Nintendo kynnir nýjan Super Mario til leiks Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2016 13:14 Fyrirtækið Nintendo hefur kynnt nýjan Super Mario leik fyrir snjalltæki. Leikurinn ber heitið Super Mario Run og verður hann eingöngu fáanlegur fyrir snjalltæki Apple í fyrstu. Þá verður leikurinn ókeypis, en aðeins að vissu leyti. Hann kemur út þann 15. desember. Samstarf Nintendo og Apple var kynnt á kynningu Apple í september. Þá mætti leikjahönnuðurinn Shigeru Miyamoto á svið og tilkynnti leikinn opinberblega. Um er að ræða verulega stefnubreytingu fyrir fyrirtækið sem hingað til hefur ekki viljað koma nálægt snjalltækjamarkaðinum. Leikurinn Pokemon Go, er sagður hafa snúið forsvarsmönnum Nintendo í átt að þeim markaði. Eftir útgáfu Pokemon Go hækkuðu hlutabréf Nintendo verulega mikið í verði, áður en í ljós koma að fyrirtækið kom lítið sem ekkert að leiknum. Hægt verður að sækja leikinn án þess að borga fyrir hann. Hins vegar verður einungis hægt að spila lítinn hluta hans, en það kostar 9,99 dali að opna hann að fullu. Leikjavísir Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Fyrirtækið Nintendo hefur kynnt nýjan Super Mario leik fyrir snjalltæki. Leikurinn ber heitið Super Mario Run og verður hann eingöngu fáanlegur fyrir snjalltæki Apple í fyrstu. Þá verður leikurinn ókeypis, en aðeins að vissu leyti. Hann kemur út þann 15. desember. Samstarf Nintendo og Apple var kynnt á kynningu Apple í september. Þá mætti leikjahönnuðurinn Shigeru Miyamoto á svið og tilkynnti leikinn opinberblega. Um er að ræða verulega stefnubreytingu fyrir fyrirtækið sem hingað til hefur ekki viljað koma nálægt snjalltækjamarkaðinum. Leikurinn Pokemon Go, er sagður hafa snúið forsvarsmönnum Nintendo í átt að þeim markaði. Eftir útgáfu Pokemon Go hækkuðu hlutabréf Nintendo verulega mikið í verði, áður en í ljós koma að fyrirtækið kom lítið sem ekkert að leiknum. Hægt verður að sækja leikinn án þess að borga fyrir hann. Hins vegar verður einungis hægt að spila lítinn hluta hans, en það kostar 9,99 dali að opna hann að fullu.
Leikjavísir Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira