Fyrrverandi eigandi Buy.is ákærður fyrir að svíkja rúmlega hundrað milljónir undan skatti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 13:28 Friðjón Gunnar Björgvinsson. vísir/vilhelm Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Friðjóni Gunnari Björgvinssyni, fyrrverandi eiganda netverslunarinnar Buy.is, fyrir meiriháttar brot gegn skatta-og bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti. Þá er eiginkona hans einnig ákærð fyrir peningaþvætti. Meint skattsvik nema rúmlega 100 milljónum króna en málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Friðjóni er gefið að sök að hafa að hafa vantalið virðisaukaskatt vegna einkahlutafélagsins Gegn einokun á árunum 2012 og 2013 en samkvæmt ákæru nemur upphæðin 83,5 milljónum króna. Þá er hann jafnframt ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti vegna einkahlutafélagsins 1949 en sú upphæð nemur um 2,5 milljónum króna. Þá er Friðjón einnig ákærður fyrir að hafa ekki talið fram tekjur sem nema rúmlega 41 milljón króna. Með því sveik hann tæplega 16,5 milljónir undan skatti þar sem hann greiddi hvorki tekjuskatt né útsvar. Friðjón og eiginkona hans eru síðan bæði ákærð fyrir peningaþvætti. Þannig er manninum gefið að sök að hafa lagt eða látið leggja rúmlega 21 milljón króna, sem var hluti ávinningsins af skattsvikunum, inn á bankariekning sinn hjá Landsbankanum. Þar geymdi hann peninginn þar til hann ráðstafaði honum til þess að greiða kreditkortareikninga þeirra hjóna. Þá er Friðjón ákærður fyrir að hafa lagt tæplega 11,5 milljónir króna inn á bankareikning eiginkonu sinnar og er hún einnig ákærð fyrir peningaþvætti vegna þessa þar sem hún veitti upphæðinni viðtöku á bankareikningi sínum. Undanfarin ár hafa ítrekað komið upp ásakanir á hendur Friðjóni um kennitöluflakk vegna viðskipta hans. Þannig var greint frá því í í DV ágúst 2014 að 12 af 17 hlutafélögum sem Friðjón tengist hafi verið lýst gjaldþrota. Tengdar fréttir Krefur eigendur Eplis um 40 milljónir í skaðabætur Friðjón Björgvin Gunnarsson telur lögbann á innflutning Buy.is á Apple vörum hafa keyrt rekstur Buy.is í þrot. 8. desember 2015 15:01 Dómarinn fór í leyfi svo taka þarf skýrslur af vitnum á nýjan leik Eigandi Buy.is stefndi eiganda iPhone.is fyrir að kalla hann óheiðarlegan skattsvikara, væna hann um kennitöluflakk. Þá á hann að hafa svikið út vörur og þjónustu án þess að greiða skatta eða gjöld. 18. febrúar 2014 12:07 Eigendur Buy.is og iPhone.is saka hvor annan um meiðyrði Eigandi Buy.is sakar eiganda iPhone.is um að kalla sig skattsvikara og stunda kennitöluflakk. 8. nóvember 2013 15:27 Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Friðjóni Gunnari Björgvinssyni, fyrrverandi eiganda netverslunarinnar Buy.is, fyrir meiriháttar brot gegn skatta-og bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti. Þá er eiginkona hans einnig ákærð fyrir peningaþvætti. Meint skattsvik nema rúmlega 100 milljónum króna en málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Friðjóni er gefið að sök að hafa að hafa vantalið virðisaukaskatt vegna einkahlutafélagsins Gegn einokun á árunum 2012 og 2013 en samkvæmt ákæru nemur upphæðin 83,5 milljónum króna. Þá er hann jafnframt ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti vegna einkahlutafélagsins 1949 en sú upphæð nemur um 2,5 milljónum króna. Þá er Friðjón einnig ákærður fyrir að hafa ekki talið fram tekjur sem nema rúmlega 41 milljón króna. Með því sveik hann tæplega 16,5 milljónir undan skatti þar sem hann greiddi hvorki tekjuskatt né útsvar. Friðjón og eiginkona hans eru síðan bæði ákærð fyrir peningaþvætti. Þannig er manninum gefið að sök að hafa lagt eða látið leggja rúmlega 21 milljón króna, sem var hluti ávinningsins af skattsvikunum, inn á bankariekning sinn hjá Landsbankanum. Þar geymdi hann peninginn þar til hann ráðstafaði honum til þess að greiða kreditkortareikninga þeirra hjóna. Þá er Friðjón ákærður fyrir að hafa lagt tæplega 11,5 milljónir króna inn á bankareikning eiginkonu sinnar og er hún einnig ákærð fyrir peningaþvætti vegna þessa þar sem hún veitti upphæðinni viðtöku á bankareikningi sínum. Undanfarin ár hafa ítrekað komið upp ásakanir á hendur Friðjóni um kennitöluflakk vegna viðskipta hans. Þannig var greint frá því í í DV ágúst 2014 að 12 af 17 hlutafélögum sem Friðjón tengist hafi verið lýst gjaldþrota.
Tengdar fréttir Krefur eigendur Eplis um 40 milljónir í skaðabætur Friðjón Björgvin Gunnarsson telur lögbann á innflutning Buy.is á Apple vörum hafa keyrt rekstur Buy.is í þrot. 8. desember 2015 15:01 Dómarinn fór í leyfi svo taka þarf skýrslur af vitnum á nýjan leik Eigandi Buy.is stefndi eiganda iPhone.is fyrir að kalla hann óheiðarlegan skattsvikara, væna hann um kennitöluflakk. Þá á hann að hafa svikið út vörur og þjónustu án þess að greiða skatta eða gjöld. 18. febrúar 2014 12:07 Eigendur Buy.is og iPhone.is saka hvor annan um meiðyrði Eigandi Buy.is sakar eiganda iPhone.is um að kalla sig skattsvikara og stunda kennitöluflakk. 8. nóvember 2013 15:27 Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Krefur eigendur Eplis um 40 milljónir í skaðabætur Friðjón Björgvin Gunnarsson telur lögbann á innflutning Buy.is á Apple vörum hafa keyrt rekstur Buy.is í þrot. 8. desember 2015 15:01
Dómarinn fór í leyfi svo taka þarf skýrslur af vitnum á nýjan leik Eigandi Buy.is stefndi eiganda iPhone.is fyrir að kalla hann óheiðarlegan skattsvikara, væna hann um kennitöluflakk. Þá á hann að hafa svikið út vörur og þjónustu án þess að greiða skatta eða gjöld. 18. febrúar 2014 12:07
Eigendur Buy.is og iPhone.is saka hvor annan um meiðyrði Eigandi Buy.is sakar eiganda iPhone.is um að kalla sig skattsvikara og stunda kennitöluflakk. 8. nóvember 2013 15:27