Steinþór Freyr til KA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2016 09:02 Steinþór er þekktur fyrir sín löngu innköst. vísir/afp Steinþór Freyr Þorsteinsson er á heimleið og hefur skrifað undir tveggja ára samning við KA. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Steinþór, sem er 31 árs, hefur leikið sem lánsmaður með norska liðinu Sandnes Ulf að undanförnu. Hann er samningsbundinn Viking en samningur hans rennur út um áramótin. Þá flyst hann til Akureyrar. Steinþór er uppalinn Bliki en gekk til liðs við Stjörnuna 2009. Hann lék í eitt og hálft tímabil með Garðabæjarliðinu áður en hann fór til Örgryte í Svíþjóð. Félagið varð gjaldþrota snemma árs 2011 og þá gekk Steinþór í raðir Sandnes Ulf. Þar skoraði hann 13 mörk í 82 deildarleikjum. Steinþór fór til Viking 2013 þar sem hann skoraði fimm mörk í 49 leiki. Hann var lánaður til Sandnes Ulf fyrir þetta tímabil en hann hefur leikið 22 leiki á tímabilinu og skorað eitt mark. „En annars leist mér vel á hópinn og metnaðinn sem virðist vera hjá þessu félagi. Ég hef verið í nokkrum liðum sem hafa farið upp um deild og það hefur alltaf verið mjög góður andi og skemmtileg upplifun að vera í svona hópi. Ég vona að tíminn hjá KA verði eins. Af hverju ég er að koma heim er að nokkru leyti fjölskyldan þar sem ég er kominn með 3 börn og það tekur á að vera frá öllum sem maður þekki en líka er þetta kannski flottur tímapunktur fótboltalega séð. Ég hef gríðalega metnað ennþá og er í góðu formi. Fínt að koma heim í góðu standi en ekki þegar maður er útbrunninn og getur varla hreyft sig,“ sagði Steinþór í samtali við heimasíðu KA. KA vann Inkassodeildina á nýafstöðnu tímabilinu og tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni að ári. KA-menn ætla sér stóra hluti á næsta tímabili og hafa verið duglegir á leikmannamarkaðinum.Í gær samdi liðið við Kristófer Pál Viðarsson og í fyrradag var gengið frá samningum við Ásgeir Sigurgeirsson. Þá hafa Guðmann Þórisson og Aleksandar Trinicic framlengt samninga sína við KA. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjargvættur Leiknis F. lánaður til KA KA hefur fengið Kristófer Pál Viðarsson á láni frá Víkingi R. Lánssamningurinn er til eins árs eða svo. 19. október 2016 08:51 KA keypti Ásgeir frá Stabæk Húsvíkingurinn efnilegi, Ásgeir Sigurgeirsson, verður áfram í herbúðum KA. 18. október 2016 19:00 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Steinþór Freyr Þorsteinsson er á heimleið og hefur skrifað undir tveggja ára samning við KA. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Steinþór, sem er 31 árs, hefur leikið sem lánsmaður með norska liðinu Sandnes Ulf að undanförnu. Hann er samningsbundinn Viking en samningur hans rennur út um áramótin. Þá flyst hann til Akureyrar. Steinþór er uppalinn Bliki en gekk til liðs við Stjörnuna 2009. Hann lék í eitt og hálft tímabil með Garðabæjarliðinu áður en hann fór til Örgryte í Svíþjóð. Félagið varð gjaldþrota snemma árs 2011 og þá gekk Steinþór í raðir Sandnes Ulf. Þar skoraði hann 13 mörk í 82 deildarleikjum. Steinþór fór til Viking 2013 þar sem hann skoraði fimm mörk í 49 leiki. Hann var lánaður til Sandnes Ulf fyrir þetta tímabil en hann hefur leikið 22 leiki á tímabilinu og skorað eitt mark. „En annars leist mér vel á hópinn og metnaðinn sem virðist vera hjá þessu félagi. Ég hef verið í nokkrum liðum sem hafa farið upp um deild og það hefur alltaf verið mjög góður andi og skemmtileg upplifun að vera í svona hópi. Ég vona að tíminn hjá KA verði eins. Af hverju ég er að koma heim er að nokkru leyti fjölskyldan þar sem ég er kominn með 3 börn og það tekur á að vera frá öllum sem maður þekki en líka er þetta kannski flottur tímapunktur fótboltalega séð. Ég hef gríðalega metnað ennþá og er í góðu formi. Fínt að koma heim í góðu standi en ekki þegar maður er útbrunninn og getur varla hreyft sig,“ sagði Steinþór í samtali við heimasíðu KA. KA vann Inkassodeildina á nýafstöðnu tímabilinu og tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni að ári. KA-menn ætla sér stóra hluti á næsta tímabili og hafa verið duglegir á leikmannamarkaðinum.Í gær samdi liðið við Kristófer Pál Viðarsson og í fyrradag var gengið frá samningum við Ásgeir Sigurgeirsson. Þá hafa Guðmann Þórisson og Aleksandar Trinicic framlengt samninga sína við KA.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjargvættur Leiknis F. lánaður til KA KA hefur fengið Kristófer Pál Viðarsson á láni frá Víkingi R. Lánssamningurinn er til eins árs eða svo. 19. október 2016 08:51 KA keypti Ásgeir frá Stabæk Húsvíkingurinn efnilegi, Ásgeir Sigurgeirsson, verður áfram í herbúðum KA. 18. október 2016 19:00 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Bjargvættur Leiknis F. lánaður til KA KA hefur fengið Kristófer Pál Viðarsson á láni frá Víkingi R. Lánssamningurinn er til eins árs eða svo. 19. október 2016 08:51
KA keypti Ásgeir frá Stabæk Húsvíkingurinn efnilegi, Ásgeir Sigurgeirsson, verður áfram í herbúðum KA. 18. október 2016 19:00