Vilhjálmur ósáttur við „allsráðandi“ hræsni Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2016 20:26 Vísir/GVA „Jæja þá hefur kjararáð kveðið upp sinn úrskurð og þar gildir ekkert Salek samkomulag sem byggist á hógværum launahækkunum.“ Svona hefst Facebookfærsla Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, þar sem hann tjáir sig um ákvörðun kjararáðs. Ráðið hefur ákveðið að hækka laun forseta, ráðherra og þingmanna. Þingfararkaup alþingismanna hækkar um tæp 45 prósent. Laun forseta um 20 prósent og ráðherra um 35,5 prósent.Sjá einnig: Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Vilhjálmur spyr hvað þeir þingmenn og ráðherrar segi núna, sem talað hafa um mikilvægi þess að taka upp öguð og vönduð vinnubrögð við gerð kjarasamninga. „Hvað með stöðugleikann og að stöðva þurfi höfrungahlaupið? Gildir það bara um þegar almennt launafólk er að semja?“ Hann minnir ráðamenn á að lágmarkslaun á Íslandi séu 260 þúsund krónur á mánuði og það dugi einungis til 15. júlí miðað við framfærsluviðmið Velferðarráðuneytisins. „Þessi skefjalausa hræsni sem viðgengst í þessu þjóðfélagi ríður vart við einteyming, menn sem tala um stöðugleika og stöðva þurfi höfrungahlaupið og hækka síðan sjálfir í gegnum kjararáð sem nemur tveimur verkamannalaunum á einu bretti.“ Vilhjálmur tekur þó fram að hann gleðjist því þegar launafólk hækki í launum. Það skuli ekki bara gilda fyrir sumar. „Vil minna á að verkafólk hækkaði um heilar 25 þúsund krónur á mánuði í síðustu kjarasamningum og margir ráðamenn töldu það myndi leiða til óðaverðbólgu en nú fá sumir ráðamenn launahækkun sem nemur 500 þúsund á mánuði og þessar gríðarlegu launahækkanir eiga ekki að hafa nein áhrif á verðbólgu, stöðugleika né höfrungahlaup! Djöfull sem manni finnst hræsnin vera allsráðandi í okkar ágæta landi.“ Kjararáð Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Jæja þá hefur kjararáð kveðið upp sinn úrskurð og þar gildir ekkert Salek samkomulag sem byggist á hógværum launahækkunum.“ Svona hefst Facebookfærsla Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, þar sem hann tjáir sig um ákvörðun kjararáðs. Ráðið hefur ákveðið að hækka laun forseta, ráðherra og þingmanna. Þingfararkaup alþingismanna hækkar um tæp 45 prósent. Laun forseta um 20 prósent og ráðherra um 35,5 prósent.Sjá einnig: Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Vilhjálmur spyr hvað þeir þingmenn og ráðherrar segi núna, sem talað hafa um mikilvægi þess að taka upp öguð og vönduð vinnubrögð við gerð kjarasamninga. „Hvað með stöðugleikann og að stöðva þurfi höfrungahlaupið? Gildir það bara um þegar almennt launafólk er að semja?“ Hann minnir ráðamenn á að lágmarkslaun á Íslandi séu 260 þúsund krónur á mánuði og það dugi einungis til 15. júlí miðað við framfærsluviðmið Velferðarráðuneytisins. „Þessi skefjalausa hræsni sem viðgengst í þessu þjóðfélagi ríður vart við einteyming, menn sem tala um stöðugleika og stöðva þurfi höfrungahlaupið og hækka síðan sjálfir í gegnum kjararáð sem nemur tveimur verkamannalaunum á einu bretti.“ Vilhjálmur tekur þó fram að hann gleðjist því þegar launafólk hækki í launum. Það skuli ekki bara gilda fyrir sumar. „Vil minna á að verkafólk hækkaði um heilar 25 þúsund krónur á mánuði í síðustu kjarasamningum og margir ráðamenn töldu það myndi leiða til óðaverðbólgu en nú fá sumir ráðamenn launahækkun sem nemur 500 þúsund á mánuði og þessar gríðarlegu launahækkanir eiga ekki að hafa nein áhrif á verðbólgu, stöðugleika né höfrungahlaup! Djöfull sem manni finnst hræsnin vera allsráðandi í okkar ágæta landi.“
Kjararáð Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira