Forréttindi að fá að dvelja fyrir vestan Kjartan Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2016 20:00 Kristján Freyr býr og starfar í Reykjavík en kemur til með að dvelja meira fyrir vestan næstu mánuði. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta eru nú kannski ekkert stærri fréttir en þær að Guðjón Valur sé valinn í landsliðið. Hann sagði í viðtali að hann vonaðist til þess að hann væri ekki valinn vegna þess að hann heiti Guðjón Valur heldur vegna þess að hann geti eitthvað í handbolta. Ég tek undir þetta,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, nýráðinn rokkstjóri tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem fer fram á Ísafirði um páskana ár hvert. Ástæða þess að Kristján Freyr kýs að gera lítið úr fréttagildi ráðningarinnar er í raun sú að hann hefur verið í innsta hring Aldrei fór ég suður allt frá því að hátíðin var fyrst haldin árið 2004, en sjálfur er hann borinn og barnfæddur Hnífsdælingur. „Hingað til hef ég tekið þátt í undirbúningi hátíðarinnar í bakherbergjum, en ákvað nú að taka þeirri áskorun að stýra henni,“ segir Kristján Freyr, sem starfar sem hugmynda- og textasmiður hjá H:N Markaðssamskiptum og tónlistarmaður með hljómsveitunum Prins Póló, Dr. Gunna og fleirum. Hann segir aðstandendur Aldrei fór ég suður hafa unnið að því hörðum höndum að betrumbæta vinnubrögð og skipulag á undirbúningi undanfarin ár og hátíðin hafi vaxið og dafnað í samræmi við það, sem sést meðal annars á því að nú þegar hafa nokkur atriði verið bókuð á næstu hátíð. Kristján vill þó ekki greina frá því að svo stöddu hvaða hljómsveitir og tónleikafólk er um að ræða. „Við erum alltaf að stækka hópinn og þetta er ekki lengur fjögurra eða fimm manna vinaklíka sem sér um allan undirbúning. Við tókum þann pól í hæðina að reyna að dreifa ánægjunni svo enginn myndi brenna út og það er ástæða þess að ég, Birna Jónasdóttir [fráfarandi rokkstjóri], Mugison og fleiri höfum verið í þessu svona lengi. Við höfum fengið svo margar góðar hendur og heila til liðs við okkur. Velvildin sem hátíðin nýtur hjá bæjarbúum og yfirvöldum fyrir vestan er líka alveg ótrúleg og þar eru allir ávallt til í að leggja hönd á plóginn.“ Kristján Freyr býr og starfar í Reykjavík og segist aðspurður líta á það sem forréttindi, sem brottfluttur einstaklingur, að fá að dvelja meira fyrir vestan við ýmiss konar undirbúning fram að næstu hátíð og ekki síst á meðan sjálf hátíðin stendur yfir. „Þetta gerir maður ekki nema maður búi að skilningsríkri fjölskyldu og vinnuveitendum. Ég býst við að verða það mikið fyrir vestan að ég þarf eiginlega að athuga hvort gamla unglingaherbergið mitt sé ekki laust.“ Aldrei fór ég suður Tónlist Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
„Þetta eru nú kannski ekkert stærri fréttir en þær að Guðjón Valur sé valinn í landsliðið. Hann sagði í viðtali að hann vonaðist til þess að hann væri ekki valinn vegna þess að hann heiti Guðjón Valur heldur vegna þess að hann geti eitthvað í handbolta. Ég tek undir þetta,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, nýráðinn rokkstjóri tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem fer fram á Ísafirði um páskana ár hvert. Ástæða þess að Kristján Freyr kýs að gera lítið úr fréttagildi ráðningarinnar er í raun sú að hann hefur verið í innsta hring Aldrei fór ég suður allt frá því að hátíðin var fyrst haldin árið 2004, en sjálfur er hann borinn og barnfæddur Hnífsdælingur. „Hingað til hef ég tekið þátt í undirbúningi hátíðarinnar í bakherbergjum, en ákvað nú að taka þeirri áskorun að stýra henni,“ segir Kristján Freyr, sem starfar sem hugmynda- og textasmiður hjá H:N Markaðssamskiptum og tónlistarmaður með hljómsveitunum Prins Póló, Dr. Gunna og fleirum. Hann segir aðstandendur Aldrei fór ég suður hafa unnið að því hörðum höndum að betrumbæta vinnubrögð og skipulag á undirbúningi undanfarin ár og hátíðin hafi vaxið og dafnað í samræmi við það, sem sést meðal annars á því að nú þegar hafa nokkur atriði verið bókuð á næstu hátíð. Kristján vill þó ekki greina frá því að svo stöddu hvaða hljómsveitir og tónleikafólk er um að ræða. „Við erum alltaf að stækka hópinn og þetta er ekki lengur fjögurra eða fimm manna vinaklíka sem sér um allan undirbúning. Við tókum þann pól í hæðina að reyna að dreifa ánægjunni svo enginn myndi brenna út og það er ástæða þess að ég, Birna Jónasdóttir [fráfarandi rokkstjóri], Mugison og fleiri höfum verið í þessu svona lengi. Við höfum fengið svo margar góðar hendur og heila til liðs við okkur. Velvildin sem hátíðin nýtur hjá bæjarbúum og yfirvöldum fyrir vestan er líka alveg ótrúleg og þar eru allir ávallt til í að leggja hönd á plóginn.“ Kristján Freyr býr og starfar í Reykjavík og segist aðspurður líta á það sem forréttindi, sem brottfluttur einstaklingur, að fá að dvelja meira fyrir vestan við ýmiss konar undirbúning fram að næstu hátíð og ekki síst á meðan sjálf hátíðin stendur yfir. „Þetta gerir maður ekki nema maður búi að skilningsríkri fjölskyldu og vinnuveitendum. Ég býst við að verða það mikið fyrir vestan að ég þarf eiginlega að athuga hvort gamla unglingaherbergið mitt sé ekki laust.“
Aldrei fór ég suður Tónlist Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira