Heimir: Viljum að síðasta setningin um A-landsliðið á árinu 2016 verði jákvæð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2016 12:01 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar á næstu dögum tvo síðustu leiki sína á árinu 2016. Þetta verða sextándi og sautján leikur liðsins á árinu sem er nýtt met. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson vill enda ótrúlegt ár á jákvæðan hátt. Íslenska liðið mætir fyrst Króatíu í Zagreb í undankeppni HM 2018 eftir átta daga en spilar svo vináttulandsleik við Möltu þremur dögum síðar. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, leggur ekki bara áherslu á mótsleikinn við Króata. Heimir leggur einnig mikið upp úr því að gera góða hluti á móti Möltu sem verður síðasti leikur liðsins á mögnuðu ári. Hann vill líka sjá íslenska liðið standa sig betur í vináttulandsleikjunum en það hefur gert. „Þetta er síðasti leikur ársins og þegar við gerum upp árið 2016, þetta frábæra ár, þá viljum við að lokasetningin, um síðasta leik ársins á móti Möltu, verði jákvæð,“ sagði Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. „Við höfum ekki verið nógu stöðugir í þessum vináttulandsleikjum og við viljum breyta því. Við viljum enda árið á jákvæðan hátt,“ sagði Heimir „Hvort sem að það er of lítill fókus hjá okkur þjálfurunum í þessum vináttuleikjum eða of miklar breytingar. Við erum allavega vel undirbúnir fyrir þennan Möltuleik og gerum allt okkar til að enda árið á jákvæðan hátt þannig að síðasta setningin um íslenska A-landsliðið verði jákvæð,“ sagði Heimir. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar á næstu dögum tvo síðustu leiki sína á árinu 2016. Þetta verða sextándi og sautján leikur liðsins á árinu sem er nýtt met. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson vill enda ótrúlegt ár á jákvæðan hátt. Íslenska liðið mætir fyrst Króatíu í Zagreb í undankeppni HM 2018 eftir átta daga en spilar svo vináttulandsleik við Möltu þremur dögum síðar. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, leggur ekki bara áherslu á mótsleikinn við Króata. Heimir leggur einnig mikið upp úr því að gera góða hluti á móti Möltu sem verður síðasti leikur liðsins á mögnuðu ári. Hann vill líka sjá íslenska liðið standa sig betur í vináttulandsleikjunum en það hefur gert. „Þetta er síðasti leikur ársins og þegar við gerum upp árið 2016, þetta frábæra ár, þá viljum við að lokasetningin, um síðasta leik ársins á móti Möltu, verði jákvæð,“ sagði Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. „Við höfum ekki verið nógu stöðugir í þessum vináttulandsleikjum og við viljum breyta því. Við viljum enda árið á jákvæðan hátt,“ sagði Heimir „Hvort sem að það er of lítill fókus hjá okkur þjálfurunum í þessum vináttuleikjum eða of miklar breytingar. Við erum allavega vel undirbúnir fyrir þennan Möltuleik og gerum allt okkar til að enda árið á jákvæðan hátt þannig að síðasta setningin um íslenska A-landsliðið verði jákvæð,“ sagði Heimir.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Sjá meira