Forsetinn segist ekki þurfa óumbeðna launahækkun Heimir Már Pétursson skrifar 2. nóvember 2016 21:15 Forseti Íslands segist ekki hafa vitað af launahækkun sem kjararáð úrskurðaði honum né óskað eftir og hann þyrfti heldur ekki á henni að halda. Hann muni láta hækkunina fara góðra mála gengi hún eftir en hann myndi og hann myndi sætta sig fullkomlega við það að Alþingi drægi launahækkunina til baka. Með ákvörðun kjararáðs á kjördag um hækkun launa þingmanna, ráðherra og forseta Íslands hækka laun forsetans um 20 prósent og verða 2.895.000 krónur á mánuði.Ætlar þú að taka þeirri launahækkun og hvernig líst þér á þessa ákvörðun kjararáðs sem er að valda mikilli úlfúð í þjóðfélaginu? „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun. Margir þingmenn hafa lýst andúð sinni á þessari ákvörðun kjararáðs. Ég vænti þess að þingið vindi þá ofan af þessari ákvörðun. Taki málin í sínar hendur og ég myndi sætta mig fullkomlega við þá niðurstöðu sem fengist að því loknu,“ sagði Guðni. Það væri hins vegar ekki í hans verkahring að beina því til þeirra sem nú reyndu að mynda ríkisstjórn að taka á þessu máli frekar en öðrum málum. En hugur hans væri ljós í þessum efnum. „Þangað til sé ég til þess að þessi hækkun renni ekki í minn vasa,“ sagði forsetinn. Þannig að þú munt láta mismuninn renna eitthvað annað? „Já,“ sagði Guðni og spurði hvort hann þyrfti að tilgreina hvert. „Á ég að vera einhver móðir Theresa hérna sem gortar sig af því,“ spurði Guðni þegar hann var spurður nánar út í hvert hann myndi láta fjármunina renna. Forsetinn hefði ákveðin völd og verksvið en það sé ekki hans að segja Alþingi fyrir verkum. „Ég vil vanda mig. Ég er nýr í þessu embætti og ég er ekki endilega viss um að það væri til þess að þoka góðum málum áfram að ég fari að reyna að segja þingheimi fyrir verkum í þessu eða öðru,“ sagði forsetinn.Fjármálaráðherra þykir hækkunin mikil Það má hins vegar telja fullvíst að ákvörðun kjararáðs verði tekinn fyrir þegar Alþingi kemur saman á ný. Formaður Sjálfstæðisflokks segir vel koma til greina að Alþingi breyt ákvörðun kjararáðs. „Ég hef fullan skilning á því að fólki þyki þetta vera úr öllum takti við það sem hefur verið að gerast í kjaramálum í landinu á undanförnum misserum,“ sagði Bjarni. Komi til þess að þingið grípi inn í verði fundin varanleg lausn enda hafi hann lagt fram frumvarp til að breyta lögum um kjararáð. Þar ættu eingöngu þeir að vera sem ekki gætu samið um sín kjör sjálfir. Þá þurfi að skoða viðmiðanir við laun annarra hópa. Ljóst er að launahækkun til þingmanna og ráðherra upp á allt að 75 prósent og forseta upp á 20 prósent auðveldar ekki stöðuna á vinnumarkaði þar sem liggur fyrir að reyna að ná samkomulagi um lífeyrismál til að bjarga SALEK samkomulaginu.Er ekki ljóst að það er mikið í húfi og kjarasamningar í landinu kannski allir í uppnámi ef ekki er brugðist við þessum miklu hækkunum á einu bretti, en nú þegar hafa lífeyrismálin stefnt samningum í hættu? „Jú það má kannski spyrja að því ef orðið verður við kröfum um að þingið grípi inn í, hvort við getum þá á sama tíma náð sátt um lausn lífeyrismálanna,“ sagði Bjarni.Finnst þér þetta ekki mikið stökk í einu lagi? Jafnvel þótt hægt sé að færa einhver rök fyrir því, sem ekki hefur verið gert að hálfu kjararáðs, er þá hækkun um 45 prósent og jafnvel meira en það mikil í einu stökki? „Jú, þetta er mjög mikil hækkun og hún þarfnast mikilla útskýringa. Og það er ekki víst að hún gangi upp,“ sagði Bjarni Benediktsson. