Bjarni segir ekkert útilokað Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. nóvember 2016 18:25 Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann segir ekkert útilokað þegar kemur að stjórnarmyndun en ætlar að leggjast undir feld um helgina til að fara yfir stöðuna. Lítið hefur breyst í afstöðu forystumanna stjórnmálaflokkanna til samstarfs um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir fundi Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, með þeim í gær og í fyrradag. Þingflokkur Viðreisnar kom saman á þinghúsinu í dag til að fara yfir stöðuna. Aðspurður um hvort að Viðreisn og Björt framtíð hafi það í hendi sér hvaða ríkisstjórn verði mynduð segist Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, ekkert þora að segja um það. „Það er eins og komið hefur fram er auðvitað breitt bil á milli margra annarra. Þannig að það gæti verið að það væri álitlegt að mynda ríkisstjórn með þessum flokkum tveimur já. Vonandi,“ segir Benedikt. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir ekkert hafa fundað með formönnum hinna stjórnmálaflokkanna í dag. „Það er bara ekkert títt hjá okkur. Við í VG erum bara að nota þennan dag til að fara yfir uppgjör á kosningabaráttu og það eru engir fundir í gangi,“ segir Katrín. Síðdegis fundaði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, með þingflokki sínum í Valhöll. Formaðurinn og þingmenn flokksins notuðu fundinn til að bera saman bækur sínar. Aðspurður um það hvort Bjarni sjá fyrir sér að ræða við Viðreisn og Bjarta framtíð um myndun nýrrar ríkisstjórnar segir hann það í sjálfu sér ekkert líklegra en annað. „Það liggur fyrir að það væri mjög naumur meirihluti. Ég hef rætt það og bent á, nefnt í samtölum við formenn þeirra flokka. Ég átti mjög góðan fund bæði með framsóknarmönnum og Katrínu Jakobsdóttur og það er rétt að þar ber töluvert í milli í pólitískri hugmyndafræði en ég hef ekki lokað fyrir neinn möguleika enn þá. Enn hins vegar tel ég að bæði ég og þessir formenn, þessir þingflokkar, þurfi innan fárra sólarhringa að gera það upp við sig hvort þeir vilja láta reyna á frekara samtal,“ segir Bjarni. Bjarni segist hafa rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann vill þó ekkert gefa upp um hvaða formenn hann hefur rætt við í dag. „Ég á ekki von á að þetta verði mjög tíðindamikil helgi en þeim mun meira kannski hugsað,“segir Bjarni. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann segir ekkert útilokað þegar kemur að stjórnarmyndun en ætlar að leggjast undir feld um helgina til að fara yfir stöðuna. Lítið hefur breyst í afstöðu forystumanna stjórnmálaflokkanna til samstarfs um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir fundi Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, með þeim í gær og í fyrradag. Þingflokkur Viðreisnar kom saman á þinghúsinu í dag til að fara yfir stöðuna. Aðspurður um hvort að Viðreisn og Björt framtíð hafi það í hendi sér hvaða ríkisstjórn verði mynduð segist Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, ekkert þora að segja um það. „Það er eins og komið hefur fram er auðvitað breitt bil á milli margra annarra. Þannig að það gæti verið að það væri álitlegt að mynda ríkisstjórn með þessum flokkum tveimur já. Vonandi,“ segir Benedikt. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir ekkert hafa fundað með formönnum hinna stjórnmálaflokkanna í dag. „Það er bara ekkert títt hjá okkur. Við í VG erum bara að nota þennan dag til að fara yfir uppgjör á kosningabaráttu og það eru engir fundir í gangi,“ segir Katrín. Síðdegis fundaði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, með þingflokki sínum í Valhöll. Formaðurinn og þingmenn flokksins notuðu fundinn til að bera saman bækur sínar. Aðspurður um það hvort Bjarni sjá fyrir sér að ræða við Viðreisn og Bjarta framtíð um myndun nýrrar ríkisstjórnar segir hann það í sjálfu sér ekkert líklegra en annað. „Það liggur fyrir að það væri mjög naumur meirihluti. Ég hef rætt það og bent á, nefnt í samtölum við formenn þeirra flokka. Ég átti mjög góðan fund bæði með framsóknarmönnum og Katrínu Jakobsdóttur og það er rétt að þar ber töluvert í milli í pólitískri hugmyndafræði en ég hef ekki lokað fyrir neinn möguleika enn þá. Enn hins vegar tel ég að bæði ég og þessir formenn, þessir þingflokkar, þurfi innan fárra sólarhringa að gera það upp við sig hvort þeir vilja láta reyna á frekara samtal,“ segir Bjarni. Bjarni segist hafa rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann vill þó ekkert gefa upp um hvaða formenn hann hefur rætt við í dag. „Ég á ekki von á að þetta verði mjög tíðindamikil helgi en þeim mun meira kannski hugsað,“segir Bjarni.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira