Ætti ekki að velja leikmenn í bandaríska landsliðið sem eru fæddir utan Bandaríkjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2016 16:58 Aron Jóhannsson í leik með bandaríska landsliðinu. Vísir/Getty Aron Jóhannsson valdi bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska á sínum tíma og Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur valið framherjann í hópinn sinn ef hann er leikfær. Eftir slæmt tap bandaríska landsliðsins á móti Kosta Ríka í undankeppni HM er hinsvegar farið að hitna undir Klinsmann. Einn af þeim sem hefur verið orðaður við starfið er Bruce Arena, fyrrum þjálfari bandaríska landsliðsins. Nú er stóra spurningin hvort Arena geti staðið við stóru orðin sín. Bruce Arena hefur sterkar skoðanir þegar kemur að þeim leikmönnum sem bandarísk tengsl sem Klinsmann hefur „safnað“ víðsvegar að úr Evrópu. Leikmennirnir sem um ræðir eiga annaðhvort eitt bandarískt foreldri eða önnur sterk tengsl þótt að þeir hafi flestir alist upp í Þýskalandi eða öðrum Evrópulöndum. „Landsliðmenn okkar eiga að vera bandarískir. Ef þeir eru fæddir í öðrum löndum þá erum við ekkert að bæta okkur,“ sagði Bruce Arena í viðtali við tímarit ESPN árið 2013. CBS fjallaði um þetta. Aron er bara einn af mörgum leikmönnum bandaríska landsliðsins í dag sem hafa spilað unglingalandsliðum annarra þjóða en síðan ákveðið að spila með bandaríska landsliðinu. Í síðasta hóp var einn leikmaður bandaríska landsliðsins fæddur í Mexíkó, einn fæddist í Englandi og fjórir fæddust í Þýskalandi. Bruce Arena ætti samt að geta valið Aron því Aron fæddist í Mobile í Alabama fylki þótt að hann hafi eytt flestum uppvaxtarárum sínum á Íslandi. Bruce Arena stillti upp á sínum tíma leikmönnum sem voru fæddir utan Bandaríkjanna. Fimm leikmenn í HM-hóp hans árið 2002 fæddust ekki í Bandaríkjunum. Það er því allt eins líklegt að hann sjái eftir orðum sínum frá því fyrir þremur árum. Jürgen Klinsmann er ennþá þjálfari bandaríska landsliðsins og það þarf náttúrulega að breytast fyrst áður en Bruce Arena fær starfið. Aron Jóhannsson var í hópnum í síðustu leikjum liðsins í undankeppninni en fékk ekki eina einustu mínútu. Framtíð hans í bandaríska landsliðinu er því hvort sem er allt annað en örugg verði Klinsmann áfram þjálfari liðsins. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Sjá meira
Aron Jóhannsson valdi bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska á sínum tíma og Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur valið framherjann í hópinn sinn ef hann er leikfær. Eftir slæmt tap bandaríska landsliðsins á móti Kosta Ríka í undankeppni HM er hinsvegar farið að hitna undir Klinsmann. Einn af þeim sem hefur verið orðaður við starfið er Bruce Arena, fyrrum þjálfari bandaríska landsliðsins. Nú er stóra spurningin hvort Arena geti staðið við stóru orðin sín. Bruce Arena hefur sterkar skoðanir þegar kemur að þeim leikmönnum sem bandarísk tengsl sem Klinsmann hefur „safnað“ víðsvegar að úr Evrópu. Leikmennirnir sem um ræðir eiga annaðhvort eitt bandarískt foreldri eða önnur sterk tengsl þótt að þeir hafi flestir alist upp í Þýskalandi eða öðrum Evrópulöndum. „Landsliðmenn okkar eiga að vera bandarískir. Ef þeir eru fæddir í öðrum löndum þá erum við ekkert að bæta okkur,“ sagði Bruce Arena í viðtali við tímarit ESPN árið 2013. CBS fjallaði um þetta. Aron er bara einn af mörgum leikmönnum bandaríska landsliðsins í dag sem hafa spilað unglingalandsliðum annarra þjóða en síðan ákveðið að spila með bandaríska landsliðinu. Í síðasta hóp var einn leikmaður bandaríska landsliðsins fæddur í Mexíkó, einn fæddist í Englandi og fjórir fæddust í Þýskalandi. Bruce Arena ætti samt að geta valið Aron því Aron fæddist í Mobile í Alabama fylki þótt að hann hafi eytt flestum uppvaxtarárum sínum á Íslandi. Bruce Arena stillti upp á sínum tíma leikmönnum sem voru fæddir utan Bandaríkjanna. Fimm leikmenn í HM-hóp hans árið 2002 fæddust ekki í Bandaríkjunum. Það er því allt eins líklegt að hann sjái eftir orðum sínum frá því fyrir þremur árum. Jürgen Klinsmann er ennþá þjálfari bandaríska landsliðsins og það þarf náttúrulega að breytast fyrst áður en Bruce Arena fær starfið. Aron Jóhannsson var í hópnum í síðustu leikjum liðsins í undankeppninni en fékk ekki eina einustu mínútu. Framtíð hans í bandaríska landsliðinu er því hvort sem er allt annað en örugg verði Klinsmann áfram þjálfari liðsins.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Sjá meira