Handbolti

Kiel aftur á toppinn eftir klukkutíma fjarveru

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð og lærisveinar hans hafa unnið tíu af 11 deildarleikjum sínum í vetur.
Alfreð og lærisveinar hans hafa unnið tíu af 11 deildarleikjum sínum í vetur. vísir/getty
Kiel komst aftur á toppinn í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir sjö marka sigur, 23-30, á 2000 Coburg í kvöld.

Flensburg komst á toppinn með stórsigri á Balingen-Weilstetten, 36-18, fyrr í kvöld en var þar aðeins í rúman klukkutíma.

Kiel er nú með 22 stig á toppnum, tveimur stigum á undan Flensburg sem á leik til góða.

Kiel var mun sterkari aðilinn í leiknum í kvöld, náði fljótlega góðri forystu og lét hana aldrei af hendi. Á endanum munaði sjö mörkum á liðunum, 23-30.

Patrick Wiencek og Niclas Ekberg voru markahæstir hjá Kiel með sex mörk hvor en alls komust tólf leikmenn liðsins á blað í leiknum í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×