Fátækt deyr þegar draumar fá líf Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 19. nóvember 2016 09:00 "Í raun og veru er það lykillinn fyrir hvern sem er að komast úr erfiðum aðstæðum,“ segir Vilborg Oddsdóttir um sterkara sjálfsmat. Vísir/GVA Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi tekur á móti fólki sem þarf aðstoð í kjallara við Grensáskirkju. Þar er Hjálparstarf kirkjunnar til húsa.Hún býður upp á kaffi og gengur rösklega til skrifstofu sinnar. Hún er af mörgum sem þekkja til kölluð „naglinn“ vegna þess að hún er stöðugt að brjóta sér nýjar leiðir til þess að aðstoða fólk við að losa sig úr fátæktargildrunni. Hún er bæði menntuð sem félagsráðgjafi og þroskaþjálfi. Hún er brautryðjandi og hugsjónamanneskja. Óþreytandi við að vekja athygli á aðstæðum fólks og barna sem dafna ekki í íslensku samfélagi vegna fátæktar.Ekki bundin af kerfinu „Hér er ég ekki bundin af kerfinu,“ segir Vilborg ákveðin. „Ég get hjálpað fólki með víðtækari úrræðum. Ég get gert meira.“ Það er einmitt ástæða viðtals við Vilborgu. Kerfið og vonleysi fólks um það að fá hjálp. Nýútgefin skýrsla Rauða krossins um fátækt kveikti á umræðu. Frásagnir skjólstæðinga Reykjavíkurborgar í kjölfarið vöktu einnig spurningar. Lára Guðrún Jóhönnudóttir deildi reynslu sinni í pistli á Stundinni. „Þetta kerfi er stórhættulegt fólki sem lendir í áföllum. Kerfið átti stóran þátt í því að ég var tveimur árum lengur að koma mér upp úr þessari gryfju sem ég hafði fallið ofan í. Hið minnsta. Það eina sem ég þráði var að komast út á vinnumarkaðinn og verða fúnkerandi manneskja aftur. En fyrst þurfti ég að sleikja botninn,“ sagði Lára, sem sagði kerfið brjóta niður í stað þess að byggja upp. Vilborg hlustar á stutta upprifjun af frásögn Láru Guðrúnar og efni skýrslu um fátækt. „Niðurrif er það versta sem fólk getur orðið fyrir í þessari stöðu. Það skiptir miklu máli að fólk sem tekur stóra skrefið að bera ábyrgð á sjálfu sér og fjölskyldu sinni með því að leita sér hjálpar finni fyrir því að einhver hafi trú á því,“ segir Vilborg. „Að finna fyrir því að á það sé hlustað. Að einhverjum sé ekki sama og vilji reyna að hjálpa með tiltækum ráðum.“Að fá fólk til að elta drauma Hún hefur frekar sterka skoðun á því að það að þekkja styrk sinn og getu sé forsenda fyrir því að komast úr vítahring fátæktar og félagslegrar einangrunar. „Í raun og veru er það lykillinn fyrir hvern sem er að komast úr erfiðum aðstæðum. Þess vegna er mikilvægt að vinna markvisst að því að efla trú fólks á eigið ágæti. Að fá það til að vilja láta drauma sína rætast. Fátækt deyr þegar draumar fá líf,“ segir Vilborg. „Og hvað er hægt að gera? Jú, það er hægt að vera með einstaklingsmiðaða þjónustu, það er hægt að hlusta vel eftir draumum og óskum einstaklinganna og reyna að styrkja þá til þess að fara í þá átt sjálfir. Allir eiga sér drauma. Það er nauðsynlegt að endurvekja þá og gera fólk nógu sterkt til að elta þá.“ Hún starfar líka utan kerfis og í einkaframtaki vegna þess að henni finnst stundum horft fram hjá draumum fólks sem þó séu lausnin að betra lífi. „Styrkleikarnir eru ekki bara þannig að þú átt að uppfylla kröfur hins opinbera,“ segir hún og brosir út í annað. „Við erum með námskeið hér og reynum að fá fólk til að mæta. Það getur verið átak. En það er þvílíkur áfangi þegar fólk gerir það og tekur ábyrgð.Þarf sveigjanleika Svo þarf ég ákveðinn sveigjanleika til að hjálpa fólki. Við hjálpuðum eitt sinn skjólstæðingi okkar sem missti foreldra sína og stóð uppi með brotið net og í fátækt. Við fundum íbúð fyrir hana, innréttuðum og hjálpuðum henni að flytja inn,“ segir hún en í kerfinu hefði slík aðstoð mögulega þýtt mikla fyrirferð í kerfinu, fjölda umsókna sem ekki er víst að hefðu verið samþykktar. Sveigjanleikinn sé líka nauðsynlegur vegna þess hversu fátækt sé slungið fyrirbæri. „Fátækt er slungið og margbrotið fyrirbæri. Hingað kemur fólk sem kemur kannski einu sinni eða tvisvar og svo aldrei aftur. Það þarf tímabundna aðstoð. Hingað kemur líka fólk sem þarf aðstoð til lengri tíma. Og það er ekki upphæðin sem skiptir endilega máli. Fólk getur verið í launaðri vinnu en með brotið félagslegt net í kringum sig og lágt sjálfsmat,“ nefnir hún og segist hafa margoft séð sönnur þess að fólk geti brotist úr fátækt með góðri aðstoð og með því að byggja upp sterkara sjálfsmat.Vítahringurinn rofinn „Menntun getur verið fyrirstaða og við reynum að brjóta upp mynstur í fjölskyldum. Arfleifð kynslóðanna,“ segir Vilborg og vísar í Framtíðarsjóðinn sem er rekinn af Hjálparstarfi kirkjunnar sem styður ungmenni 16-20 ára til stúdentsprófs, sveinsprófs eða annars sem leiðir til starfsréttinda eða opnar leið til háskólanáms. „Læknir, starfsmaður í banka í London, tæknifræðingur, iðnmenntað fólk,“ telur Vilborg upp. Hún er að hugsa um ungt fólk sem hefur notið aðstoðar Framtíðarsjóðsins. „Við viljum rjúfa vítahringinn. Það eru stundum margar kynslóðir þar sem enginn hefur klárað nám. Það er mikilvægt að ungt fólk flosni ekki upp úr námi vegna fátæktar og hér höfum við aðstoðað bæði foreldra og ungt fólk. Foreldra höfum við til dæmis aðstoðað við að greiða fyrir námsgögn, borga skólagjöld, kaupa tölvu. Ungt fólk í erfiðri stöðu leitar líka til okkar, það finnst mér virðingarvert. Menntun eykur líkur á farsælu lífi án fátæktar. “Vantar tölvurVilborg hikar. „Nú sárvantar mig tölvur til þessa að aðstoða ungt fólk í námi. Ég vil gjarnan koma því á framfæri,“ bætir hún við. Hún segir einnig vítahringinn rofinn með því að styrkja fjölskyldur með minningum. „Heildaraðstoð við fjölskyldur skiptir miklu máli. Enn og aftur snýst þetta um að byggja upp sjálfsmatið. Við styrkjum tómstundir barna og svo leggjum við mikla áherslu á að styrkja fjölskylduna. Að hún upplifi eitthvað jákvætt. Fari út að borða, í bíó, leikhús eða álíka. Það styrkir fólk að taka þátt í samfélaginu. Að hafa farið á Hamborgarafabrikkuna, séð Mamma Mia eins og aðrir og þannig lagað. Við kaupum líka oft árskort fyrir fjölskyldur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og styrkjum fólk til að fara í sumarbúðir með börnunum. Þar gefst fjölskyldunni tækifæri til að upplifa eitthvað saman, stíga út úr þessum heimi og hafa eitthvað gott og uppbyggjandi að tala um. Eitthvað annað en að það megi ekki taka meira en tvö bréf af klósettrúllunni,“ segir hún og sýnir með orðalaginu blákalt fram á muninn á heimi þeirra sem búa við skort og þeirra sem gera það ekki. „Minningar eru mikilvægar. Þær eru hluti af sjálfsmyndinni,“ bendir hún á.Vilborg segir vítahringinn einnig rofinn með því að styrkja fjölskyldur með minningum og með því að hjálpa þeim að upplifa eitthvað jákvætt saman. Fréttablaðið/GVAEngin dæmigerð fátæk manneskjaTalið berst aftur að skýrslu Rauða krossins um fátækt þar sem var dregin upp dökk mynd af stöðunni í Breiðholti. „Mig langar að nefna að ég hef mikið álit á Þjónustumiðstöðinni í Breiðholti. Þar eru félagsráðgjafar á ferðinni og eru bæði öflugir og sveigjanlegir. Þeir sitja sko ekki pikkfastir á bak við skrifborðið og þar er margt spennandi að gerast í þjónustu við fólk sem er hægt að mæla með,“ segir Vilborg sem vill minna á að til Hjálparstarfsins leitar fólk víðsvegar að. „Í röð af fólki sem býr við fátækt þá gætir þú ekki endilega séð það á neinum þeirra. Því þetta er alls ekki einsleitur hópur af fólki. Þetta er ekki fólk úr einu hverfi borgarinnar, ekki fólk sem er endilega í drykkju eða neyslu eða býr við örorku. Það er engin dæmigerð íslensk fátæk manneskja til. Hingað leita margir sem hafa ekki aðgang að fjölskyldu sinni. Einstæðir foreldrar til dæmis. Það sem fólk sem býr við fátækt á sameiginlegt er að það vill halda andlitinu,“ segir Vilborg og segir frá samtökunum PEPP á Íslandi (People experiencing Poverty) sem hefur að markmiði að vinna gegn fátækt og félagslegri einangrun. Kjarni samtakanna er að fjallað sé um aðstæður fólks sem glímir við fátækt af virðingu og nærgætni. Með það að viðmiði að ráðast í lausnir. „Okkur hefur þótt það að rödd einstaklinganna heyrist ekki. Og oft ekki á þann hátt sem þau vilja sjálf. Oft eru fjölmiðlar með umfjöllun um fátækt sem er neyðarkall. Oft fyrir jól. En það er ekki endilega gagnlegt, það þarf að ræða vandann á jafningjagrundvelli. Það gengur ekki að klóra í yfirborðið rétt fyrir jól. Það þarf að fara í rótina.“ Láta frá sér börnin Ástandið á húsnæðismarkaði gerir fátæku fólki gríðarlega erfitt fyrir að sögn Vilborgar þótt hún eygi margar góðar lausnir. „Ég veit um konur sem leigja herbergiskytru þar sem eru margir saman uppi á Höfða. Þær geta ekki verið með börnin sín þar og þurfa að láta þau frá sér. Eru heldur ekki með bíl og komast ekki ferða sinna með þau í skóla og annað. Þannig brýtur húsnæðisvandinn upp fjölskyldur. Það er skelfilegt ástand á húsnæðismarkaði og margt fólk er að færast á jaðar fátæktar vegna þess hve leiguverð er hátt og framboð lítið af íbúðum. En það er margt gott í pípunum. Þótt það gerist ekki strax. Mér líst til dæmis vel á félagslegar íbúðir sem ríki og sveitarfélög geta verið í samstarfi um. Ég hrósa Eygló Harðardóttur fyrir fastheldni í þessum málum. Hún sýndi málaflokknum fádæma tryggð. Stundum fannst manni hún nefnilega standa svolítið ein þótt að stjórnarandstaðan hefði hjálpað henni með þetta verkefni. Svo er Íbúðalánasjóður með nýtt verkefni í burðarliðnum. Það er vakning í þessum efnum, en lausnirnar eru samt ekki alveg í sjónmáli fyrir fólk sem er í vondri stöðu og þarf barna sinna vegna að fá úrbót strax.“Keðja af góðviljuðu fólki Vilborg segir Hjálparstarf kirkjunnar eiga sér marga hauka í horni þótt þangað vanti ávallt sterka sjálfboðaliða og framlög. „Ég dáist að fólki sem kemur hingað. Það hefur marga kosti, bara það að kunna að lifa af, vera úrræðagóður og gefast ekki upp. Og íslenskt samfélag getur verið gott. Það býr í því orka sem er hægt að leysa úr læðingi. Það eru örugglega einhverjir sem koma ekki til okkar af því við erum kirkjuleg stofnun. En við byggjum ekki á trú, hér eru allir trúarhópar og allar gerðir af fólki. Svo eru alltaf einhverjir sem ekki geta stigið það skref að mæta. Í því samhengi þá eigum við hauka í horni. Lyfjafræðingar í apóteki láta stundum vita ef fólk getur ekki leyst út nauðsynleg lyf, prestar eru milligöngumenn, geðhjúkrunarfræðingar eru það líka og leikskólakennarar. Það er keðja sem er að vísa fólki til okkar. Svo hringir fólk sem vill vita hvernig það getur hjálpað nágrönnum sínum. Það finnst mér fallegt og gott.“ Jólafréttir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi tekur á móti fólki sem þarf aðstoð í kjallara við Grensáskirkju. Þar er Hjálparstarf kirkjunnar til húsa.Hún býður upp á kaffi og gengur rösklega til skrifstofu sinnar. Hún er af mörgum sem þekkja til kölluð „naglinn“ vegna þess að hún er stöðugt að brjóta sér nýjar leiðir til þess að aðstoða fólk við að losa sig úr fátæktargildrunni. Hún er bæði menntuð sem félagsráðgjafi og þroskaþjálfi. Hún er brautryðjandi og hugsjónamanneskja. Óþreytandi við að vekja athygli á aðstæðum fólks og barna sem dafna ekki í íslensku samfélagi vegna fátæktar.Ekki bundin af kerfinu „Hér er ég ekki bundin af kerfinu,“ segir Vilborg ákveðin. „Ég get hjálpað fólki með víðtækari úrræðum. Ég get gert meira.“ Það er einmitt ástæða viðtals við Vilborgu. Kerfið og vonleysi fólks um það að fá hjálp. Nýútgefin skýrsla Rauða krossins um fátækt kveikti á umræðu. Frásagnir skjólstæðinga Reykjavíkurborgar í kjölfarið vöktu einnig spurningar. Lára Guðrún Jóhönnudóttir deildi reynslu sinni í pistli á Stundinni. „Þetta kerfi er stórhættulegt fólki sem lendir í áföllum. Kerfið átti stóran þátt í því að ég var tveimur árum lengur að koma mér upp úr þessari gryfju sem ég hafði fallið ofan í. Hið minnsta. Það eina sem ég þráði var að komast út á vinnumarkaðinn og verða fúnkerandi manneskja aftur. En fyrst þurfti ég að sleikja botninn,“ sagði Lára, sem sagði kerfið brjóta niður í stað þess að byggja upp. Vilborg hlustar á stutta upprifjun af frásögn Láru Guðrúnar og efni skýrslu um fátækt. „Niðurrif er það versta sem fólk getur orðið fyrir í þessari stöðu. Það skiptir miklu máli að fólk sem tekur stóra skrefið að bera ábyrgð á sjálfu sér og fjölskyldu sinni með því að leita sér hjálpar finni fyrir því að einhver hafi trú á því,“ segir Vilborg. „Að finna fyrir því að á það sé hlustað. Að einhverjum sé ekki sama og vilji reyna að hjálpa með tiltækum ráðum.“Að fá fólk til að elta drauma Hún hefur frekar sterka skoðun á því að það að þekkja styrk sinn og getu sé forsenda fyrir því að komast úr vítahring fátæktar og félagslegrar einangrunar. „Í raun og veru er það lykillinn fyrir hvern sem er að komast úr erfiðum aðstæðum. Þess vegna er mikilvægt að vinna markvisst að því að efla trú fólks á eigið ágæti. Að fá það til að vilja láta drauma sína rætast. Fátækt deyr þegar draumar fá líf,“ segir Vilborg. „Og hvað er hægt að gera? Jú, það er hægt að vera með einstaklingsmiðaða þjónustu, það er hægt að hlusta vel eftir draumum og óskum einstaklinganna og reyna að styrkja þá til þess að fara í þá átt sjálfir. Allir eiga sér drauma. Það er nauðsynlegt að endurvekja þá og gera fólk nógu sterkt til að elta þá.“ Hún starfar líka utan kerfis og í einkaframtaki vegna þess að henni finnst stundum horft fram hjá draumum fólks sem þó séu lausnin að betra lífi. „Styrkleikarnir eru ekki bara þannig að þú átt að uppfylla kröfur hins opinbera,“ segir hún og brosir út í annað. „Við erum með námskeið hér og reynum að fá fólk til að mæta. Það getur verið átak. En það er þvílíkur áfangi þegar fólk gerir það og tekur ábyrgð.Þarf sveigjanleika Svo þarf ég ákveðinn sveigjanleika til að hjálpa fólki. Við hjálpuðum eitt sinn skjólstæðingi okkar sem missti foreldra sína og stóð uppi með brotið net og í fátækt. Við fundum íbúð fyrir hana, innréttuðum og hjálpuðum henni að flytja inn,“ segir hún en í kerfinu hefði slík aðstoð mögulega þýtt mikla fyrirferð í kerfinu, fjölda umsókna sem ekki er víst að hefðu verið samþykktar. Sveigjanleikinn sé líka nauðsynlegur vegna þess hversu fátækt sé slungið fyrirbæri. „Fátækt er slungið og margbrotið fyrirbæri. Hingað kemur fólk sem kemur kannski einu sinni eða tvisvar og svo aldrei aftur. Það þarf tímabundna aðstoð. Hingað kemur líka fólk sem þarf aðstoð til lengri tíma. Og það er ekki upphæðin sem skiptir endilega máli. Fólk getur verið í launaðri vinnu en með brotið félagslegt net í kringum sig og lágt sjálfsmat,“ nefnir hún og segist hafa margoft séð sönnur þess að fólk geti brotist úr fátækt með góðri aðstoð og með því að byggja upp sterkara sjálfsmat.Vítahringurinn rofinn „Menntun getur verið fyrirstaða og við reynum að brjóta upp mynstur í fjölskyldum. Arfleifð kynslóðanna,“ segir Vilborg og vísar í Framtíðarsjóðinn sem er rekinn af Hjálparstarfi kirkjunnar sem styður ungmenni 16-20 ára til stúdentsprófs, sveinsprófs eða annars sem leiðir til starfsréttinda eða opnar leið til háskólanáms. „Læknir, starfsmaður í banka í London, tæknifræðingur, iðnmenntað fólk,“ telur Vilborg upp. Hún er að hugsa um ungt fólk sem hefur notið aðstoðar Framtíðarsjóðsins. „Við viljum rjúfa vítahringinn. Það eru stundum margar kynslóðir þar sem enginn hefur klárað nám. Það er mikilvægt að ungt fólk flosni ekki upp úr námi vegna fátæktar og hér höfum við aðstoðað bæði foreldra og ungt fólk. Foreldra höfum við til dæmis aðstoðað við að greiða fyrir námsgögn, borga skólagjöld, kaupa tölvu. Ungt fólk í erfiðri stöðu leitar líka til okkar, það finnst mér virðingarvert. Menntun eykur líkur á farsælu lífi án fátæktar. “Vantar tölvurVilborg hikar. „Nú sárvantar mig tölvur til þessa að aðstoða ungt fólk í námi. Ég vil gjarnan koma því á framfæri,“ bætir hún við. Hún segir einnig vítahringinn rofinn með því að styrkja fjölskyldur með minningum. „Heildaraðstoð við fjölskyldur skiptir miklu máli. Enn og aftur snýst þetta um að byggja upp sjálfsmatið. Við styrkjum tómstundir barna og svo leggjum við mikla áherslu á að styrkja fjölskylduna. Að hún upplifi eitthvað jákvætt. Fari út að borða, í bíó, leikhús eða álíka. Það styrkir fólk að taka þátt í samfélaginu. Að hafa farið á Hamborgarafabrikkuna, séð Mamma Mia eins og aðrir og þannig lagað. Við kaupum líka oft árskort fyrir fjölskyldur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og styrkjum fólk til að fara í sumarbúðir með börnunum. Þar gefst fjölskyldunni tækifæri til að upplifa eitthvað saman, stíga út úr þessum heimi og hafa eitthvað gott og uppbyggjandi að tala um. Eitthvað annað en að það megi ekki taka meira en tvö bréf af klósettrúllunni,“ segir hún og sýnir með orðalaginu blákalt fram á muninn á heimi þeirra sem búa við skort og þeirra sem gera það ekki. „Minningar eru mikilvægar. Þær eru hluti af sjálfsmyndinni,“ bendir hún á.Vilborg segir vítahringinn einnig rofinn með því að styrkja fjölskyldur með minningum og með því að hjálpa þeim að upplifa eitthvað jákvætt saman. Fréttablaðið/GVAEngin dæmigerð fátæk manneskjaTalið berst aftur að skýrslu Rauða krossins um fátækt þar sem var dregin upp dökk mynd af stöðunni í Breiðholti. „Mig langar að nefna að ég hef mikið álit á Þjónustumiðstöðinni í Breiðholti. Þar eru félagsráðgjafar á ferðinni og eru bæði öflugir og sveigjanlegir. Þeir sitja sko ekki pikkfastir á bak við skrifborðið og þar er margt spennandi að gerast í þjónustu við fólk sem er hægt að mæla með,“ segir Vilborg sem vill minna á að til Hjálparstarfsins leitar fólk víðsvegar að. „Í röð af fólki sem býr við fátækt þá gætir þú ekki endilega séð það á neinum þeirra. Því þetta er alls ekki einsleitur hópur af fólki. Þetta er ekki fólk úr einu hverfi borgarinnar, ekki fólk sem er endilega í drykkju eða neyslu eða býr við örorku. Það er engin dæmigerð íslensk fátæk manneskja til. Hingað leita margir sem hafa ekki aðgang að fjölskyldu sinni. Einstæðir foreldrar til dæmis. Það sem fólk sem býr við fátækt á sameiginlegt er að það vill halda andlitinu,“ segir Vilborg og segir frá samtökunum PEPP á Íslandi (People experiencing Poverty) sem hefur að markmiði að vinna gegn fátækt og félagslegri einangrun. Kjarni samtakanna er að fjallað sé um aðstæður fólks sem glímir við fátækt af virðingu og nærgætni. Með það að viðmiði að ráðast í lausnir. „Okkur hefur þótt það að rödd einstaklinganna heyrist ekki. Og oft ekki á þann hátt sem þau vilja sjálf. Oft eru fjölmiðlar með umfjöllun um fátækt sem er neyðarkall. Oft fyrir jól. En það er ekki endilega gagnlegt, það þarf að ræða vandann á jafningjagrundvelli. Það gengur ekki að klóra í yfirborðið rétt fyrir jól. Það þarf að fara í rótina.“ Láta frá sér börnin Ástandið á húsnæðismarkaði gerir fátæku fólki gríðarlega erfitt fyrir að sögn Vilborgar þótt hún eygi margar góðar lausnir. „Ég veit um konur sem leigja herbergiskytru þar sem eru margir saman uppi á Höfða. Þær geta ekki verið með börnin sín þar og þurfa að láta þau frá sér. Eru heldur ekki með bíl og komast ekki ferða sinna með þau í skóla og annað. Þannig brýtur húsnæðisvandinn upp fjölskyldur. Það er skelfilegt ástand á húsnæðismarkaði og margt fólk er að færast á jaðar fátæktar vegna þess hve leiguverð er hátt og framboð lítið af íbúðum. En það er margt gott í pípunum. Þótt það gerist ekki strax. Mér líst til dæmis vel á félagslegar íbúðir sem ríki og sveitarfélög geta verið í samstarfi um. Ég hrósa Eygló Harðardóttur fyrir fastheldni í þessum málum. Hún sýndi málaflokknum fádæma tryggð. Stundum fannst manni hún nefnilega standa svolítið ein þótt að stjórnarandstaðan hefði hjálpað henni með þetta verkefni. Svo er Íbúðalánasjóður með nýtt verkefni í burðarliðnum. Það er vakning í þessum efnum, en lausnirnar eru samt ekki alveg í sjónmáli fyrir fólk sem er í vondri stöðu og þarf barna sinna vegna að fá úrbót strax.“Keðja af góðviljuðu fólki Vilborg segir Hjálparstarf kirkjunnar eiga sér marga hauka í horni þótt þangað vanti ávallt sterka sjálfboðaliða og framlög. „Ég dáist að fólki sem kemur hingað. Það hefur marga kosti, bara það að kunna að lifa af, vera úrræðagóður og gefast ekki upp. Og íslenskt samfélag getur verið gott. Það býr í því orka sem er hægt að leysa úr læðingi. Það eru örugglega einhverjir sem koma ekki til okkar af því við erum kirkjuleg stofnun. En við byggjum ekki á trú, hér eru allir trúarhópar og allar gerðir af fólki. Svo eru alltaf einhverjir sem ekki geta stigið það skref að mæta. Í því samhengi þá eigum við hauka í horni. Lyfjafræðingar í apóteki láta stundum vita ef fólk getur ekki leyst út nauðsynleg lyf, prestar eru milligöngumenn, geðhjúkrunarfræðingar eru það líka og leikskólakennarar. Það er keðja sem er að vísa fólki til okkar. Svo hringir fólk sem vill vita hvernig það getur hjálpað nágrönnum sínum. Það finnst mér fallegt og gott.“
Jólafréttir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira