skiptir. Við viljum því hvort tveggja – góðan leik og sigur.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn