Kristinn Freyr: Ekki að hugsa um Sundsvall sem stökkpall Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2016 11:45 Kristinn Freyr í baráttu í leik Vals og Breiðabliks í sumar. Vísir/Anton Kristinn Freyr Sigurðsson gerði í morgun þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Sundsvall eins og áður hefur verið greint frá. Hann segist vera spenntur fyrir nýrri áskorun á sínum ferli en hann hefur nú lengi stefnt að því að komast að hjá atvinnumannaliði ytra. „Ég er mjög ánægður. Loksins er ég kominn með lið. Ég er spenntur fyrir framhaldinu,“ sagði Kristinn Freyr í samtali við Vísi í dag. Sjá einnig: Kristinn Freyr genginn í raðir Sundsvall Hann segist hafa fundið fyrir miklum áhuga hjá forráðamönnum Sundsvall þegar hann skoðaði aðstæður hjá félaginu og að það hafi haft mikið að segja.Kristinn Freyr Sigurðsson er farinn í atvinnumennskuna.vísir/anton brink„Það var mikill áhugi og hefur verið lengi. Það heillaði mig mikið,“ segir Kristinn Freyr en viðræðuferlið hefur staðið yfir í nokkurn tíma. „Það er eins og gengur og gerist. Báðir aðilar verða að vera sáttir og þetta endaði þannig að ég er sáttur við það sem þeir buðu mér.“ Vil bara spila vel Meðal fyrrverandi leikmanna GIF Sundsvall má nefna Ara Frey Skúlason, Rúnar Má Sigurjónsson og Jón Guðna Fjóluson sem eru allir að spila með sterkari liðum í dag. Kristinn Freyr segir að það sé gott að vita af því að Íslendingar hafi áður staðið sig vel hjá félaginu. Sjá einnig: Kristinn Freyr með samningstilboð frá Sundsvall „En ég er ekkert að pæla í því hvar þeir eru í dag. Fyrst og fremst ætla ég að hugsa um að standa mig vel hjá Sundsvall. Ég er ekki að hugsa um þetta lið sem stökkpall fyrir mig. Ég vil bara spila vel,“ sagði hann. Sundsvall hafnaði í þrettánda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í haust og liðið stefnir hærra á næstu leiktíð. „Það er mikill hugur í mönnum og það er allt til alls til að gera betur. Ég er spenntur fyrir framhaldinu.“FH lagði fram tilboð Kristinn Freyr er 24 ára uppalinn Fjölnismaður en hann gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2012. Hann blómstraði í sumar, skoraði fjórtán mörk og var valinn besti leikmaður deildarinnar. Hann varð samningslaus í lok tímabilsins og en beið með viðræður við íslensk lið þar til að ljóst yrði hvort hann fengi tækifæri utan landsteinanna. Sjá einnig: FH-ingar hafa rætt við Kristin Frey „Valur og FH sýndu mér áhuga,“ segir Kristinn Freyr sem staðfestir að hann hafi fengið tilboð frá FH, sem og öðru liði. „En hitt var í algjörum forgangi hjá mér og því fór ég aldrei í neinar viðræður við íslensk lið.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn Freyr: Þetta var siðlaust, ég viðurkenni það Kristinn Freyr Sigurðsson var enn og aftur á skotskónum með Valsmönnum í kvöld þegar þeir mættu KR. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri þegar Valsarar unnu sinn þriðja sigur í röð í Pepsi-deildinni. 28. ágúst 2016 22:37 Kristinn bestur og Óttar efnilegastur Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals, var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla af leikmönnum. 1. október 2016 16:20 Kristinn Freyr genginn í raðir Sundsvall Besti leikmaður Pepsi-deildarinnar spilar í Svíþjóð á næsta ári. 15. nóvember 2016 09:57 Kristinn Freyr með samningstilboð frá Sundsvall Margt bendir til þess að Kristinn Freyr Sigurðsson, besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2016, sé á leið til sænska liðsins GIF Sundsvall. 31. október 2016 20:26 FH-ingar hafa rætt við Kristin Frey Kristinn Freyr Sigurðsson fór á kostum með bikarmeisturum Vals í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar og það þarf ekki að koma á óvart að bæði lið hérlendis sem og erlendis hafi áhuga á kappanum. 25. október 2016 08:30 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Kristinn Freyr Sigurðsson gerði í morgun þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Sundsvall eins og áður hefur verið greint frá. Hann segist vera spenntur fyrir nýrri áskorun á sínum ferli en hann hefur nú lengi stefnt að því að komast að hjá atvinnumannaliði ytra. „Ég er mjög ánægður. Loksins er ég kominn með lið. Ég er spenntur fyrir framhaldinu,“ sagði Kristinn Freyr í samtali við Vísi í dag. Sjá einnig: Kristinn Freyr genginn í raðir Sundsvall Hann segist hafa fundið fyrir miklum áhuga hjá forráðamönnum Sundsvall þegar hann skoðaði aðstæður hjá félaginu og að það hafi haft mikið að segja.Kristinn Freyr Sigurðsson er farinn í atvinnumennskuna.vísir/anton brink„Það var mikill áhugi og hefur verið lengi. Það heillaði mig mikið,“ segir Kristinn Freyr en viðræðuferlið hefur staðið yfir í nokkurn tíma. „Það er eins og gengur og gerist. Báðir aðilar verða að vera sáttir og þetta endaði þannig að ég er sáttur við það sem þeir buðu mér.“ Vil bara spila vel Meðal fyrrverandi leikmanna GIF Sundsvall má nefna Ara Frey Skúlason, Rúnar Má Sigurjónsson og Jón Guðna Fjóluson sem eru allir að spila með sterkari liðum í dag. Kristinn Freyr segir að það sé gott að vita af því að Íslendingar hafi áður staðið sig vel hjá félaginu. Sjá einnig: Kristinn Freyr með samningstilboð frá Sundsvall „En ég er ekkert að pæla í því hvar þeir eru í dag. Fyrst og fremst ætla ég að hugsa um að standa mig vel hjá Sundsvall. Ég er ekki að hugsa um þetta lið sem stökkpall fyrir mig. Ég vil bara spila vel,“ sagði hann. Sundsvall hafnaði í þrettánda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í haust og liðið stefnir hærra á næstu leiktíð. „Það er mikill hugur í mönnum og það er allt til alls til að gera betur. Ég er spenntur fyrir framhaldinu.“FH lagði fram tilboð Kristinn Freyr er 24 ára uppalinn Fjölnismaður en hann gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2012. Hann blómstraði í sumar, skoraði fjórtán mörk og var valinn besti leikmaður deildarinnar. Hann varð samningslaus í lok tímabilsins og en beið með viðræður við íslensk lið þar til að ljóst yrði hvort hann fengi tækifæri utan landsteinanna. Sjá einnig: FH-ingar hafa rætt við Kristin Frey „Valur og FH sýndu mér áhuga,“ segir Kristinn Freyr sem staðfestir að hann hafi fengið tilboð frá FH, sem og öðru liði. „En hitt var í algjörum forgangi hjá mér og því fór ég aldrei í neinar viðræður við íslensk lið.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn Freyr: Þetta var siðlaust, ég viðurkenni það Kristinn Freyr Sigurðsson var enn og aftur á skotskónum með Valsmönnum í kvöld þegar þeir mættu KR. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri þegar Valsarar unnu sinn þriðja sigur í röð í Pepsi-deildinni. 28. ágúst 2016 22:37 Kristinn bestur og Óttar efnilegastur Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals, var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla af leikmönnum. 1. október 2016 16:20 Kristinn Freyr genginn í raðir Sundsvall Besti leikmaður Pepsi-deildarinnar spilar í Svíþjóð á næsta ári. 15. nóvember 2016 09:57 Kristinn Freyr með samningstilboð frá Sundsvall Margt bendir til þess að Kristinn Freyr Sigurðsson, besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2016, sé á leið til sænska liðsins GIF Sundsvall. 31. október 2016 20:26 FH-ingar hafa rætt við Kristin Frey Kristinn Freyr Sigurðsson fór á kostum með bikarmeisturum Vals í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar og það þarf ekki að koma á óvart að bæði lið hérlendis sem og erlendis hafi áhuga á kappanum. 25. október 2016 08:30 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Kristinn Freyr: Þetta var siðlaust, ég viðurkenni það Kristinn Freyr Sigurðsson var enn og aftur á skotskónum með Valsmönnum í kvöld þegar þeir mættu KR. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri þegar Valsarar unnu sinn þriðja sigur í röð í Pepsi-deildinni. 28. ágúst 2016 22:37
Kristinn bestur og Óttar efnilegastur Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals, var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla af leikmönnum. 1. október 2016 16:20
Kristinn Freyr genginn í raðir Sundsvall Besti leikmaður Pepsi-deildarinnar spilar í Svíþjóð á næsta ári. 15. nóvember 2016 09:57
Kristinn Freyr með samningstilboð frá Sundsvall Margt bendir til þess að Kristinn Freyr Sigurðsson, besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2016, sé á leið til sænska liðsins GIF Sundsvall. 31. október 2016 20:26
FH-ingar hafa rætt við Kristin Frey Kristinn Freyr Sigurðsson fór á kostum með bikarmeisturum Vals í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar og það þarf ekki að koma á óvart að bæði lið hérlendis sem og erlendis hafi áhuga á kappanum. 25. október 2016 08:30