Hokkílæknir kom Jóni Guðna aftur á fótboltavöllinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. október 2016 07:30 Jón Guðni meiddist í skallaeinvígi við Matthías Vilhjálmsson. vísir/getty „Ég er bara að horfa á leikinn í sjónvarpinu - þetta er ekkert skemmtilegur leikur,“ segir Jón Guðni Fjóluson, miðvörður IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni, léttur í viðtali við Fréttablaðið. Leikurinn sem um ræðir er 1-1 jafnteflissleikur hans manna gegn Íslendingaliðinu Hammarby á útivelli en Jón tók út leikbann eftir að fá rautt spjald í umferðinni á undan og verður því að láta sér nægja að horfa á leikinn í sófanum heima. Það var vitaskuld svekkjandi fyrir Jón Guðna að fá rautt í síðustu umferð en það var þó betra að vera yfir höfuð inni á vellinum. Þar átti hann ekki að vera miðað við þær fréttir í byrjun mánaðar að tímabili miðvarðarins væri lokið vegna höfuðhöggs sem hann fékk í leik gegn Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þar fékk hann olnbogann frá Matthíasi Vilhjálmssyni í höfuðið. „Við vorum að reyna að skora undir lokin og ég var að henda mér í alla bolta. Ég kenni honum alls ekkert um þetta. Ég var bara frekar mikill klaufi að fara of seint upp í einn bolta og þetta gerðist. En svona er þetta,“ segir Jón Guðni.Jón Guðni spilaði með íslenska landsliðinu gegn Bandaríkjunum.vísir/gettyFékk grænt ljós Framarinn missti af tólf leikjum frá 23. júlí til 18. október þegar hann sneri aftur nokkuð óvænt. „Það var búið að afskrifa mig en síðan var farið með þetta aðeins lengra,“ segir Jón Guðni sem kom inn á sem varamaður gegn Falkenberg en spilaði svo allan leikinn fram að rauða spjaldinu gegn Elfsborg í síðustu umferð. „Þetta eru óvenjuleg meiðsli í fótbolta,“ segir Jón, en hann fékk slæmt högg á bein rétt við gagnaugað - þó ekki kjálkabeinið - sem er þynnra en höfuðkúpan og stórhættulegt að fá annað högg á meðan brotið er að gróa. „Þeir grófu upp hokkílækni og sérfræðinga sem eru vanari svona meiðslum. Þeir sögðu að það væri í lagi að spila með svona grímu eða hjálm eins og ég nota núna. Það verndar þetta. Þetta var samþykkt af sérfræðingum eftir að hjálmurinn var smíðaður.“ Jón fagnar því að sjálfsögðu að komast fyrr út á völlinn en tíminn á hliðarlínunni var erfiður. „Það var mjög gaman að fá að spila aftur og líka óvænt. Maður var búinn að vera hundfúll og illa pirraður að vera bara alltaf skokkandi á hliðarlínunni á meðan hinir spiluðu leikina. Tímasetning var líka leiðinleg. Ef ég hefði komið til baka aðeins fyrr hefði ég náð toppbaráttu leikjunum gegn Malmö og AIK,“ segir Jón Guðni, en tapið í síðustu umferð hjálpaði Malmö að verða meistari. „Ég skil samt vel að ég fór ekki fyrr af stað. Þetta eru þannig meiðsli að það verður að fara mjög varlega með þetta. Ef ég hefði fengið annað högg hefði allt getað farið á versta veg. Það hefði getað blætt inn á þetta og kannski væri ég bara ekki hér,“ segir hann.Jón Guðni tók út leikbann í gær og var því ekki með.vísir/gettyEinn af gömlu köllunum Norrköping varð óvænt meistari í fyrra en þrátt fyrir að missa suma af sínum bestu leikmönnum eins og Arnór Ingva Traustason var engin meistaraþynnka hjá liðinu. Það er búið að tryggja sér Evrópusæti. „Við komum öllum á óvart nema okkur sjálfum. Það héldu ekki margir að við gætum verið aftur í baráttunni vegna meiðslanna og leikmannanna sem við misstum,“ segir Jón og bætir við að stuðningsmenn liðsins og allir innan félagsins séu ánægðir með árangurinn. „Félagið hefur verið í lægð undanfarin ár en nú er uppbyggingin að skila sér. Það voru margir seldir en samt náðum við að halda okkur við toppinn. Þetta hrundi aðeins undir lokin hjá okkur. Við töpuðu ekki í einhverjum 20 leikjum í röð en svo töpuðum við núna þremur af síðustu fjórum.“ Meðalaldurinn er ekki hár hjá Norrköping-liðinu og um það er Jón Guðni vel meðvitaður. „Ég er ekki nema 27 ára en samt eru bara 3-4 hérna sem eru eldri en ég. Maður er bara orðinn gamall,“ segir hann og hlær við. Jón er orðinn þriggja barna faðir og segir fjölskylduna njóta sín í Norrköping. „Þetta eru orðin þrjú stykki. Núna er þetta bara orðið fínt,“ segir hann kíminn. „Við erum mjög ánægð hérna og höfum ekki yfir neinu að kvarta. Þetta er félag á uppleið og menn vilja leggja eitthvað í þetta. Ég hlakka bara til næstu leiktíðar,“ segir Jón Guðni Fjóluson. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Sjá meira
„Ég er bara að horfa á leikinn í sjónvarpinu - þetta er ekkert skemmtilegur leikur,“ segir Jón Guðni Fjóluson, miðvörður IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni, léttur í viðtali við Fréttablaðið. Leikurinn sem um ræðir er 1-1 jafnteflissleikur hans manna gegn Íslendingaliðinu Hammarby á útivelli en Jón tók út leikbann eftir að fá rautt spjald í umferðinni á undan og verður því að láta sér nægja að horfa á leikinn í sófanum heima. Það var vitaskuld svekkjandi fyrir Jón Guðna að fá rautt í síðustu umferð en það var þó betra að vera yfir höfuð inni á vellinum. Þar átti hann ekki að vera miðað við þær fréttir í byrjun mánaðar að tímabili miðvarðarins væri lokið vegna höfuðhöggs sem hann fékk í leik gegn Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þar fékk hann olnbogann frá Matthíasi Vilhjálmssyni í höfuðið. „Við vorum að reyna að skora undir lokin og ég var að henda mér í alla bolta. Ég kenni honum alls ekkert um þetta. Ég var bara frekar mikill klaufi að fara of seint upp í einn bolta og þetta gerðist. En svona er þetta,“ segir Jón Guðni.Jón Guðni spilaði með íslenska landsliðinu gegn Bandaríkjunum.vísir/gettyFékk grænt ljós Framarinn missti af tólf leikjum frá 23. júlí til 18. október þegar hann sneri aftur nokkuð óvænt. „Það var búið að afskrifa mig en síðan var farið með þetta aðeins lengra,“ segir Jón Guðni sem kom inn á sem varamaður gegn Falkenberg en spilaði svo allan leikinn fram að rauða spjaldinu gegn Elfsborg í síðustu umferð. „Þetta eru óvenjuleg meiðsli í fótbolta,“ segir Jón, en hann fékk slæmt högg á bein rétt við gagnaugað - þó ekki kjálkabeinið - sem er þynnra en höfuðkúpan og stórhættulegt að fá annað högg á meðan brotið er að gróa. „Þeir grófu upp hokkílækni og sérfræðinga sem eru vanari svona meiðslum. Þeir sögðu að það væri í lagi að spila með svona grímu eða hjálm eins og ég nota núna. Það verndar þetta. Þetta var samþykkt af sérfræðingum eftir að hjálmurinn var smíðaður.“ Jón fagnar því að sjálfsögðu að komast fyrr út á völlinn en tíminn á hliðarlínunni var erfiður. „Það var mjög gaman að fá að spila aftur og líka óvænt. Maður var búinn að vera hundfúll og illa pirraður að vera bara alltaf skokkandi á hliðarlínunni á meðan hinir spiluðu leikina. Tímasetning var líka leiðinleg. Ef ég hefði komið til baka aðeins fyrr hefði ég náð toppbaráttu leikjunum gegn Malmö og AIK,“ segir Jón Guðni, en tapið í síðustu umferð hjálpaði Malmö að verða meistari. „Ég skil samt vel að ég fór ekki fyrr af stað. Þetta eru þannig meiðsli að það verður að fara mjög varlega með þetta. Ef ég hefði fengið annað högg hefði allt getað farið á versta veg. Það hefði getað blætt inn á þetta og kannski væri ég bara ekki hér,“ segir hann.Jón Guðni tók út leikbann í gær og var því ekki með.vísir/gettyEinn af gömlu köllunum Norrköping varð óvænt meistari í fyrra en þrátt fyrir að missa suma af sínum bestu leikmönnum eins og Arnór Ingva Traustason var engin meistaraþynnka hjá liðinu. Það er búið að tryggja sér Evrópusæti. „Við komum öllum á óvart nema okkur sjálfum. Það héldu ekki margir að við gætum verið aftur í baráttunni vegna meiðslanna og leikmannanna sem við misstum,“ segir Jón og bætir við að stuðningsmenn liðsins og allir innan félagsins séu ánægðir með árangurinn. „Félagið hefur verið í lægð undanfarin ár en nú er uppbyggingin að skila sér. Það voru margir seldir en samt náðum við að halda okkur við toppinn. Þetta hrundi aðeins undir lokin hjá okkur. Við töpuðu ekki í einhverjum 20 leikjum í röð en svo töpuðum við núna þremur af síðustu fjórum.“ Meðalaldurinn er ekki hár hjá Norrköping-liðinu og um það er Jón Guðni vel meðvitaður. „Ég er ekki nema 27 ára en samt eru bara 3-4 hérna sem eru eldri en ég. Maður er bara orðinn gamall,“ segir hann og hlær við. Jón er orðinn þriggja barna faðir og segir fjölskylduna njóta sín í Norrköping. „Þetta eru orðin þrjú stykki. Núna er þetta bara orðið fínt,“ segir hann kíminn. „Við erum mjög ánægð hérna og höfum ekki yfir neinu að kvarta. Þetta er félag á uppleið og menn vilja leggja eitthvað í þetta. Ég hlakka bara til næstu leiktíðar,“ segir Jón Guðni Fjóluson.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Sjá meira