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Forseti Íslands segist ekki hafa vitað af launahækkun sem kjararáð úrskurðaði honum né óskað eftir og hann þyrfti heldur ekki á henni að halda. Hann muni láta hækkunina fara góðra mála gengi hún eftir en hann myndi og hann myndi sætta sig fullkomlega við það að Alþingi drægi launahækkunina til baka. Með ákvörðun kjararáðs á kjördag um hækkun launa þingmanna, ráðherra og forseta Íslands hækka laun forsetans um 20 prósent og verða 2.895.000 krónur á mánuði.Ætlar þú að taka þeirri launahækkun og hvernig líst þér á þessa ákvörðun kjararáðs sem er að valda mikilli úlfúð í þjóðfélaginu? „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun. Margir þingmenn hafa lýst andúð sinni á þessari ákvörðun kjararáðs. Ég vænti þess að þingið vindi þá ofan af þessari ákvörðun. Taki málin í sínar hendur og ég myndi sætta mig fullkomlega við þá niðurstöðu sem fengist að því loknu,“ sagði Guðni. Það væri hins vegar ekki í hans verkahring að beina því til þeirra sem nú reyndu að mynda ríkisstjórn að taka á þessu máli frekar en öðrum málum. En hugur hans væri ljós í þessum efnum. „Þangað til sé ég til þess að þessi hækkun renni ekki í minn vasa,“ sagði forsetinn. Þannig að þú munt láta mismuninn renna eitthvað annað? „Já,“ sagði Guðni og spurði hvort hann þyrfti að tilgreina hvert. „Á ég að vera einhver móðir Theresa hérna sem gortar sig af því,“ spurði Guðni þegar hann var spurður nánar út í hvert hann myndi láta fjármunina renna. Forsetinn hefði ákveðin völd og verksvið en það sé ekki hans að segja Alþingi fyrir verkum. „Ég vil vanda mig. Ég er nýr í þessu embætti og ég er ekki endilega viss um að það væri til þess að þoka góðum málum áfram að ég fari að reyna að segja þingheimi fyrir verkum í þessu eða öðru,“ sagði forsetinn.Fjármálaráðherra þykir hækkunin mikil Það má hins vegar telja fullvíst að ákvörðun kjararáðs verði tekinn fyrir þegar Alþingi kemur saman á ný. Formaður Sjálfstæðisflokks segir vel koma til greina að Alþingi breyt ákvörðun kjararáðs. „Ég hef fullan skilning á því að fólki þyki þetta vera úr öllum takti við það sem hefur verið að gerast í kjaramálum í landinu á undanförnum misserum,“ sagði Bjarni. Komi til þess að þingið grípi inn í verði fundin varanleg lausn enda hafi hann lagt fram frumvarp til að breyta lögum um kjararáð. Þar ættu eingöngu þeir að vera sem ekki gætu samið um sín kjör sjálfir. Þá þurfi að skoða viðmiðanir við laun annarra hópa. Ljóst er að launahækkun til þingmanna og ráðherra upp á allt að 75 prósent og forseta upp á 20 prósent auðveldar ekki stöðuna á vinnumarkaði þar sem liggur fyrir að reyna að ná samkomulagi um lífeyrismál til að bjarga SALEK samkomulaginu.Er ekki ljóst að það er mikið í húfi og kjarasamningar í landinu kannski allir í uppnámi ef ekki er brugðist við þessum miklu hækkunum á einu bretti, en nú þegar hafa lífeyrismálin stefnt samningum í hættu? „Jú það má kannski spyrja að því ef orðið verður við kröfum um að þingið grípi inn í, hvort við getum þá á sama tíma náð sátt um lausn lífeyrismálanna,“ sagði Bjarni.Finnst þér þetta ekki mikið stökk í einu lagi? Jafnvel þótt hægt sé að færa einhver rök fyrir því, sem ekki hefur verið gert að hálfu kjararáðs, er þá hækkun um 45 prósent og jafnvel meira en það mikil í einu stökki? „Jú, þetta er mjög mikil hækkun og hún þarfnast mikilla útskýringa. Og það er ekki víst að hún gangi upp,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira