Kjararáð kyndir undir gremju meðal kennara Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Ef ekki fæst niðurstaða í kjaradeilu kennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga er hætt við því að starf grunnskólanna raskist á næstunni. vísir/vilhelm Kennarar í grunnskólum víða á höfuðborgarsvæðinu hafa í vikunni rætt um að leggja niður störf. Kennarar eru samningslausir en tvisvar hefur samningi Félags grunnskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga verið felldur í atkvæðagreiðslu. Óánægja kennara með kjör sín hefur magnast verulega í liðinni viku. Þeir grunnskólakennarar sem Fréttablaðið hefur talað við eru sammála um það að úrskurður kjararáðs, um 44 prósenta hækkun launa alþingismanna, hafi ýft upp óánægjuna „Það myndi ég segja. Hann kveikir í þessu báli sem er núna,“ segir Ágúst Tómasson, trúnaðarmaður kennara í Vogaskóla. Ágúst tekur samt fram að þrátt fyrir að úrskurðinum yrði breytt þá myndi það ekki breyta afstöðu kennara. „Laun kennara eru of lág og við viljum hækka þau,“ segir hann.Ágúst TómassonÓlafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að félagið hafi hitt samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga þrisvar í vikunni. Hann vonast til þess að geta kynnt niðurstöður þessara samtala fyrir félagsmönnum sínum fljótlega „Viðræðurnar hafa þokast áfram. Við erum með tvö mál sem hafa verið erfið,“ segir Ólafur. Það sé einkum launaliðurinn og svo hlutir sem snúa að vinnutíma og vinnuumhverfi. „Það hefur þokast í þessum málum og verið gott samtal í gangi,“ segir Ólafur en tekur jafnframt fram að það sé sterk krafa á meðal kennara um að þessu samtali verði að fara að ljúka.Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennaraKennarar úr nokkrum grunnskólum hafa að undanförnu sent frá sér yfirlýsingar þar sem lýst er mikilli óánægju með stöðu mála. „Kennarar í Vogaskóla lýsa fullri ábyrgð á hendur skólayfirvöldum í Reykjavík ef ekki tekst að halda úti eðlilegu skólahaldi í borginni á næstu dögum,“ segir í yfirlýsingu frá kennurum í Vogaskóla. „Ég er í sjálfu sér að vísa í það að umræður eru í kennarahópnum hér og annars staðar um að þörf sé viðbragða kennara við samningsleysinu. Án þess að tiltaka eitthvað sérstakt eru kennarar að velta fyrir sér hvað við getum gert,“ segir Ágúst Tómasson. Að sögn Ágústs er ekki hægt að bjóða kennurum upp á lagfæringar á kjarasamningi sem búið sé að fella tvisvar. „Þá er ég ansi hræddur um að lokið fjúki af pottinum og það sjóði upp úr. Bæði gagnvart sveitarfélögunum og okkar eigin stjórn og samninganefnd,“ segir Ágúst. Fréttin birtist fyrst í fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Kennarar í grunnskólum víða á höfuðborgarsvæðinu hafa í vikunni rætt um að leggja niður störf. Kennarar eru samningslausir en tvisvar hefur samningi Félags grunnskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga verið felldur í atkvæðagreiðslu. Óánægja kennara með kjör sín hefur magnast verulega í liðinni viku. Þeir grunnskólakennarar sem Fréttablaðið hefur talað við eru sammála um það að úrskurður kjararáðs, um 44 prósenta hækkun launa alþingismanna, hafi ýft upp óánægjuna „Það myndi ég segja. Hann kveikir í þessu báli sem er núna,“ segir Ágúst Tómasson, trúnaðarmaður kennara í Vogaskóla. Ágúst tekur samt fram að þrátt fyrir að úrskurðinum yrði breytt þá myndi það ekki breyta afstöðu kennara. „Laun kennara eru of lág og við viljum hækka þau,“ segir hann.Ágúst TómassonÓlafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að félagið hafi hitt samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga þrisvar í vikunni. Hann vonast til þess að geta kynnt niðurstöður þessara samtala fyrir félagsmönnum sínum fljótlega „Viðræðurnar hafa þokast áfram. Við erum með tvö mál sem hafa verið erfið,“ segir Ólafur. Það sé einkum launaliðurinn og svo hlutir sem snúa að vinnutíma og vinnuumhverfi. „Það hefur þokast í þessum málum og verið gott samtal í gangi,“ segir Ólafur en tekur jafnframt fram að það sé sterk krafa á meðal kennara um að þessu samtali verði að fara að ljúka.Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennaraKennarar úr nokkrum grunnskólum hafa að undanförnu sent frá sér yfirlýsingar þar sem lýst er mikilli óánægju með stöðu mála. „Kennarar í Vogaskóla lýsa fullri ábyrgð á hendur skólayfirvöldum í Reykjavík ef ekki tekst að halda úti eðlilegu skólahaldi í borginni á næstu dögum,“ segir í yfirlýsingu frá kennurum í Vogaskóla. „Ég er í sjálfu sér að vísa í það að umræður eru í kennarahópnum hér og annars staðar um að þörf sé viðbragða kennara við samningsleysinu. Án þess að tiltaka eitthvað sérstakt eru kennarar að velta fyrir sér hvað við getum gert,“ segir Ágúst Tómasson. Að sögn Ágústs er ekki hægt að bjóða kennurum upp á lagfæringar á kjarasamningi sem búið sé að fella tvisvar. „Þá er ég ansi hræddur um að lokið fjúki af pottinum og það sjóði upp úr. Bæði gagnvart sveitarfélögunum og okkar eigin stjórn og samninganefnd,“ segir Ágúst. Fréttin birtist fyrst í fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira