Kristinn Freyr: Ekki að hugsa um Sundsvall sem stökkpall Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2016 11:45 Kristinn Freyr í baráttu í leik Vals og Breiðabliks í sumar. Vísir/Anton Kristinn Freyr Sigurðsson gerði í morgun þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Sundsvall eins og áður hefur verið greint frá. Hann segist vera spenntur fyrir nýrri áskorun á sínum ferli en hann hefur nú lengi stefnt að því að komast að hjá atvinnumannaliði ytra. „Ég er mjög ánægður. Loksins er ég kominn með lið. Ég er spenntur fyrir framhaldinu,“ sagði Kristinn Freyr í samtali við Vísi í dag. Sjá einnig: Kristinn Freyr genginn í raðir Sundsvall Hann segist hafa fundið fyrir miklum áhuga hjá forráðamönnum Sundsvall þegar hann skoðaði aðstæður hjá félaginu og að það hafi haft mikið að segja.Kristinn Freyr Sigurðsson er farinn í atvinnumennskuna.vísir/anton brink„Það var mikill áhugi og hefur verið lengi. Það heillaði mig mikið,“ segir Kristinn Freyr en viðræðuferlið hefur staðið yfir í nokkurn tíma. „Það er eins og gengur og gerist. Báðir aðilar verða að vera sáttir og þetta endaði þannig að ég er sáttur við það sem þeir buðu mér.“ Vil bara spila vel Meðal fyrrverandi leikmanna GIF Sundsvall má nefna Ara Frey Skúlason, Rúnar Má Sigurjónsson og Jón Guðna Fjóluson sem eru allir að spila með sterkari liðum í dag. Kristinn Freyr segir að það sé gott að vita af því að Íslendingar hafi áður staðið sig vel hjá félaginu. Sjá einnig: Kristinn Freyr með samningstilboð frá Sundsvall „En ég er ekkert að pæla í því hvar þeir eru í dag. Fyrst og fremst ætla ég að hugsa um að standa mig vel hjá Sundsvall. Ég er ekki að hugsa um þetta lið sem stökkpall fyrir mig. Ég vil bara spila vel,“ sagði hann. Sundsvall hafnaði í þrettánda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í haust og liðið stefnir hærra á næstu leiktíð. „Það er mikill hugur í mönnum og það er allt til alls til að gera betur. Ég er spenntur fyrir framhaldinu.“FH lagði fram tilboð Kristinn Freyr er 24 ára uppalinn Fjölnismaður en hann gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2012. Hann blómstraði í sumar, skoraði fjórtán mörk og var valinn besti leikmaður deildarinnar. Hann varð samningslaus í lok tímabilsins og en beið með viðræður við íslensk lið þar til að ljóst yrði hvort hann fengi tækifæri utan landsteinanna. Sjá einnig: FH-ingar hafa rætt við Kristin Frey „Valur og FH sýndu mér áhuga,“ segir Kristinn Freyr sem staðfestir að hann hafi fengið tilboð frá FH, sem og öðru liði. „En hitt var í algjörum forgangi hjá mér og því fór ég aldrei í neinar viðræður við íslensk lið.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn Freyr: Þetta var siðlaust, ég viðurkenni það Kristinn Freyr Sigurðsson var enn og aftur á skotskónum með Valsmönnum í kvöld þegar þeir mættu KR. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri þegar Valsarar unnu sinn þriðja sigur í röð í Pepsi-deildinni. 28. ágúst 2016 22:37 Kristinn bestur og Óttar efnilegastur Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals, var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla af leikmönnum. 1. október 2016 16:20 Kristinn Freyr genginn í raðir Sundsvall Besti leikmaður Pepsi-deildarinnar spilar í Svíþjóð á næsta ári. 15. nóvember 2016 09:57 Kristinn Freyr með samningstilboð frá Sundsvall Margt bendir til þess að Kristinn Freyr Sigurðsson, besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2016, sé á leið til sænska liðsins GIF Sundsvall. 31. október 2016 20:26 FH-ingar hafa rætt við Kristin Frey Kristinn Freyr Sigurðsson fór á kostum með bikarmeisturum Vals í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar og það þarf ekki að koma á óvart að bæði lið hérlendis sem og erlendis hafi áhuga á kappanum. 25. október 2016 08:30 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Kristinn Freyr Sigurðsson gerði í morgun þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Sundsvall eins og áður hefur verið greint frá. Hann segist vera spenntur fyrir nýrri áskorun á sínum ferli en hann hefur nú lengi stefnt að því að komast að hjá atvinnumannaliði ytra. „Ég er mjög ánægður. Loksins er ég kominn með lið. Ég er spenntur fyrir framhaldinu,“ sagði Kristinn Freyr í samtali við Vísi í dag. Sjá einnig: Kristinn Freyr genginn í raðir Sundsvall Hann segist hafa fundið fyrir miklum áhuga hjá forráðamönnum Sundsvall þegar hann skoðaði aðstæður hjá félaginu og að það hafi haft mikið að segja.Kristinn Freyr Sigurðsson er farinn í atvinnumennskuna.vísir/anton brink„Það var mikill áhugi og hefur verið lengi. Það heillaði mig mikið,“ segir Kristinn Freyr en viðræðuferlið hefur staðið yfir í nokkurn tíma. „Það er eins og gengur og gerist. Báðir aðilar verða að vera sáttir og þetta endaði þannig að ég er sáttur við það sem þeir buðu mér.“ Vil bara spila vel Meðal fyrrverandi leikmanna GIF Sundsvall má nefna Ara Frey Skúlason, Rúnar Má Sigurjónsson og Jón Guðna Fjóluson sem eru allir að spila með sterkari liðum í dag. Kristinn Freyr segir að það sé gott að vita af því að Íslendingar hafi áður staðið sig vel hjá félaginu. Sjá einnig: Kristinn Freyr með samningstilboð frá Sundsvall „En ég er ekkert að pæla í því hvar þeir eru í dag. Fyrst og fremst ætla ég að hugsa um að standa mig vel hjá Sundsvall. Ég er ekki að hugsa um þetta lið sem stökkpall fyrir mig. Ég vil bara spila vel,“ sagði hann. Sundsvall hafnaði í þrettánda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í haust og liðið stefnir hærra á næstu leiktíð. „Það er mikill hugur í mönnum og það er allt til alls til að gera betur. Ég er spenntur fyrir framhaldinu.“FH lagði fram tilboð Kristinn Freyr er 24 ára uppalinn Fjölnismaður en hann gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2012. Hann blómstraði í sumar, skoraði fjórtán mörk og var valinn besti leikmaður deildarinnar. Hann varð samningslaus í lok tímabilsins og en beið með viðræður við íslensk lið þar til að ljóst yrði hvort hann fengi tækifæri utan landsteinanna. Sjá einnig: FH-ingar hafa rætt við Kristin Frey „Valur og FH sýndu mér áhuga,“ segir Kristinn Freyr sem staðfestir að hann hafi fengið tilboð frá FH, sem og öðru liði. „En hitt var í algjörum forgangi hjá mér og því fór ég aldrei í neinar viðræður við íslensk lið.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn Freyr: Þetta var siðlaust, ég viðurkenni það Kristinn Freyr Sigurðsson var enn og aftur á skotskónum með Valsmönnum í kvöld þegar þeir mættu KR. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri þegar Valsarar unnu sinn þriðja sigur í röð í Pepsi-deildinni. 28. ágúst 2016 22:37 Kristinn bestur og Óttar efnilegastur Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals, var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla af leikmönnum. 1. október 2016 16:20 Kristinn Freyr genginn í raðir Sundsvall Besti leikmaður Pepsi-deildarinnar spilar í Svíþjóð á næsta ári. 15. nóvember 2016 09:57 Kristinn Freyr með samningstilboð frá Sundsvall Margt bendir til þess að Kristinn Freyr Sigurðsson, besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2016, sé á leið til sænska liðsins GIF Sundsvall. 31. október 2016 20:26 FH-ingar hafa rætt við Kristin Frey Kristinn Freyr Sigurðsson fór á kostum með bikarmeisturum Vals í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar og það þarf ekki að koma á óvart að bæði lið hérlendis sem og erlendis hafi áhuga á kappanum. 25. október 2016 08:30 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Kristinn Freyr: Þetta var siðlaust, ég viðurkenni það Kristinn Freyr Sigurðsson var enn og aftur á skotskónum með Valsmönnum í kvöld þegar þeir mættu KR. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri þegar Valsarar unnu sinn þriðja sigur í röð í Pepsi-deildinni. 28. ágúst 2016 22:37
Kristinn bestur og Óttar efnilegastur Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals, var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla af leikmönnum. 1. október 2016 16:20
Kristinn Freyr genginn í raðir Sundsvall Besti leikmaður Pepsi-deildarinnar spilar í Svíþjóð á næsta ári. 15. nóvember 2016 09:57
Kristinn Freyr með samningstilboð frá Sundsvall Margt bendir til þess að Kristinn Freyr Sigurðsson, besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2016, sé á leið til sænska liðsins GIF Sundsvall. 31. október 2016 20:26
FH-ingar hafa rætt við Kristin Frey Kristinn Freyr Sigurðsson fór á kostum með bikarmeisturum Vals í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar og það þarf ekki að koma á óvart að bæði lið hérlendis sem og erlendis hafi áhuga á kappanum. 25. október 2016 08:30