Sýklalyfjanotkun sem fyrr mest á Íslandi af Norðurlöndunum Svavar Hávarðsson skrifar 18. nóvember 2016 07:00 Ávísanir á sýklalyf eru áfram hlutfallslega mestar hjá börnum 0-4 ára. vísir/pjetur Sýklalyfjanotkun er sem fyrr hæst á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin, en er um miðbik ef miðað er við öll Evrópulönd. Hins vegar er sýklalyfjanotkun hjá dýrum hér á landi áfram ein sú minnsta í Evrópu og hefur minnkað stöðugt frá 2010. Þetta kemur meðal annars fram í nýrri skýrslu sóttvarnalæknis um sýklalyfjanotkun hjá mönnum og dýrum. Kostnaður vegna sýklalyfja á verðlagi ársins 2015 var um milljarður króna, heldur hærri en á árinu 2014 og var hann í fjórða sæti yfir söluverðmæti allra lyfjaflokka á Íslandi. Hins vegar var kostnaður sýkingalyfja hjá dýrum rúmlega 120 milljónir króna, heldur hærri en á árinu 2014. Heildarsala sýklalyfja hjá mönnum jókst um tæp fjögur prósent á milli áranna 2014 og 2015 en salan hafði áður verið minnkandi frá 2010. Þessi aukning 2014-2015 virðist einkum skýrast af aukinni notkun innan heilbrigðisstofnana en á því eru ekki fullnægjandi skýringar, að sögn sóttvarnalæknis. „Af skýrslunni má draga þá ályktun að enn eigum við Íslendingar nokkuð í land með að draga úr notkun sýklalyfja hjá mönnum og draga þannig úr hættunni á útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. […] Til að stemma stigu við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis þurfa margir aðilar hér á landi að taka höndum saman […] stuðla að skynsamlegri notkun sýklalyfja innan sem utan heilbrigðisstofnana, halda sýklalyfjanotkun áfram í lágmarki hjá dýrum, byggja upp viðunandi salernisaðstöðu fyrir ferðamenn og efla eftirlit með bakteríum í innlendum sem erlendum ferskum kjötvörum. Aðeins á þann hátt munum við ná árangri í baráttunni gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis,“ segir í skýrslunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Sýklalyfjanotkun er sem fyrr hæst á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin, en er um miðbik ef miðað er við öll Evrópulönd. Hins vegar er sýklalyfjanotkun hjá dýrum hér á landi áfram ein sú minnsta í Evrópu og hefur minnkað stöðugt frá 2010. Þetta kemur meðal annars fram í nýrri skýrslu sóttvarnalæknis um sýklalyfjanotkun hjá mönnum og dýrum. Kostnaður vegna sýklalyfja á verðlagi ársins 2015 var um milljarður króna, heldur hærri en á árinu 2014 og var hann í fjórða sæti yfir söluverðmæti allra lyfjaflokka á Íslandi. Hins vegar var kostnaður sýkingalyfja hjá dýrum rúmlega 120 milljónir króna, heldur hærri en á árinu 2014. Heildarsala sýklalyfja hjá mönnum jókst um tæp fjögur prósent á milli áranna 2014 og 2015 en salan hafði áður verið minnkandi frá 2010. Þessi aukning 2014-2015 virðist einkum skýrast af aukinni notkun innan heilbrigðisstofnana en á því eru ekki fullnægjandi skýringar, að sögn sóttvarnalæknis. „Af skýrslunni má draga þá ályktun að enn eigum við Íslendingar nokkuð í land með að draga úr notkun sýklalyfja hjá mönnum og draga þannig úr hættunni á útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. […] Til að stemma stigu við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis þurfa margir aðilar hér á landi að taka höndum saman […] stuðla að skynsamlegri notkun sýklalyfja innan sem utan heilbrigðisstofnana, halda sýklalyfjanotkun áfram í lágmarki hjá dýrum, byggja upp viðunandi salernisaðstöðu fyrir ferðamenn og efla eftirlit með bakteríum í innlendum sem erlendum ferskum kjötvörum. Aðeins á þann hátt munum við ná árangri í baráttunni gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis,“ segir í skýrslunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent