Litlar fregnir af stjórnarmyndun Una Sighvatsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 19:45 Engar gestakomur voru á Bessastöðum í dag, ólíkt gærdeginum þegar forystufólk stjórnmálaflokkanna mætti eitt af öðru til fundar við forseta Íslands. Engu að síður hélt forsetinn áfram að ræða við menn í dag, til þess að ákvarða hverjum hann muni á endanum veita formlegt umboð til stjórnmyndunar, en eftir því sem fréttastofa kemst næst fóru þau samtöl fram í síma.Formenn gáfu lítið uppi Formenn flokkanna sem fréttastofa ræddi við í dag gáfu lítið uppi annað en að hver væri að hugsa sitt á meðan ákvörðunar forseta er beðið. Bjarni Benediktsson sendi bréf til Sjálfstæðismanna þar sem hann áréttaði að niðurstöður kosninganna gefi flokknum tækifæri til að mynda þriggja flokka stjórn, því eins og fram hefur komið gæti Sjálfstæðisflokkurinn náð naumum meirihluta 32 þingmanna í samstarfi við Bjarta framtíð og Viðreisn.Engar reglur um stjórnarmyndun Fleiri kostir eru þó í stöðunni en ljóst má vera að Bjarni væntir þess að fá stjórnmyndunarumboðið. Engar reglur gilda hinsvegar um myndun ríkisstjórnar aðrar en að hún skuli hafa meirihluta Alþingis á bak við sig og að sá sem hana myndar þurfi til þess umboð forseta. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé stærstur er ekki gefið að hann hreppi hnossið. Í síðustu Alþingiskosningum 2013 hlaut Sjálfstæðisflokkurinn einnig flest atkvæði, en Ólafur Ragnar Grímsson veitti engu að síður Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni umboðið með þeim rökum að Framsóknarflokkurinn hefði unnið stærsta kosningasigurinn.Sitjandi starfsstjórn afgreiðir engin stór mál Guðni Th. Jóhannesson sagði í tilkynningu í gær að viðræðurnar hefðu varpað ljósi á þá stöðu sem hafi skapast eftir að sitjandi ríkisstjórn missti þingmeirihluta sinn. Ætla má að eftir frekari samtöl í dag þokist hann nær því gera upp hug sinn um hver sé líklegastur til að leiða starfshæfa stjórn. Því er ekki ólíklegt að dragi til tíðinda á morgun. Í millitíðinni situr fráfarandi ríkissstjórn enn sem starfstjórn en stórpólitísk mál, eins og um fjármál næsta árs, verða ekki afgreidd fyrr en Alþingi verður kallað saman með nýrri ríkisstjórn. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira
Engar gestakomur voru á Bessastöðum í dag, ólíkt gærdeginum þegar forystufólk stjórnmálaflokkanna mætti eitt af öðru til fundar við forseta Íslands. Engu að síður hélt forsetinn áfram að ræða við menn í dag, til þess að ákvarða hverjum hann muni á endanum veita formlegt umboð til stjórnmyndunar, en eftir því sem fréttastofa kemst næst fóru þau samtöl fram í síma.Formenn gáfu lítið uppi Formenn flokkanna sem fréttastofa ræddi við í dag gáfu lítið uppi annað en að hver væri að hugsa sitt á meðan ákvörðunar forseta er beðið. Bjarni Benediktsson sendi bréf til Sjálfstæðismanna þar sem hann áréttaði að niðurstöður kosninganna gefi flokknum tækifæri til að mynda þriggja flokka stjórn, því eins og fram hefur komið gæti Sjálfstæðisflokkurinn náð naumum meirihluta 32 þingmanna í samstarfi við Bjarta framtíð og Viðreisn.Engar reglur um stjórnarmyndun Fleiri kostir eru þó í stöðunni en ljóst má vera að Bjarni væntir þess að fá stjórnmyndunarumboðið. Engar reglur gilda hinsvegar um myndun ríkisstjórnar aðrar en að hún skuli hafa meirihluta Alþingis á bak við sig og að sá sem hana myndar þurfi til þess umboð forseta. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé stærstur er ekki gefið að hann hreppi hnossið. Í síðustu Alþingiskosningum 2013 hlaut Sjálfstæðisflokkurinn einnig flest atkvæði, en Ólafur Ragnar Grímsson veitti engu að síður Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni umboðið með þeim rökum að Framsóknarflokkurinn hefði unnið stærsta kosningasigurinn.Sitjandi starfsstjórn afgreiðir engin stór mál Guðni Th. Jóhannesson sagði í tilkynningu í gær að viðræðurnar hefðu varpað ljósi á þá stöðu sem hafi skapast eftir að sitjandi ríkisstjórn missti þingmeirihluta sinn. Ætla má að eftir frekari samtöl í dag þokist hann nær því gera upp hug sinn um hver sé líklegastur til að leiða starfshæfa stjórn. Því er ekki ólíklegt að dragi til tíðinda á morgun. Í millitíðinni situr fráfarandi ríkissstjórn enn sem starfstjórn en stórpólitísk mál, eins og um fjármál næsta árs, verða ekki afgreidd fyrr en Alþingi verður kallað saman með nýrri ríkisstjórn.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira