Ronda hættir bráðum í UFC: „Næsti bardagi klárlega einn af mínum síðustu“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. nóvember 2016 11:30 Bardagakonan Ronda Rousey, ofurstjarna UFC-bardagasambandsins, snýr aftur í búrið á í lok árs þegar hún mætir Amöndu Nunes í titilbardaga á risa bardagakvöldi í Las Vegas.. Ronda hefur ekki barist í eitt ár eða síðan hún var rotuð af Holly Holm og beltið hirt af henni í Ástralíu 15. nóvember á síðasta ári. Hún ákvað að taka sér frí eftir það og einbeita sér að öðrum hlutum eins og kvikmyndaleik. Ummæli Rondu í viðtali í spjallþætti Ellen DeGeneres í gær hafa vakið mikla athygli en þar talaði hún um að þetta væri einn síðasti bardagi hennar á ferlinum. Svo virðist sem Ellen sé sá fjölmiðlamaður sem fær það besta út úr Rondu en í byrjun árs viðurkenndi hún við Ellen að hafa íhugað sjálfsvíg eftir tapið gegn Holm. „Mér líður vel. Ég er búin að æfa tvisvar á dag síðan í ágúst þannig mér líður eins og ég sé klár í slaginn,“ sagði Ronda við Ellen sem spurði bardagadrottninguna svo hvað hún ætti mikið eftir í sportinu. „Ekki það mikið. Þetta er klárlega einn af mínum síðustu bardögum. Ég fer að hætta þessu. Það er eins gott fyrir alla að horfa því þessi sýning verður ekki í gangi að eilífu,“ sagði Ronda Rousey. Ronda fór langt með að setja allt á hliðina með þessum ummælum því þegar flestir bjuggust við að hún væri að snúa aftur með látum vilja margir sérfræðingar meina að hún sé nú þegar hætt í huganum. Einn þeirra er útvarpsmaðurinn Colin Cowherd sem stýrir bæði vinsælum útvarpsþætti og sjónvarpsþætti á FOX Sports. „Það fyrsta sem ég hugsaði var: Þér verður rústað af Amöndu Nunes. Það er ekki hægt að fara af hálfum huga inn í UFC-bardaga. Í alvöru. Þetta er ekki eins og körfubolti eða eitthvað þannig. Ef Ronda Rousey er með að í kollinum að þetta sé einn af hennar síðustu bardögum er hún nú þegar hætt. Hún er komin með annan fótinn út um dyrnar,“ sagði Cowherd í útvarpsþætti sínum, The Heard. Íþróttafréttamaðurinn Jason Whitlock, sem sér um þáttinn Speak for your self ásamt Cowherd, tók undir með félaga sínum og fór jafnvel lengra. Hann sagði að Ronda væri einfaldlega bara að gera UFC greiða fyrir það sem það hefur gert fyrir hana með því að berjast núna. Whitlock sagði að hún væri nú þegar hætt í huganum. Viðtal Rondu við Ellen DeGeneres má sjá hér að ofan en umræðu Cowherd og Whitlock má sjá hér að neðan. MMA Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Fleiri fréttir Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Sjá meira
Bardagakonan Ronda Rousey, ofurstjarna UFC-bardagasambandsins, snýr aftur í búrið á í lok árs þegar hún mætir Amöndu Nunes í titilbardaga á risa bardagakvöldi í Las Vegas.. Ronda hefur ekki barist í eitt ár eða síðan hún var rotuð af Holly Holm og beltið hirt af henni í Ástralíu 15. nóvember á síðasta ári. Hún ákvað að taka sér frí eftir það og einbeita sér að öðrum hlutum eins og kvikmyndaleik. Ummæli Rondu í viðtali í spjallþætti Ellen DeGeneres í gær hafa vakið mikla athygli en þar talaði hún um að þetta væri einn síðasti bardagi hennar á ferlinum. Svo virðist sem Ellen sé sá fjölmiðlamaður sem fær það besta út úr Rondu en í byrjun árs viðurkenndi hún við Ellen að hafa íhugað sjálfsvíg eftir tapið gegn Holm. „Mér líður vel. Ég er búin að æfa tvisvar á dag síðan í ágúst þannig mér líður eins og ég sé klár í slaginn,“ sagði Ronda við Ellen sem spurði bardagadrottninguna svo hvað hún ætti mikið eftir í sportinu. „Ekki það mikið. Þetta er klárlega einn af mínum síðustu bardögum. Ég fer að hætta þessu. Það er eins gott fyrir alla að horfa því þessi sýning verður ekki í gangi að eilífu,“ sagði Ronda Rousey. Ronda fór langt með að setja allt á hliðina með þessum ummælum því þegar flestir bjuggust við að hún væri að snúa aftur með látum vilja margir sérfræðingar meina að hún sé nú þegar hætt í huganum. Einn þeirra er útvarpsmaðurinn Colin Cowherd sem stýrir bæði vinsælum útvarpsþætti og sjónvarpsþætti á FOX Sports. „Það fyrsta sem ég hugsaði var: Þér verður rústað af Amöndu Nunes. Það er ekki hægt að fara af hálfum huga inn í UFC-bardaga. Í alvöru. Þetta er ekki eins og körfubolti eða eitthvað þannig. Ef Ronda Rousey er með að í kollinum að þetta sé einn af hennar síðustu bardögum er hún nú þegar hætt. Hún er komin með annan fótinn út um dyrnar,“ sagði Cowherd í útvarpsþætti sínum, The Heard. Íþróttafréttamaðurinn Jason Whitlock, sem sér um þáttinn Speak for your self ásamt Cowherd, tók undir með félaga sínum og fór jafnvel lengra. Hann sagði að Ronda væri einfaldlega bara að gera UFC greiða fyrir það sem það hefur gert fyrir hana með því að berjast núna. Whitlock sagði að hún væri nú þegar hætt í huganum. Viðtal Rondu við Ellen DeGeneres má sjá hér að ofan en umræðu Cowherd og Whitlock má sjá hér að neðan.
MMA Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Fleiri fréttir Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Sjá meira