Ólafía náði sér ekki á strik á lokadeginum og hafnaði í 26. sæti Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. nóvember 2016 12:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir slær í Abú Dabí. Mynd/LET/Tristan Jones Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafnaði í 26. sæti á Fatima Bint Mubarak mótinu í golfi en mótið er hluti af LET-mótaröðinni, næst sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum og þeirri sterkustu í Evrópu. Ólafía leiddi eftir fyrsta hring og hélt forskotinu út annan hringinn en eftir að hafa leikið á tveimur höggum yfir pari í gær mátti hún varla við mistökum á lokahringnum. Ólafía sem lék í ráshóp með sigurvegara mótsins, Beth Allen, byrjaði daginn á pari á fyrstu þremur holunum. Tveir skollar á 4. og 7. holu gerðu það að verkum að hún var tveimur höggum yfir pari eftir fyrri níu holurnar. Náði hún að komast á parið í dag með tveimur fuglum á 11. og 12. holu vallarins en hún varð fyrir áfalli á 14. holu þegar hún fékk tvöfaldan skolla. Lenti innáhögg hennar þá á gangbraut við hlið teigsins í öðru höggi. Fylgdi hún því eftir með öðrum tvöföldum skolla á 15. braut og féll hún niður í 26. sæti en hún endaði hringinn og mótið á þremur pörum í röð. Var hringur dagsins versti hringur hennar á mótinu en hún endaði 14. höggum á eftir efsta kylfing. Ólafía er á fyrsta tímabili sínu á LET-mótaröðinni en hún er aðeins annar íslenski kylfingurinn sem tekur þátt á mótaröðinni. Þá verður Ólafía aftur á ferðinni í lok nóvember þegar hún tekur þátt í loka úrtökumótinu fyrir LPGA, sterkstu mótaröð í heimi. Golf Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Enski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafnaði í 26. sæti á Fatima Bint Mubarak mótinu í golfi en mótið er hluti af LET-mótaröðinni, næst sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum og þeirri sterkustu í Evrópu. Ólafía leiddi eftir fyrsta hring og hélt forskotinu út annan hringinn en eftir að hafa leikið á tveimur höggum yfir pari í gær mátti hún varla við mistökum á lokahringnum. Ólafía sem lék í ráshóp með sigurvegara mótsins, Beth Allen, byrjaði daginn á pari á fyrstu þremur holunum. Tveir skollar á 4. og 7. holu gerðu það að verkum að hún var tveimur höggum yfir pari eftir fyrri níu holurnar. Náði hún að komast á parið í dag með tveimur fuglum á 11. og 12. holu vallarins en hún varð fyrir áfalli á 14. holu þegar hún fékk tvöfaldan skolla. Lenti innáhögg hennar þá á gangbraut við hlið teigsins í öðru höggi. Fylgdi hún því eftir með öðrum tvöföldum skolla á 15. braut og féll hún niður í 26. sæti en hún endaði hringinn og mótið á þremur pörum í röð. Var hringur dagsins versti hringur hennar á mótinu en hún endaði 14. höggum á eftir efsta kylfing. Ólafía er á fyrsta tímabili sínu á LET-mótaröðinni en hún er aðeins annar íslenski kylfingurinn sem tekur þátt á mótaröðinni. Þá verður Ólafía aftur á ferðinni í lok nóvember þegar hún tekur þátt í loka úrtökumótinu fyrir LPGA, sterkstu mótaröð í heimi.
Golf Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Enski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira