Segja samkynhneigða íþróttamenn standa sig betur ef þeir koma út úr skápnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2016 09:00 Menn hafa spilað með regnbogareimar í ensku úrvalsdeildinni til stuðnings samkynhneigðum en enginn leikmaður í deildinni er kominn út úr skápnum. vísir/getty Þrír breskir samkynhneigðir íþróttamenn, fyrrverandi og núverandi, töluðu um samkynhneigð íþróttum á sérstökum fundi á breska þinginu á dögunum en allir voru þeir sammála um að búa þarf til umhverfi þar sem íþróttamönnum líður betur með að koma út úr skápnum. Það mun, að þeirra sögn, gera íþróttamennina betri. Sprettgöngumaðurinn og Ólympíufarinn Tom Bosworth, fyrrverandi NBA-leikmaðurinn John Amaechi og enska landsliðskonan Lianne Sanderson voru þau sem ræddu við bresku þingmennina. Amaechi sagði eitrað andrúmsloft vera í íþróttaheminum og hvatti þingmennina til að þyngja refsingar þegar kemur að mismunun vegna kynhneigðar í íþróttaheiminum.Trúa ekki á stuðning Amaechi, sem spilaði með Orlando Magic og Utah Jazz á sínum ferli. sagðist hafa verið í sambandi við samkynhneigða fótboltamenn sem þora ekki að vera þeir sjálfir. „Fótboltinn hefur peningana og úrræðin til að gera það sem hann vill en viljandi er ekkert gert. Ég hef talað við leikmenn í ensku úrvalsdeildinni sem trúa því ekki að félagið þeirra myndi styðja þá ef þeir koma út úr skápnum,“ sagði Amaechi. Göngugarpurinn Bosworth bætti við að ef íþróttamaður er samkynhneigður og þorir ekki að koma út úr skápnum getur hann aldrei fullnýtt hæfileika sína.Fótboltinn mikilvægastur „Ef íþróttamaður er bara að nota eitt prósent minna af orku sinni til að passa sig á að vera ekki sá sem hann er getur það verið munurinn á milli þess að vear góður og frábær,“ sagði Boswort. Hann tók undir með Amaechi er varðar fótboltann. Bosworth segir hann svo stóran að hann verði að leiða þessa baráttu. „Fótboltinn er íþróttin sem ber mest á. Ef hlutirnir breytast það þá breytist allt,“ sagði Bosworth. Enska landsliðskonana Lianne Sanderson, sem er samkynhneigð eins og Bosworth og Amaechi, tók undir orð karlanna um fótboltann. Hún sagði að ef einn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni kæmi út úr skápnum myndu fleiri fylgja í kjölfarið. Íslenski boltinn Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Sjá meira
Þrír breskir samkynhneigðir íþróttamenn, fyrrverandi og núverandi, töluðu um samkynhneigð íþróttum á sérstökum fundi á breska þinginu á dögunum en allir voru þeir sammála um að búa þarf til umhverfi þar sem íþróttamönnum líður betur með að koma út úr skápnum. Það mun, að þeirra sögn, gera íþróttamennina betri. Sprettgöngumaðurinn og Ólympíufarinn Tom Bosworth, fyrrverandi NBA-leikmaðurinn John Amaechi og enska landsliðskonan Lianne Sanderson voru þau sem ræddu við bresku þingmennina. Amaechi sagði eitrað andrúmsloft vera í íþróttaheminum og hvatti þingmennina til að þyngja refsingar þegar kemur að mismunun vegna kynhneigðar í íþróttaheiminum.Trúa ekki á stuðning Amaechi, sem spilaði með Orlando Magic og Utah Jazz á sínum ferli. sagðist hafa verið í sambandi við samkynhneigða fótboltamenn sem þora ekki að vera þeir sjálfir. „Fótboltinn hefur peningana og úrræðin til að gera það sem hann vill en viljandi er ekkert gert. Ég hef talað við leikmenn í ensku úrvalsdeildinni sem trúa því ekki að félagið þeirra myndi styðja þá ef þeir koma út úr skápnum,“ sagði Amaechi. Göngugarpurinn Bosworth bætti við að ef íþróttamaður er samkynhneigður og þorir ekki að koma út úr skápnum getur hann aldrei fullnýtt hæfileika sína.Fótboltinn mikilvægastur „Ef íþróttamaður er bara að nota eitt prósent minna af orku sinni til að passa sig á að vera ekki sá sem hann er getur það verið munurinn á milli þess að vear góður og frábær,“ sagði Boswort. Hann tók undir með Amaechi er varðar fótboltann. Bosworth segir hann svo stóran að hann verði að leiða þessa baráttu. „Fótboltinn er íþróttin sem ber mest á. Ef hlutirnir breytast það þá breytist allt,“ sagði Bosworth. Enska landsliðskonana Lianne Sanderson, sem er samkynhneigð eins og Bosworth og Amaechi, tók undir orð karlanna um fótboltann. Hún sagði að ef einn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni kæmi út úr skápnum myndu fleiri fylgja í kjölfarið.
Íslenski boltinn Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Sjá meira