Fótbolti

Sjáðu Heimi kynna hópinn fyrir leikina á móti Króatíu og Möltu | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, tilkynnti í dag val sitt á hópnum sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 og Möltu í vináttuleik. Það var hægt að fylgjast með blaðamannafundi hans á Vísi.

Strákarnir okkar eru með sjö stig af níu mögulegum eftir jafntefli gegn Úkraínu og sigra á Finnum og Tyrkjum hér heima en næst mæta þeir frábæru liði Króatíu á Maksimir-vellinum í Zagreb á laugardaginn eftir viku og Möltu í vináttuleik þremur dögum síðar.

Þetta verða tveir síðustu landsleikir Íslands á árinu 2016 sem var einstaklega sögulegt fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta þökk sé ævintýri liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi.

Ísland á harma að hefna gegn króatíska liðinu en það stóð í vegi fyrir að okkar menn komust á HM 2014 þegar það lagði íslenska liðið í umspili um sæti í Brasilíu fyrir þremur árum. Þetta verða síðustu leikir strákanna okkar á árinu.

Vísir var með fundinn í beinni útsendingu en upptaka frá honum kemur innan skamms inn í spilarann hér að ofan. Hér að neðan má síðan sjá textalýsingu blaðamanns Vísis frá fundinum í Laugardalnum í dag.


Tengdar fréttir

Heimir: Þetta er okkar stóra tækifæri

Heimir Hallgrímsson segir að nú sé tækifæri fyrir íslensku landsliðsmennina að taka völdin í riðli okkar í undankeppni HM 2018.

Góð aðstaða í boði Errea

Íslenska landsliðið mun aðallega undirbúa sig fyrir leikinn stóra gegn Króatíu í Parma á Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×