Fótbolti

Ferdinand um fagnaðarmynd Özils: Ekki gera þetta fyrr en þú ert kominn með bikar í hendurnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Özil skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum í gær.
Özil skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum í gær. vísir/getty
Arsenal rúllaði yfir búlgörsku meistarana í Ludogorets, 6-0, í Meistaradeild Evrópu í gær.



Mesut Özil skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum í leiknum en Þjóðverjinn skoraði þrjú síðustu mörk Arsenal. Eftir leikinn birti Özil mynd á Twitter af leikmönnum Arsenal í góðum gír í búningsklefanum á Emirates.

Ekki voru allir á eitt sáttir við myndina, eða öllu heldur tilefnið. Þeirra á meðal voru gömlu varnarmennirnir Rio Ferdinand og Richard Dunne sem voru álitsgjafar á BT Sports í gær.

„Þetta er frábært ef þú vinnur eitthvað en ekki gera þetta eftir sigur í riðlakeppninni,“ sagði Dunne um fagnaðarmyndina. Ferdinand tók í sama streng.

„Eins og ég hef áður sagt, myndi ég ekki gera þetta fyrr en ég væri kominn með bikar í hendurnar. Ef þetta er það sem strákarnir vilja gera, þá er þetta nýr tími,“ sagði Ferdinand sem vann fjölda titla með Manchester United á sínum tíma.

Arsenal er með sjö stig í sínum riðli í Meistaradeild Evrópu, jafn mörg og Paris Saint-Germain en bæði lið eru svo gott sem komin áfram í 16-liða úrslit keppninnar.

Özil, 4-0 Özil, 5-0 Özil, 6-0

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×