Fótbolti

Fall er vonandi fararheill hjá sautján ára strákunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Halldór Björnsson talar við strákana.
Halldór Björnsson talar við strákana. Mynd/Fésbókarsíða KSÍ
Íslenska 17 ára landsliðið í fótbolta tapaði 2-0 á móti heimamönnum í Ísrael í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM.

Íslenska liðið er þar með eina liðið í riðlinum sem er án stiga eftir fyrstu umferð því Pólland og Armenía gerðu 1-1 jafntefli í hinum leik riðilsins.

Mörk Ísraelsmanna komu á 12. og 69. mínútu leiksins en leiktíminn hjá sautján ára liðunum eru 80 mínútur.

Birkir Heimisson, fyrirliði íslenska liðsins, fékk gula spjaldið í uppbótartíma en áður hafði Ágúst Eðvald Hlynsson fengið gult spjald.

Leikurinn var sýndur beint á fésbókinni sem er frábær þjónusta hjá Ísraelsmönnum. Það er hægt að horfa aftur á leikinn hér fyrir neðan.

Íslenska liðið mætir Póllandi næst á fimmtudaginn kemur en lokaleikurinn er síðan á móti Armeníu á sunnudaginn.

Byrjunarlið Halldórs Björnssonar, landsliðsþjálfara U17 karla, er hér fyrir neðan.  Skýrsla og tölfræði leiksins er aðgengileg hér.

Lið Íslands á móti Ísrael í dag:

Markvörður: Patrik S. Gunnarsson

Hægri bakvörður: Hjalti Sigurðsson

Vinstri bakvörður: Páll Hróar Helgason

Miðverðir: Ísak Óli Ólafsson og Jón Alfreð Sigurðsson

Tengiliðir: Birkir Heimisson, fyrirliði og Unnar Steinn Ingvarsson

Hægri kantur: Lárus Björnsson

Vinstri kantur: Viktor Örlygur Andrason

Sóknartengiliður: Ágúst Eðvald Hlynsson

Framherji: Ívar Reynir Antonsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×