„Nei takk“ Guðna við launahækkun vekur heimsathygli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2016 22:38 „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun,“ sagði Guðni á Bessastöðum á miðvikudag. Vísir/Eyþór Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, nýtti tækifærið á fundi með blaðamönnum í tengslum við veitingu á stjórnarmyndunarumboði til formanns Sjálfstæðisflokksins og svaraði spurningum um ákvörðun Kjararáðs að hækka laun æðstu embættismanna. Ákvörðunin hefur varla farið framhjá nokkrum landsmanni sem fylgist með fréttum en til stendur að hækka þingfararkaup alþingismanna um tæp 45 prósent svo dæmi sé tekið.Laun forseta Íslands hækka einnig umtalsvert, eða um 20 prósent. Samkvæmt úrskurði kjararáðs verða mánaðarlaun forseta Íslands nú tæpar þrjár milljónir. „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun,“ sagði Guðni á Bessastöðum á miðvikudag. Svar hans vakti mikla athygli hér á landi og varð sömuleiðis tilefni frétta í einhverjum erlendum miðlum. Iceland Magazine, sem skrifar fréttir á ensku og er í samstarfi við Vísi, fjallaði meðal annars um svar Guðna, og nú fjórum dögum síðar komst fréttin í efsta sæti á Reddit.1400 ummæli Jón Kaldal, blaðamaður og ritstjóri Iceland Magazine, fylgdist með því hvernig áhugi notenda Reddit jókst á fréttinni í dag. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa á sjöunda þúsund manns ýtt fréttinni upp listann og tæplega 1400 manns hafa skilið eftir ummæli við fréttina. Þetta eru aðeins þeir notendur sem hafa brugðist við fréttinni en ómögulegt er að segja hve margir eru, vegna þess hve fréttinn rataði hátt á Reddit, nú upplýstir um ákvörðun forseta Íslands að hafna launahækkun. Um 234 milljón manns sækja Reddit heim í hverjum mánuði en notendur, sem miðast við ólíka vafra eða tól sem notendur nota, eru um 542 milljónir á mánuði. Síðan er í 26. sæti yfir síður í heiminum sem fá flestar heimsóknir.Bingó! Iceland Magazine a toppnum á forsíðu Reddit #takkGuðni pic.twitter.com/7nRDyAJYj0— Jón Kaldal (@jonkaldal) November 5, 2016 Ummæli úr öllum áttumÝmis skemmtileg ummæli eru að finna við fréttina af Guðna og má sjá dæmi hér að neðan í lauslegri þýðingu Vísis. „Donald Trump hefur fullyrt að hann mun ekki einu sinni þiggja laun verði hann forseti Bandaríkjanna.“ „Flott hjá honum. Ég held að þetta sé gæi sem Ísland hefur þurft á að halda í töluverðan tíma eftir framkomu bankamanna. Nú geta þeir í það minnsta verið stoltir af sínum æðsta manni.“ „Þú getur keypt kippu af bjór fyrir þessa upphæð á Íslandi.“ „Ég er í lögfræði með syni Guðna. Hann er flottur strákur. Ég þekki ekki Guðna en hann er örugglega fínasti náungi.“ „Borgarstjórinn í Tampa er með um 150 þúsund dollara (16 milljónir króna) í árslaun sem er um helmingur af því sem forseti Íslands fær fyrir sína vinnu sem er aðallega að vera skraut. Flott hjá honum að hafna þessu en það er ekki eins og hann sé að deyja úr hungri.“ Donald Trump Kjararáð Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, nýtti tækifærið á fundi með blaðamönnum í tengslum við veitingu á stjórnarmyndunarumboði til formanns Sjálfstæðisflokksins og svaraði spurningum um ákvörðun Kjararáðs að hækka laun æðstu embættismanna. Ákvörðunin hefur varla farið framhjá nokkrum landsmanni sem fylgist með fréttum en til stendur að hækka þingfararkaup alþingismanna um tæp 45 prósent svo dæmi sé tekið.Laun forseta Íslands hækka einnig umtalsvert, eða um 20 prósent. Samkvæmt úrskurði kjararáðs verða mánaðarlaun forseta Íslands nú tæpar þrjár milljónir. „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun,“ sagði Guðni á Bessastöðum á miðvikudag. Svar hans vakti mikla athygli hér á landi og varð sömuleiðis tilefni frétta í einhverjum erlendum miðlum. Iceland Magazine, sem skrifar fréttir á ensku og er í samstarfi við Vísi, fjallaði meðal annars um svar Guðna, og nú fjórum dögum síðar komst fréttin í efsta sæti á Reddit.1400 ummæli Jón Kaldal, blaðamaður og ritstjóri Iceland Magazine, fylgdist með því hvernig áhugi notenda Reddit jókst á fréttinni í dag. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa á sjöunda þúsund manns ýtt fréttinni upp listann og tæplega 1400 manns hafa skilið eftir ummæli við fréttina. Þetta eru aðeins þeir notendur sem hafa brugðist við fréttinni en ómögulegt er að segja hve margir eru, vegna þess hve fréttinn rataði hátt á Reddit, nú upplýstir um ákvörðun forseta Íslands að hafna launahækkun. Um 234 milljón manns sækja Reddit heim í hverjum mánuði en notendur, sem miðast við ólíka vafra eða tól sem notendur nota, eru um 542 milljónir á mánuði. Síðan er í 26. sæti yfir síður í heiminum sem fá flestar heimsóknir.Bingó! Iceland Magazine a toppnum á forsíðu Reddit #takkGuðni pic.twitter.com/7nRDyAJYj0— Jón Kaldal (@jonkaldal) November 5, 2016 Ummæli úr öllum áttumÝmis skemmtileg ummæli eru að finna við fréttina af Guðna og má sjá dæmi hér að neðan í lauslegri þýðingu Vísis. „Donald Trump hefur fullyrt að hann mun ekki einu sinni þiggja laun verði hann forseti Bandaríkjanna.“ „Flott hjá honum. Ég held að þetta sé gæi sem Ísland hefur þurft á að halda í töluverðan tíma eftir framkomu bankamanna. Nú geta þeir í það minnsta verið stoltir af sínum æðsta manni.“ „Þú getur keypt kippu af bjór fyrir þessa upphæð á Íslandi.“ „Ég er í lögfræði með syni Guðna. Hann er flottur strákur. Ég þekki ekki Guðna en hann er örugglega fínasti náungi.“ „Borgarstjórinn í Tampa er með um 150 þúsund dollara (16 milljónir króna) í árslaun sem er um helmingur af því sem forseti Íslands fær fyrir sína vinnu sem er aðallega að vera skraut. Flott hjá honum að hafna þessu en það er ekki eins og hann sé að deyja úr hungri.“
Donald Trump Kjararáð Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Sjá meira