Miðvörður Króata tekinn blindfullur undir stýri átta dögum fyrir Íslandsleik Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2016 09:45 Fyrirliðinn fullur. vísir/getty Domagoj Vida, miðvörður og fyrirliði úkraínska liðsins Dynamo Kiev og leikmaður króatíska landsliðsins í fótbolta, var gripinn af lögreglunni í Kænugarði blindfullur undir stýri síðastliðinn föstudag, átta dögum fyrir leikinn mikilvæga gegn Íslandi í undankeppni HM 2018. Vida var úti að skemmta sér til klukkan fjögur um nóttina en í staðinn fyrir að taka leigubíl settist hann upp í Mercedes-bifreið sína og keyrði heimleiðis. Frá þessu er greint í króatískum og úkraínskum fjölmiðlum. Lögreglan stöðvaði Vida á bílnum og lét hann blása en 1,51 prómill mældust í miðverðinum. Hér á Íslandi væri það 18 mánaða svipting og 160.000 króna sekt. Ökuleyfið var tekið af Vida og hann látinn greiða myndarlega sekt. Forráðamenn og þjálfaralið Dynamo Kiev var lítið að kippa sér upp við þetta því Vida var í byrjunarliðinu í 2-1 sigurleik gegn Dnipro á sunnudaginn, tveimur dögum eftir að vera tekinn fullur á bílnum. Spurning er þó hvort einhver hafi vitað af þessu fyrr en í gærkvöldi þegar fréttin birtist fyrst.4 gun once Domagoj Vida, 1.51 promil alkollu oldugu Kiev polisince belirlenmis pic.twitter.com/t7YyPJGcLa— rüştü şenyüz (@rustusnyz) November 8, 2016 Vida er staddur í Zagreb með króatíska landsliðinu þar sem það undirbýr sig fyrir toppslag gegn strákunum okkar í íslenska landsliðinu á laugardaginn. Bæði lið eru með sjö stig eftir þrjá leiki í I-riðli undankeppni HM 2018. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Vida lendir í basli með bakkus. Þegar hann var leikmaður Dinamo Zagreb fyrir fjórum árum síðan opnaði hann bjór í liðsrútunni á leið í bikarleik gegn Vrsar. Þáverandi þjálfari Dinamo henti honum út úr rútunni og skildi Vida eftir á miðjum veginum. Sá maður heitir Ante Cacic og er þjálfari króatíska landsliðsins í dag. Nú á bara eftir að koma í ljós hvernig hann tekur þessum fréttum. Domagoj Vida er lykilmaður í króatíska landsliðinu en hann er búinn að byrja alla þrjá leikina í undankeppninni til þessa. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira
Domagoj Vida, miðvörður og fyrirliði úkraínska liðsins Dynamo Kiev og leikmaður króatíska landsliðsins í fótbolta, var gripinn af lögreglunni í Kænugarði blindfullur undir stýri síðastliðinn föstudag, átta dögum fyrir leikinn mikilvæga gegn Íslandi í undankeppni HM 2018. Vida var úti að skemmta sér til klukkan fjögur um nóttina en í staðinn fyrir að taka leigubíl settist hann upp í Mercedes-bifreið sína og keyrði heimleiðis. Frá þessu er greint í króatískum og úkraínskum fjölmiðlum. Lögreglan stöðvaði Vida á bílnum og lét hann blása en 1,51 prómill mældust í miðverðinum. Hér á Íslandi væri það 18 mánaða svipting og 160.000 króna sekt. Ökuleyfið var tekið af Vida og hann látinn greiða myndarlega sekt. Forráðamenn og þjálfaralið Dynamo Kiev var lítið að kippa sér upp við þetta því Vida var í byrjunarliðinu í 2-1 sigurleik gegn Dnipro á sunnudaginn, tveimur dögum eftir að vera tekinn fullur á bílnum. Spurning er þó hvort einhver hafi vitað af þessu fyrr en í gærkvöldi þegar fréttin birtist fyrst.4 gun once Domagoj Vida, 1.51 promil alkollu oldugu Kiev polisince belirlenmis pic.twitter.com/t7YyPJGcLa— rüştü şenyüz (@rustusnyz) November 8, 2016 Vida er staddur í Zagreb með króatíska landsliðinu þar sem það undirbýr sig fyrir toppslag gegn strákunum okkar í íslenska landsliðinu á laugardaginn. Bæði lið eru með sjö stig eftir þrjá leiki í I-riðli undankeppni HM 2018. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Vida lendir í basli með bakkus. Þegar hann var leikmaður Dinamo Zagreb fyrir fjórum árum síðan opnaði hann bjór í liðsrútunni á leið í bikarleik gegn Vrsar. Þáverandi þjálfari Dinamo henti honum út úr rútunni og skildi Vida eftir á miðjum veginum. Sá maður heitir Ante Cacic og er þjálfari króatíska landsliðsins í dag. Nú á bara eftir að koma í ljós hvernig hann tekur þessum fréttum. Domagoj Vida er lykilmaður í króatíska landsliðinu en hann er búinn að byrja alla þrjá leikina í undankeppninni til þessa.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira