Góð samskipti bæta eigin vellíðan og annarra Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 09:15 "Þegar skriftunum var lokið var ég svo þakklát fyrir hvar ég er stödd í dag,“ segir Aðalbjörg Stefanía. Vísir/Anton Brink Samskipti verða í brennidepli í heimspekikaffi í Borgarbókasafninu Gerðubergi í kvöld, 16. nóvember, klukkan 20. Þar munu Gunnar Hersveinn heimspekingur og Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, deildarstjóri hjúkrunar á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, meðal annars glíma við eftirfarandi spurningar: Hvað merkir það að vera einlægur og trúverðugur í samskiptum? Hvaða afleiðingar hefur það að hlusta ekki á aðra? Hvernig þróast vond samskipti? Hver nennir að breyta sjálfum sér? Aðalbjörg Stefanía skrifaði nýlega bók um hvernig góð samskipti bæta eigin vellíðan og annarra. Bókin nefnist Samskiptaboðorðin. „Bókin er ástæða þess að Gunnar Hersveinn bað mig að koma,“ segir Aðalbjörg. „Við ætlum að ræða um samskiptagreind og samskipti almennt, meðal annars í ljósi heimspekilegra fræða og ég kem með innlegg um hvernig heiðarleiki birtist í samskiptum. Svo ætlum við líka að tala um samskiptaboðorðin: horfa, heilsa, hlusta, hljóma, hrósa og hjálpa og ég kem með dæmi um þau. Enda eru þau dálítið rauði þráðurinn í bókinni minni og eru meira að segja rauðmerkt til að skerpa á þeim.“ Bók Aðalbjargar er mjög persónuleg og einlæg. Skyldi ekki hafa tekið á að skrifa hana? „Það var erfiðast að ákveða að skrifa bókina út frá hjartanu. Ég skilaði inn handriti árið 2014, það var eiginlega fræðibók um samskipti. En á vegferðinni varð hún persónuleg, ritstjórinn minn, hún Guðrún Sigfúsdóttir, hvatti mig til þess. Oft er undanfari stórra ákvarðana erfiðastur, þegar þær hafa verið teknar verður eftirleikurinn auðveldari. Ég bara hugsaði: Aðalbjörg, nú leggur þú allt á borð. Ef þessi bók á að verða trúverðug og koma til skila því sem þú vilt, þá skalt þú sjálf vera opin og heiðarleg – og allt í einu lék þetta verkefni í höndunum á mér.“ Aðalbjörg viðurkennir að sumt hafi reynst átak að rifja upp, eins og kynferðislegt ofbeldi sem hún hafi haldið leyndu að mestu. Eða þegar samskipti hennar og eiginmannsins voru komin á svo vondan stað að fátt annað en kraftaverk gat bjargað þeim. „En þegar skriftunum var lokið var ég svo þakklát fyrir hvar ég er stödd í dag,“ segir hún. „Við eigum öll okkar hugsjónir og þegar maður finnur sig hafa tilgang og getur gengið fram í honum, þá fyllist maður hamingju.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. nóvember 2016. Lífið Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Samskipti verða í brennidepli í heimspekikaffi í Borgarbókasafninu Gerðubergi í kvöld, 16. nóvember, klukkan 20. Þar munu Gunnar Hersveinn heimspekingur og Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, deildarstjóri hjúkrunar á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, meðal annars glíma við eftirfarandi spurningar: Hvað merkir það að vera einlægur og trúverðugur í samskiptum? Hvaða afleiðingar hefur það að hlusta ekki á aðra? Hvernig þróast vond samskipti? Hver nennir að breyta sjálfum sér? Aðalbjörg Stefanía skrifaði nýlega bók um hvernig góð samskipti bæta eigin vellíðan og annarra. Bókin nefnist Samskiptaboðorðin. „Bókin er ástæða þess að Gunnar Hersveinn bað mig að koma,“ segir Aðalbjörg. „Við ætlum að ræða um samskiptagreind og samskipti almennt, meðal annars í ljósi heimspekilegra fræða og ég kem með innlegg um hvernig heiðarleiki birtist í samskiptum. Svo ætlum við líka að tala um samskiptaboðorðin: horfa, heilsa, hlusta, hljóma, hrósa og hjálpa og ég kem með dæmi um þau. Enda eru þau dálítið rauði þráðurinn í bókinni minni og eru meira að segja rauðmerkt til að skerpa á þeim.“ Bók Aðalbjargar er mjög persónuleg og einlæg. Skyldi ekki hafa tekið á að skrifa hana? „Það var erfiðast að ákveða að skrifa bókina út frá hjartanu. Ég skilaði inn handriti árið 2014, það var eiginlega fræðibók um samskipti. En á vegferðinni varð hún persónuleg, ritstjórinn minn, hún Guðrún Sigfúsdóttir, hvatti mig til þess. Oft er undanfari stórra ákvarðana erfiðastur, þegar þær hafa verið teknar verður eftirleikurinn auðveldari. Ég bara hugsaði: Aðalbjörg, nú leggur þú allt á borð. Ef þessi bók á að verða trúverðug og koma til skila því sem þú vilt, þá skalt þú sjálf vera opin og heiðarleg – og allt í einu lék þetta verkefni í höndunum á mér.“ Aðalbjörg viðurkennir að sumt hafi reynst átak að rifja upp, eins og kynferðislegt ofbeldi sem hún hafi haldið leyndu að mestu. Eða þegar samskipti hennar og eiginmannsins voru komin á svo vondan stað að fátt annað en kraftaverk gat bjargað þeim. „En þegar skriftunum var lokið var ég svo þakklát fyrir hvar ég er stödd í dag,“ segir hún. „Við eigum öll okkar hugsjónir og þegar maður finnur sig hafa tilgang og getur gengið fram í honum, þá fyllist maður hamingju.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning