Handbolti

Öruggt hjá Hannover í Íslendingaslag | Lærisveinar Rúnars töpuðu fyrir botnliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar skoraði fjögur mörk fyrir Hannover.
Rúnar skoraði fjögur mörk fyrir Hannover. vísir/anton
Hannover-Burgdorf átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Bergischer að velli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lokatölur 33-27, Hannover í vil.

Heimamenn leiddu allan leikinn og náðu mest átta marka forystu, 24-16. Á endanum munaði sex mörkum á liðunum, 33-27.

Rúnar Kárason skoraði fjögur mörk fyrir Hannover sem er með 10 stig í 8. sæti deildarinnar.

Arnór Þór Gunnarsson var eins og svo oft áður markahæstur hjá Bergischer en hann skoraði sjö mörk, þar af sex úr vítaköstum.

Björgvin Páll Gústavsson leikur einnig með Bergischer en hann, Rúnar og Arnór eru allir í íslenska landsliðinu sem mætir Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM 2018 á næstu dögum.

Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Balingen-Weilstetten, horfði á sína menn tapa, 24-19, fyrir botnliði Coburg 2000.

Balingen er með fimm stig í 15. sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir

Alfreð og félagar með öruggan sigur

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Erlangen af velli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, en lokatölur 33-26.

Björgvin Páll kominn heim og samdi við Hauka

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn í handbolta Björgvin Páll Gústavsson er búinn að ákveða að koma heim og hefur gengið frá samningi við Íslandsmeistara Hauka.

Björgvin: Ég þarf að finna gleðina og gredduna aftur

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson kom ansi mörgum á óvart í morgun er hann tilkynnti að hann hefði samið við Hauka. Hann mun þó ekki ganga í raðir Hauka fyrr en næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×