Attenborough segir Planet Earth 2 eiga sér enga hliðstæðu Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2016 19:47 Vísir/AFP Tíu árum eftir útgáfu náttúrulífsþáttanna Planet Earth er nú verið að gefa út Planet Earth 2. Þulur þáttanna, hinn margfrægi David Attenborough, segir að þættirnir eigi sér enga hliðstæðu. Ómögulegt hefði verið að ná þeim skotum sem verða í þáttunum fyrir tíu árum. Starfsmenn BBC fóru til 40 landa á þriggja ára tímabili til að ná myndefninu í PE2 og notuðust þeir við nýjustu tækni meðal annars í háhraða og háskerpu. Einnig var notast við nýjar fisléttar myndavélar og dróna. „Ég get sagt að tæknin og skotin eiga sér enga hliðstæðu. Það hefði ekki verið hægt að ná þessum skotum fyrir tíu árum,“ segir Attenborough við Guardian. Hann var spurður hvort hann væri bjartsýnn út í örlög plánetunnar en hann sagðist vita um fjölda ástæðna til að vera svartsýnn. Hins vegar hefði mannkyninu tekist að koma sér saman vegna skaðans á ósonlaginu og takast á við það vandamál. „Vandamálin sem við eigum við núna eru hins vegar umfangsmeiri og erfiðari en ósonvandinn var og vandinn hefur versnað vegna fólksfjölgunar. En við náðum saman þá og ég tel að séum nálægt því að ná saman aftur. Það er ekki eins og við vitum ekki hver vandinn er og að við búum ekki yfir leiðum til að takast á við hann.“ Þá var enginn annar en Hans Zimmer fenginn til að semja tónlistina fyrir þáttaröðina. Hann er hvað þekktastur fyrir tónlistina í Lion King, Gladiator, Interstellar, Dark Knight myndirnar og Pirates of the Carribean. Hann segist hafa litið á Planet Earth eins og dramaseríu. Þættirnir sex verða sýndir á sunnudögum á BBC1 og byrja þann 6. nóvember. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Enn lengri og stórfenglegri stikla Planet Earth Magnað efni. 16. október 2016 14:18 Stórfengleg stikla Planet Earth 2 Þættirnir Planet Earth með goðsögnina David Attenborough eru snúnir aftur. 11. október 2016 11:01 Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Tíu árum eftir útgáfu náttúrulífsþáttanna Planet Earth er nú verið að gefa út Planet Earth 2. Þulur þáttanna, hinn margfrægi David Attenborough, segir að þættirnir eigi sér enga hliðstæðu. Ómögulegt hefði verið að ná þeim skotum sem verða í þáttunum fyrir tíu árum. Starfsmenn BBC fóru til 40 landa á þriggja ára tímabili til að ná myndefninu í PE2 og notuðust þeir við nýjustu tækni meðal annars í háhraða og háskerpu. Einnig var notast við nýjar fisléttar myndavélar og dróna. „Ég get sagt að tæknin og skotin eiga sér enga hliðstæðu. Það hefði ekki verið hægt að ná þessum skotum fyrir tíu árum,“ segir Attenborough við Guardian. Hann var spurður hvort hann væri bjartsýnn út í örlög plánetunnar en hann sagðist vita um fjölda ástæðna til að vera svartsýnn. Hins vegar hefði mannkyninu tekist að koma sér saman vegna skaðans á ósonlaginu og takast á við það vandamál. „Vandamálin sem við eigum við núna eru hins vegar umfangsmeiri og erfiðari en ósonvandinn var og vandinn hefur versnað vegna fólksfjölgunar. En við náðum saman þá og ég tel að séum nálægt því að ná saman aftur. Það er ekki eins og við vitum ekki hver vandinn er og að við búum ekki yfir leiðum til að takast á við hann.“ Þá var enginn annar en Hans Zimmer fenginn til að semja tónlistina fyrir þáttaröðina. Hann er hvað þekktastur fyrir tónlistina í Lion King, Gladiator, Interstellar, Dark Knight myndirnar og Pirates of the Carribean. Hann segist hafa litið á Planet Earth eins og dramaseríu. Þættirnir sex verða sýndir á sunnudögum á BBC1 og byrja þann 6. nóvember.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Enn lengri og stórfenglegri stikla Planet Earth Magnað efni. 16. október 2016 14:18 Stórfengleg stikla Planet Earth 2 Þættirnir Planet Earth með goðsögnina David Attenborough eru snúnir aftur. 11. október 2016 11:01 Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Stórfengleg stikla Planet Earth 2 Þættirnir Planet Earth með goðsögnina David Attenborough eru snúnir aftur. 11. október 2016 11:01