Litlar fregnir af stjórnarmyndun Una Sighvatsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 19:45 Engar gestakomur voru á Bessastöðum í dag, ólíkt gærdeginum þegar forystufólk stjórnmálaflokkanna mætti eitt af öðru til fundar við forseta Íslands. Engu að síður hélt forsetinn áfram að ræða við menn í dag, til þess að ákvarða hverjum hann muni á endanum veita formlegt umboð til stjórnmyndunar, en eftir því sem fréttastofa kemst næst fóru þau samtöl fram í síma.Formenn gáfu lítið uppi Formenn flokkanna sem fréttastofa ræddi við í dag gáfu lítið uppi annað en að hver væri að hugsa sitt á meðan ákvörðunar forseta er beðið. Bjarni Benediktsson sendi bréf til Sjálfstæðismanna þar sem hann áréttaði að niðurstöður kosninganna gefi flokknum tækifæri til að mynda þriggja flokka stjórn, því eins og fram hefur komið gæti Sjálfstæðisflokkurinn náð naumum meirihluta 32 þingmanna í samstarfi við Bjarta framtíð og Viðreisn.Engar reglur um stjórnarmyndun Fleiri kostir eru þó í stöðunni en ljóst má vera að Bjarni væntir þess að fá stjórnmyndunarumboðið. Engar reglur gilda hinsvegar um myndun ríkisstjórnar aðrar en að hún skuli hafa meirihluta Alþingis á bak við sig og að sá sem hana myndar þurfi til þess umboð forseta. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé stærstur er ekki gefið að hann hreppi hnossið. Í síðustu Alþingiskosningum 2013 hlaut Sjálfstæðisflokkurinn einnig flest atkvæði, en Ólafur Ragnar Grímsson veitti engu að síður Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni umboðið með þeim rökum að Framsóknarflokkurinn hefði unnið stærsta kosningasigurinn.Sitjandi starfsstjórn afgreiðir engin stór mál Guðni Th. Jóhannesson sagði í tilkynningu í gær að viðræðurnar hefðu varpað ljósi á þá stöðu sem hafi skapast eftir að sitjandi ríkisstjórn missti þingmeirihluta sinn. Ætla má að eftir frekari samtöl í dag þokist hann nær því gera upp hug sinn um hver sé líklegastur til að leiða starfshæfa stjórn. Því er ekki ólíklegt að dragi til tíðinda á morgun. Í millitíðinni situr fráfarandi ríkissstjórn enn sem starfstjórn en stórpólitísk mál, eins og um fjármál næsta árs, verða ekki afgreidd fyrr en Alþingi verður kallað saman með nýrri ríkisstjórn. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Engar gestakomur voru á Bessastöðum í dag, ólíkt gærdeginum þegar forystufólk stjórnmálaflokkanna mætti eitt af öðru til fundar við forseta Íslands. Engu að síður hélt forsetinn áfram að ræða við menn í dag, til þess að ákvarða hverjum hann muni á endanum veita formlegt umboð til stjórnmyndunar, en eftir því sem fréttastofa kemst næst fóru þau samtöl fram í síma.Formenn gáfu lítið uppi Formenn flokkanna sem fréttastofa ræddi við í dag gáfu lítið uppi annað en að hver væri að hugsa sitt á meðan ákvörðunar forseta er beðið. Bjarni Benediktsson sendi bréf til Sjálfstæðismanna þar sem hann áréttaði að niðurstöður kosninganna gefi flokknum tækifæri til að mynda þriggja flokka stjórn, því eins og fram hefur komið gæti Sjálfstæðisflokkurinn náð naumum meirihluta 32 þingmanna í samstarfi við Bjarta framtíð og Viðreisn.Engar reglur um stjórnarmyndun Fleiri kostir eru þó í stöðunni en ljóst má vera að Bjarni væntir þess að fá stjórnmyndunarumboðið. Engar reglur gilda hinsvegar um myndun ríkisstjórnar aðrar en að hún skuli hafa meirihluta Alþingis á bak við sig og að sá sem hana myndar þurfi til þess umboð forseta. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé stærstur er ekki gefið að hann hreppi hnossið. Í síðustu Alþingiskosningum 2013 hlaut Sjálfstæðisflokkurinn einnig flest atkvæði, en Ólafur Ragnar Grímsson veitti engu að síður Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni umboðið með þeim rökum að Framsóknarflokkurinn hefði unnið stærsta kosningasigurinn.Sitjandi starfsstjórn afgreiðir engin stór mál Guðni Th. Jóhannesson sagði í tilkynningu í gær að viðræðurnar hefðu varpað ljósi á þá stöðu sem hafi skapast eftir að sitjandi ríkisstjórn missti þingmeirihluta sinn. Ætla má að eftir frekari samtöl í dag þokist hann nær því gera upp hug sinn um hver sé líklegastur til að leiða starfshæfa stjórn. Því er ekki ólíklegt að dragi til tíðinda á morgun. Í millitíðinni situr fráfarandi ríkissstjórn enn sem starfstjórn en stórpólitísk mál, eins og um fjármál næsta árs, verða ekki afgreidd fyrr en Alþingi verður kallað saman með nýrri ríkisstjórn.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira