Bjarni segir ekkert útilokað Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. nóvember 2016 18:25 Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann segir ekkert útilokað þegar kemur að stjórnarmyndun en ætlar að leggjast undir feld um helgina til að fara yfir stöðuna. Lítið hefur breyst í afstöðu forystumanna stjórnmálaflokkanna til samstarfs um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir fundi Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, með þeim í gær og í fyrradag. Þingflokkur Viðreisnar kom saman á þinghúsinu í dag til að fara yfir stöðuna. Aðspurður um hvort að Viðreisn og Björt framtíð hafi það í hendi sér hvaða ríkisstjórn verði mynduð segist Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, ekkert þora að segja um það. „Það er eins og komið hefur fram er auðvitað breitt bil á milli margra annarra. Þannig að það gæti verið að það væri álitlegt að mynda ríkisstjórn með þessum flokkum tveimur já. Vonandi,“ segir Benedikt. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir ekkert hafa fundað með formönnum hinna stjórnmálaflokkanna í dag. „Það er bara ekkert títt hjá okkur. Við í VG erum bara að nota þennan dag til að fara yfir uppgjör á kosningabaráttu og það eru engir fundir í gangi,“ segir Katrín. Síðdegis fundaði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, með þingflokki sínum í Valhöll. Formaðurinn og þingmenn flokksins notuðu fundinn til að bera saman bækur sínar. Aðspurður um það hvort Bjarni sjá fyrir sér að ræða við Viðreisn og Bjarta framtíð um myndun nýrrar ríkisstjórnar segir hann það í sjálfu sér ekkert líklegra en annað. „Það liggur fyrir að það væri mjög naumur meirihluti. Ég hef rætt það og bent á, nefnt í samtölum við formenn þeirra flokka. Ég átti mjög góðan fund bæði með framsóknarmönnum og Katrínu Jakobsdóttur og það er rétt að þar ber töluvert í milli í pólitískri hugmyndafræði en ég hef ekki lokað fyrir neinn möguleika enn þá. Enn hins vegar tel ég að bæði ég og þessir formenn, þessir þingflokkar, þurfi innan fárra sólarhringa að gera það upp við sig hvort þeir vilja láta reyna á frekara samtal,“ segir Bjarni. Bjarni segist hafa rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann vill þó ekkert gefa upp um hvaða formenn hann hefur rætt við í dag. „Ég á ekki von á að þetta verði mjög tíðindamikil helgi en þeim mun meira kannski hugsað,“segir Bjarni. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann segir ekkert útilokað þegar kemur að stjórnarmyndun en ætlar að leggjast undir feld um helgina til að fara yfir stöðuna. Lítið hefur breyst í afstöðu forystumanna stjórnmálaflokkanna til samstarfs um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir fundi Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, með þeim í gær og í fyrradag. Þingflokkur Viðreisnar kom saman á þinghúsinu í dag til að fara yfir stöðuna. Aðspurður um hvort að Viðreisn og Björt framtíð hafi það í hendi sér hvaða ríkisstjórn verði mynduð segist Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, ekkert þora að segja um það. „Það er eins og komið hefur fram er auðvitað breitt bil á milli margra annarra. Þannig að það gæti verið að það væri álitlegt að mynda ríkisstjórn með þessum flokkum tveimur já. Vonandi,“ segir Benedikt. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir ekkert hafa fundað með formönnum hinna stjórnmálaflokkanna í dag. „Það er bara ekkert títt hjá okkur. Við í VG erum bara að nota þennan dag til að fara yfir uppgjör á kosningabaráttu og það eru engir fundir í gangi,“ segir Katrín. Síðdegis fundaði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, með þingflokki sínum í Valhöll. Formaðurinn og þingmenn flokksins notuðu fundinn til að bera saman bækur sínar. Aðspurður um það hvort Bjarni sjá fyrir sér að ræða við Viðreisn og Bjarta framtíð um myndun nýrrar ríkisstjórnar segir hann það í sjálfu sér ekkert líklegra en annað. „Það liggur fyrir að það væri mjög naumur meirihluti. Ég hef rætt það og bent á, nefnt í samtölum við formenn þeirra flokka. Ég átti mjög góðan fund bæði með framsóknarmönnum og Katrínu Jakobsdóttur og það er rétt að þar ber töluvert í milli í pólitískri hugmyndafræði en ég hef ekki lokað fyrir neinn möguleika enn þá. Enn hins vegar tel ég að bæði ég og þessir formenn, þessir þingflokkar, þurfi innan fárra sólarhringa að gera það upp við sig hvort þeir vilja láta reyna á frekara samtal,“ segir Bjarni. Bjarni segist hafa rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann vill þó ekkert gefa upp um hvaða formenn hann hefur rætt við í dag. „Ég á ekki von á að þetta verði mjög tíðindamikil helgi en þeim mun meira kannski hugsað,“segir Bjarni.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira