Gianluca Rocchi, 43 ára gamall Ítali, dæmir leik Íslands og Króatíu í undankeppni HM 2018 á laugardaginn en leikurinn fer fram á Maksimir-vellinum í Zagreb.
Rocchi hefur verið FIFA-dómari síðan 2008 og dæmt í Meistaradeildinni síðan árið 2010. Hann hefur aldrei dæmt í lokakeppni HM né EM en var einn af dómurunum á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012.
Síðasti leikur hans á alþjóða vettvangi var Meistaradeildarleikur PSV Eindhoven og Bayern München í síðustu viku en þar gaf hann Robert Lewandowski, leikmanni Bayern, vítaspyrnu sem hann skoraði úr. Dómurinn var hárréttur.
Rocchi er ekki að fara að dæma í fyrsta sinn hjá íslenska landsliðinu. Hann hélt einnig um flautuna í síðasta leik strákanna okkar í undankeppni EM 2016 þar sem þeir töpuðu, 1-0, gegn Tyrklandi ytra. Sá sigur fleytti Tyrkjum á Evrópumótið.
Ítalinn er búinn að dæma níu leiki í deild og Meistaradeild á þessari leiktíð og gefa að meðaltali 3,5 gul spjöld í leik. Rocchi er aðeins búinn að lyfta rauða spjaldinu einu sinni það sem af er tímabilinu.
Leikur Króatíu og Íslands hefst klukkan 17.00 á laugardaginn. Bæði lið eru með sjö stig eftir þrjá leiki en það lið sem hefur betur á Maksimir-vellinum mun verma toppsætið alveg fram í mars.
Ítalskur reynslubolti dæmir toppslag strákanna okkar í Zagreb
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti




Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

„Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker
Íslenski boltinn